Kominn með nóg eftir óþverra helgarinnar: Íhugar að yfirgefa Spán Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 11:30 Vinicius Jr. í leiknum gegn Valencia á dögunum Vísir/Getty Vinicus Jr., leikmaður Real Madrid á Spáni, íhugar nú alvarlega að yfirgefa félagið og spænsku úrvalsdeildina eftir að hafa fengið sig fullsaddan af aðgerðarleysi deildarinnar gegn kynþáttaníði. Vinicius upplifir sig einan í baráttunni. Hópur stuðningsmanna Valencia tók sig til og beindu apahljóðum í áttina að Vinicius Junior í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníð í leik í spænsku úrvalsdeildinni en forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt er kemur að því að taka á kynþáttaníði í deildinni. Upplifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagnvart aðgerðarleysi spænsku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníð, hafa orðið til þess að hann efast nú um framtíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. Vinicius upplifir sig einan í sinni baráttu og í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á samfélagsmiðlum, má greina sterk skilaboð. „Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kynþáttaníð. Jafnvel þó það sé langt frá þessum stað.“ The Athletic setti sig við einstaklinga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leikmaðurinn væri að ýja að brottför frá Real Madrid og spænsku úrvalsdeildinni. Umræddir heimildarmenn vildu koma fram undir nafnleynd og höfðu þetta að segja: „Já, þegar að þú stendur einn í baráttunni...Fram til þessa dags var ekki möguleiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er möguleikinn til staðar.“ Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Spænski boltinn Tengdar fréttir Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira
Hópur stuðningsmanna Valencia tók sig til og beindu apahljóðum í áttina að Vinicius Junior í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníð í leik í spænsku úrvalsdeildinni en forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt er kemur að því að taka á kynþáttaníði í deildinni. Upplifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagnvart aðgerðarleysi spænsku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníð, hafa orðið til þess að hann efast nú um framtíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. Vinicius upplifir sig einan í sinni baráttu og í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á samfélagsmiðlum, má greina sterk skilaboð. „Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kynþáttaníð. Jafnvel þó það sé langt frá þessum stað.“ The Athletic setti sig við einstaklinga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leikmaðurinn væri að ýja að brottför frá Real Madrid og spænsku úrvalsdeildinni. Umræddir heimildarmenn vildu koma fram undir nafnleynd og höfðu þetta að segja: „Já, þegar að þú stendur einn í baráttunni...Fram til þessa dags var ekki möguleiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er möguleikinn til staðar.“ Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira
Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59