Nauðsynlegt að laga gufulögnina á ný til að geta haldið úti sundkennslu Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2023 14:01 Sundlaugin í Laugarskarði í Hveragerði þykir en fegursta sundlaug landsins. Hveragerðisbær Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur falið Geir Sveinssyni bæjarstjóra að leita leiða til að lagfæra gufulögn sem liggur að Sundlauginni í Laugarskarði í bænum. Gufulögnin hefur lengi ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægur hiti á lauginni sem hefur orðið til þess að ítrekað hefur þurft að fella niður sundæfingar. Bæjarráð tók fyrir áskorun frá sunddeild íþróttafélagsins Hamars á fundi sínum á mánudag þar skorað er á bæjaryfirvöld að bregðast við stöðunni. Í erindinu kemur fram að sunddeild Hamars hafi í áratugi haldið úti starfsemi í Laugarskarði og eigi sér djúpar rætur í menningu og íþróttalífi Hvergerðinga. „Sunddeildin hefur átt í verulegum erfiðleikum í gegnum árin við að halda úti starfsemi deildarinnar hér í Sundlauginni Laugarskarði. Vitað hefur verið að gufulögnin sem liggur að sundlauginni hefur ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægilegur hiti á sundlauginni, skólasund sem og sundæfingar falla því ítrekað niður,“ segir í erindinu. Lagfæring síðasta vor dugði ekki til Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Ráðist var endurnýjun á gufulögninni, frá sundlaugarkari og að sundlaugarhúsi, og hún stækkuð síðasta vor. Þær breytingar virðast þó ekki hafa dugað til að laga hitastigið í lauginni. „Það er vitað mál að til að laga þetta í eitt skipti fyrir öll verður að skipta út gufulögninni. Það er í raun forkastanlegt að við séum með eina af fallegustu sundlaugum landsins hér hjá okkur í Hveragerði en getum ekki nýtt okkur hana að fullu vegna annmarka á gufulögninni,“ segir í erindi sunddeildarinnar. Leita leiða til að lagfæra gufulögnina Ennfremur segir í bréfinu að það hafi valdið gríðarlegum erfiðleikum fyrir alla sundiðkun barna og fullorðinna í Hveragerði þegar sundlaugin verður óstarfhæf vegna kulda á veturna. Líkt og fram kemur í fundargerð samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að lagfæra gufulögnina. Hveragerði Hamar Sundlaugar Tengdar fréttir Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Bæjarráð tók fyrir áskorun frá sunddeild íþróttafélagsins Hamars á fundi sínum á mánudag þar skorað er á bæjaryfirvöld að bregðast við stöðunni. Í erindinu kemur fram að sunddeild Hamars hafi í áratugi haldið úti starfsemi í Laugarskarði og eigi sér djúpar rætur í menningu og íþróttalífi Hvergerðinga. „Sunddeildin hefur átt í verulegum erfiðleikum í gegnum árin við að halda úti starfsemi deildarinnar hér í Sundlauginni Laugarskarði. Vitað hefur verið að gufulögnin sem liggur að sundlauginni hefur ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægilegur hiti á sundlauginni, skólasund sem og sundæfingar falla því ítrekað niður,“ segir í erindinu. Lagfæring síðasta vor dugði ekki til Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Ráðist var endurnýjun á gufulögninni, frá sundlaugarkari og að sundlaugarhúsi, og hún stækkuð síðasta vor. Þær breytingar virðast þó ekki hafa dugað til að laga hitastigið í lauginni. „Það er vitað mál að til að laga þetta í eitt skipti fyrir öll verður að skipta út gufulögninni. Það er í raun forkastanlegt að við séum með eina af fallegustu sundlaugum landsins hér hjá okkur í Hveragerði en getum ekki nýtt okkur hana að fullu vegna annmarka á gufulögninni,“ segir í erindi sunddeildarinnar. Leita leiða til að lagfæra gufulögnina Ennfremur segir í bréfinu að það hafi valdið gríðarlegum erfiðleikum fyrir alla sundiðkun barna og fullorðinna í Hveragerði þegar sundlaugin verður óstarfhæf vegna kulda á veturna. Líkt og fram kemur í fundargerð samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að lagfæra gufulögnina.
Hveragerði Hamar Sundlaugar Tengdar fréttir Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01