Hvað kostar lýðræðið? Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. maí 2023 10:30 Einræði og ógnarstjórn er saga mannkyns, opið lýðræði er undantekning. Lýðræðið er viðkvæmt og hangir á nokkrum örþunnum og viðkvæmum silkiþráðum. Slitni einn, er hugmyndin um opið og frjálst lýðræðisríki úti. Kostnaðurinn við frjálst lýðræði er umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Að umbera fávitana og leyfa óþægilegri og illa upplýstri umræðu að eiga sér stað. Að nýta sér réttinn til að fá að móðgast, bíta á jaxlinn og halda áfram. Móðgun er nefnilega ekki hættuleg. Þegar fullorðið fólk móðgast hefur það allt að gera með félagslega skilyrðingu viðkomandi, hún er huglæg, ekki hlutlæg. Það að vilja loka á óþægilega umræðu vegna þess að einhver gæti móðgast er líklega stærsta ógnin sem opið og frjálst lýðræðissamfélag stendur frammi fyrir. Frjáls hugsun, hvort heldur gáfuleg eða heimskuleg er undirstaða málfrelsis, sem aftur er undirstaða lýðræðis. Það er nefnilega ekki hægt að kæfa opin og frjáls skoðanaskipti án þess að það komi niður á lýðræðinu. Smám saman (reyndar gerist þetta mjög hratt) hættir fólk að þora, eða nenna því, að tjá sig um æ fleiri málefni, fólk fer að forðast óþægindin sem fylgja því að viðra ólík sjónarhorn á málum. Framsækið og frjálst lýðræði felst í umburðarlyndi og hugrekki okkar til að verja rétt annarra til að hafa ólíkar skoðanir, þó svo þær stangist á gildismat okkar. Voltare er eignuð setningin “Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að láta höfuðið fyrir rétt þinn til þess að hafa þær og halda þeim fram”. Sú fjarlægð milli fólks sem hið rafræna samskiptaform nútímans veldur, eykur vissulega á dómhörku á kostnað skilnings milli fólks. Þegar samtölum í raunheimum er skipt út fyrir smáskilaboð í rafheimum er ljóst að gæði og dýpt samtala og samskipta minnkar. Afleiðingarnar eru minni skilningur og gæska og meiri misskilningur og dómharka. Að sjá ekki með eigin augum afleiðingar orða sinna klippir á raunveruleikann og eykur á hlutgervingu á kostnað hluttekningar og skilnings. Þanþolið gagnvart ólíku fólki minnkar, húmorinn víkur fyrir móðgun og hneykslan. Afleiðing þess er einsleitni og ótti, sem er aftur kjöraðstæður og jarðvegur ógnarstjórnar. Þessi aukna fjarlægð milli fólks kemur niður á samkennd og náungakærleik og smækkar reynsluheim okkar. Fjarlægðin á milli fólks í rafheimum stækkar yfirborð lífs okkar á kostnað dýptar og fjölbreytni. Erum við nægilega sterk sem einstaklingar og sem þjóðfélag að berjast með kjafti og klóm fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem stuða okkur? Ef ekki þá vitum við í ljósi sögunnar hvar sú vegferð endar. Að verja gagnrýna hugsun og hvetja til rökræðu um eldfim málefni hverju sinni í stað þess að kæfa hana á þeim forsendum að hún sé óþægileg og geti stuðað einhverja. Að meðtaka rök og skilning annarra án þess endilega að samþykkja þau er kostnaður sem ekki verður komist undan að greiða til að viðhalda og þróa til betri vegar opið og frjálst lýðræði. Lýðræðið krefst mikils af okkur, einræði og ógnarstjórn krefst einskis nema þess að hlýða. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Einræði og ógnarstjórn er saga mannkyns, opið lýðræði er undantekning. Lýðræðið er viðkvæmt og hangir á nokkrum örþunnum og viðkvæmum silkiþráðum. Slitni einn, er hugmyndin um opið og frjálst lýðræðisríki úti. Kostnaðurinn við frjálst lýðræði er umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Að umbera fávitana og leyfa óþægilegri og illa upplýstri umræðu að eiga sér stað. Að nýta sér réttinn til að fá að móðgast, bíta á jaxlinn og halda áfram. Móðgun er nefnilega ekki hættuleg. Þegar fullorðið fólk móðgast hefur það allt að gera með félagslega skilyrðingu viðkomandi, hún er huglæg, ekki hlutlæg. Það að vilja loka á óþægilega umræðu vegna þess að einhver gæti móðgast er líklega stærsta ógnin sem opið og frjálst lýðræðissamfélag stendur frammi fyrir. Frjáls hugsun, hvort heldur gáfuleg eða heimskuleg er undirstaða málfrelsis, sem aftur er undirstaða lýðræðis. Það er nefnilega ekki hægt að kæfa opin og frjáls skoðanaskipti án þess að það komi niður á lýðræðinu. Smám saman (reyndar gerist þetta mjög hratt) hættir fólk að þora, eða nenna því, að tjá sig um æ fleiri málefni, fólk fer að forðast óþægindin sem fylgja því að viðra ólík sjónarhorn á málum. Framsækið og frjálst lýðræði felst í umburðarlyndi og hugrekki okkar til að verja rétt annarra til að hafa ólíkar skoðanir, þó svo þær stangist á gildismat okkar. Voltare er eignuð setningin “Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að láta höfuðið fyrir rétt þinn til þess að hafa þær og halda þeim fram”. Sú fjarlægð milli fólks sem hið rafræna samskiptaform nútímans veldur, eykur vissulega á dómhörku á kostnað skilnings milli fólks. Þegar samtölum í raunheimum er skipt út fyrir smáskilaboð í rafheimum er ljóst að gæði og dýpt samtala og samskipta minnkar. Afleiðingarnar eru minni skilningur og gæska og meiri misskilningur og dómharka. Að sjá ekki með eigin augum afleiðingar orða sinna klippir á raunveruleikann og eykur á hlutgervingu á kostnað hluttekningar og skilnings. Þanþolið gagnvart ólíku fólki minnkar, húmorinn víkur fyrir móðgun og hneykslan. Afleiðing þess er einsleitni og ótti, sem er aftur kjöraðstæður og jarðvegur ógnarstjórnar. Þessi aukna fjarlægð milli fólks kemur niður á samkennd og náungakærleik og smækkar reynsluheim okkar. Fjarlægðin á milli fólks í rafheimum stækkar yfirborð lífs okkar á kostnað dýptar og fjölbreytni. Erum við nægilega sterk sem einstaklingar og sem þjóðfélag að berjast með kjafti og klóm fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem stuða okkur? Ef ekki þá vitum við í ljósi sögunnar hvar sú vegferð endar. Að verja gagnrýna hugsun og hvetja til rökræðu um eldfim málefni hverju sinni í stað þess að kæfa hana á þeim forsendum að hún sé óþægileg og geti stuðað einhverja. Að meðtaka rök og skilning annarra án þess endilega að samþykkja þau er kostnaður sem ekki verður komist undan að greiða til að viðhalda og þróa til betri vegar opið og frjálst lýðræði. Lýðræðið krefst mikils af okkur, einræði og ógnarstjórn krefst einskis nema þess að hlýða. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun