„Maður verður sár að finna fyrir mismunun í starfi“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. maí 2023 22:28 Aníta Ósk Georgsdóttir, stuðningsfulltrúi, segir kjaradeiluna snúast um jöfn laun fyrir sömu störf. Sigurjón Verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB fara stígandi og óhætt að segja að sveitarfélögin tíu séu farin að finna fyrir áhrifum þeirra. Starfsfólk grunnskóla í Reykjanesbæ skoraði í dag á bæjarstjórann að stíga inn í deiluna. Starfsfólk í grunnskólum sex sveitarfélaga lögðu niður störf í gær og í dag vegna kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsfólk Starfsmannafélags Suðurnesja fundaði í ráðhúsi Reykjanesbæjar í morgun. „Maður verður sár og reiður af hverju manneskja í sömu stöðu og ég fær hærri laun. Að gera það nákvæmlega sama. Það er ein sem er í nákvæmlegu sömu prósentustöðu, við gerum nákvæmlega það sama en við vinnum bara í mismunandi námsveri. Þetta finnst mér bara alls ekki rétt og réttlátt,“ segir Aníta Ósk Georgsdóttir, stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Mikill einhugur sé í starfsfólki. „Við erum alls ekki sátt hvernig staðan er og þetta er mismunun.“ Verst fyrir krakkana Aníta segist vona að samið verði sem fyrst. Það sé leiðinlegt að þurfa að fara í verkfall til þess að það sé hlustað. „Þetta hefur áhrif á krakkana aðallega. Það er það sem er svo sárt, sérstaklega krakkana sem þurfa meiri ramma. Eins og ég sem vinn í námsveri með krökkum með allskonar greiningar. Þetta er mjög erfitt fyrir þau að geta ekki mætt í skólann eða fólkið sem það er vant að vera í kringum er ekki á staðnum það bara ruggar bátnum hjá þeim alveg eins og hjá okkur,“ segir Aníta. Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, segir kröfurnar einfaldar. „Við erum að krefjast jafnra launa á við vinnufélaga okkar við sömu starfstöðvar sem eru að vinna nákvæmlega sömu störf.“ Trausti segist ekki trúa öðru en að Samband íslenskra sveitarfélaga komi til móts við félagsfólk BSRB sem fyrst. Hann vinnur sem húsvörður í grunnskóla og finnur því vel fyrir launamismuninum sjálfur. Umræðan snúist um þetta „Staðan í skólunum er mjög slæm. Það er slæmur mórall á vinnustöðum út af þessu. Þetta skapar mikið ójafnrétti á milli vinnufélaga og umræðan hefur ekkert verið önnur í raun og veru upp á síðkastið en þetta. Hluti starfsfólksins er á hærri launum. Þetta munar sirka 128 þúsundum á árslaunum og þetta eru stórir peningar fyrir þetta fólk. Þetta er lægst launaða fólkið sem um ræðir hérna sem veltir hverri einustu krónu til að hafa í sig og á. Þarna er verið að slíta frá þeim þessa aura sem er ekki hægt,“ segir Trausti. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar vísaði kröfum starfsfólksins til Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Þetta er mjög vont fyrir okkur og öll samfélög á Íslandi að þessi staða skuli vera uppi. Við höfum sagt að á meðan samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að þá viljum við hvetja aðila til að gera allt sem þeir geta til að ná saman,“ segir Kjartan Már Kjartansson. Hann skilji kröfur starfsfólksins en tvær hliðar séu á öllum málum. Áhugavert að sjá áhrif verkfalla Kjaradeilan er enn í hörðum hnút eftir árangurslaust samtal samninganefnda hjá ríkissáttasemjara á mánudag og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir áhugavert að sjá hvaða áhrif verkföllin muni hafa. „Sömuleiðis held ég að kannski bæjarstjórarnir og fulltrúar sveitarfélaganna finni betur fyrir því núna hvaða áhrif þetta hefur innan vinnustaðanna sjálfra og þá er spurning hvort þeir vilji ekki endurskoða þessa heildarhagsmuni í því ljósi.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Reykjanesbær Tengdar fréttir Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03 Amma kölluð út í morgun vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu. 22. maí 2023 18:49 Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Starfsfólk í grunnskólum sex sveitarfélaga lögðu niður störf í gær og í dag vegna kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsfólk Starfsmannafélags Suðurnesja fundaði í ráðhúsi Reykjanesbæjar í morgun. „Maður verður sár og reiður af hverju manneskja í sömu stöðu og ég fær hærri laun. Að gera það nákvæmlega sama. Það er ein sem er í nákvæmlegu sömu prósentustöðu, við gerum nákvæmlega það sama en við vinnum bara í mismunandi námsveri. Þetta finnst mér bara alls ekki rétt og réttlátt,“ segir Aníta Ósk Georgsdóttir, stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Mikill einhugur sé í starfsfólki. „Við erum alls ekki sátt hvernig staðan er og þetta er mismunun.“ Verst fyrir krakkana Aníta segist vona að samið verði sem fyrst. Það sé leiðinlegt að þurfa að fara í verkfall til þess að það sé hlustað. „Þetta hefur áhrif á krakkana aðallega. Það er það sem er svo sárt, sérstaklega krakkana sem þurfa meiri ramma. Eins og ég sem vinn í námsveri með krökkum með allskonar greiningar. Þetta er mjög erfitt fyrir þau að geta ekki mætt í skólann eða fólkið sem það er vant að vera í kringum er ekki á staðnum það bara ruggar bátnum hjá þeim alveg eins og hjá okkur,“ segir Aníta. Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, segir kröfurnar einfaldar. „Við erum að krefjast jafnra launa á við vinnufélaga okkar við sömu starfstöðvar sem eru að vinna nákvæmlega sömu störf.“ Trausti segist ekki trúa öðru en að Samband íslenskra sveitarfélaga komi til móts við félagsfólk BSRB sem fyrst. Hann vinnur sem húsvörður í grunnskóla og finnur því vel fyrir launamismuninum sjálfur. Umræðan snúist um þetta „Staðan í skólunum er mjög slæm. Það er slæmur mórall á vinnustöðum út af þessu. Þetta skapar mikið ójafnrétti á milli vinnufélaga og umræðan hefur ekkert verið önnur í raun og veru upp á síðkastið en þetta. Hluti starfsfólksins er á hærri launum. Þetta munar sirka 128 þúsundum á árslaunum og þetta eru stórir peningar fyrir þetta fólk. Þetta er lægst launaða fólkið sem um ræðir hérna sem veltir hverri einustu krónu til að hafa í sig og á. Þarna er verið að slíta frá þeim þessa aura sem er ekki hægt,“ segir Trausti. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar vísaði kröfum starfsfólksins til Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Þetta er mjög vont fyrir okkur og öll samfélög á Íslandi að þessi staða skuli vera uppi. Við höfum sagt að á meðan samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að þá viljum við hvetja aðila til að gera allt sem þeir geta til að ná saman,“ segir Kjartan Már Kjartansson. Hann skilji kröfur starfsfólksins en tvær hliðar séu á öllum málum. Áhugavert að sjá áhrif verkfalla Kjaradeilan er enn í hörðum hnút eftir árangurslaust samtal samninganefnda hjá ríkissáttasemjara á mánudag og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir áhugavert að sjá hvaða áhrif verkföllin muni hafa. „Sömuleiðis held ég að kannski bæjarstjórarnir og fulltrúar sveitarfélaganna finni betur fyrir því núna hvaða áhrif þetta hefur innan vinnustaðanna sjálfra og þá er spurning hvort þeir vilji ekki endurskoða þessa heildarhagsmuni í því ljósi.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Reykjanesbær Tengdar fréttir Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03 Amma kölluð út í morgun vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu. 22. maí 2023 18:49 Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03
Amma kölluð út í morgun vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu. 22. maí 2023 18:49
Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent