Íslenskar bókmenntir í bullandi útrás Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2023 11:47 Hrefna Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta segir að nú sé verið að þýða baki í brotnu íslenskar bækur á öll heimsins tungumál. aðsend Fyrri hluti úthlutunar til þýðinga á íslenskum bókum fyrir þetta ár hafa nú farið fram. 54 verk hljóta styrki að upphæð 9 milljónir króna til þýðinga á 15 tungumál. „Seinni úthlutun þýðinga á erlend mál er svo í nóvember,“ segir Hrefna Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta – harla ánægð með sókn íslenskra bóka á erlendum vettvangi. Um er að ræða alla flóruna; ný skáldverk, ljóð, barnabækur og fornsögur. Verkin eru þýdd á ensku, frönsku, úkraínsku, ítölsku, tékknesku, spænsku, dönsku, sænsku og færeysku, svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Hrefnu má nefna sem dæmi að ný skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur, Eden, sem kom út hér á landi í haust mun koma út á frönsku og dönsku á árinu og Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur kemur út á ensku, dönsku og úkraínsku.. „Engir íslenskir höfundar nema land víða og má þar nefna Fríðu Ísberg með bókina Merkingu sem kemur út á ítölsku, norsku og færeysku. Von er á franskri þýðingu á verkinu Svefngríman eftir Örvar Smárason og Skjáskot eftir Berg Ebba kemur út á arabísku,“ segir Hrefna og heldur áfram að þylja upp bækur sem eru á leið í útrás: Mamma klikk eftir Gunnar Helgaon kemur út á ítölsku og Þín eigin saga: Risaeðlur eftir Ævar Þór Benediktsson mun koma fyrir augu makedónskra barna. Og þannig má áfram telja. Bókmenntir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Seinni úthlutun þýðinga á erlend mál er svo í nóvember,“ segir Hrefna Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta – harla ánægð með sókn íslenskra bóka á erlendum vettvangi. Um er að ræða alla flóruna; ný skáldverk, ljóð, barnabækur og fornsögur. Verkin eru þýdd á ensku, frönsku, úkraínsku, ítölsku, tékknesku, spænsku, dönsku, sænsku og færeysku, svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Hrefnu má nefna sem dæmi að ný skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur, Eden, sem kom út hér á landi í haust mun koma út á frönsku og dönsku á árinu og Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur kemur út á ensku, dönsku og úkraínsku.. „Engir íslenskir höfundar nema land víða og má þar nefna Fríðu Ísberg með bókina Merkingu sem kemur út á ítölsku, norsku og færeysku. Von er á franskri þýðingu á verkinu Svefngríman eftir Örvar Smárason og Skjáskot eftir Berg Ebba kemur út á arabísku,“ segir Hrefna og heldur áfram að þylja upp bækur sem eru á leið í útrás: Mamma klikk eftir Gunnar Helgaon kemur út á ítölsku og Þín eigin saga: Risaeðlur eftir Ævar Þór Benediktsson mun koma fyrir augu makedónskra barna. Og þannig má áfram telja.
Bókmenntir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira