Sjálfstæðisflokkurinn verið við stjórn í tíu ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. maí 2023 18:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól á Alþingi. Vísir/Vilhelm Í gær voru tíu ár liðin frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum 23. maí 2013. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því verið við völd í tíu ár sem hluti af fimm ríkisstjórnum, þar af tveimur sem hafa sprungið. Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum áratug stjórnar á heimasíðu flokksins þar sem má lesa grein um þau afrek sem hafa unnist. Áratugurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson hafi verið formaður allan áratuginn hefur hann aðeins verið forsætisráðherra í átta mánuði af þessum 119. Af öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson aðeins setið í styttri tíma sem forsætisráðherra. Aftur á móti hefur Bjarni verið fjármálaráðherra hina 111 mánuðina. Á Facebook-síðu flokksins má sjá myndband með ræðubútum frá Bjarna Benediktssyni og myndum frá síðustu tíu árum sem skrifstofa flokksins hefur tekið saman. Óstöðugleiki undanfarinn áratug Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lýst sér sem flokki stöðugleika en undanfarinn áratugur hefur þó miklu frekar einkennst af óstöðugleika. Það sést einna best í þeim fjölda ríkisstjórna sem hafa verið við völd, fimm á tíu árum, eða nýrri ríkisstjórn að meðaltali á tveggja ára fresti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samanstóð af Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk tók við 2013 en entist bara í þrjú ár vegna Wintris-málsins fræga. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér tók Sigurður Ingi við embætti forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjórn sömu flokka. Hún sat í hálft ár fram að þingkosningum sem var flýtt fram til október 2016. Í kjölfar kosninganna tók við stjórnarkreppa og sat ríkisstjórn Sigurðar Inga því sem minnihlutastjórn fram í janúar 2017. Þá tók við þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Hún entist enn styttra en fyrri stjórnir, aðeins átta mánuði. Sú stjórn sprakk í kjölfar hneykslismála tengdum uppreistar æru kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Björt framtíð sleit samstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar“ og sögðu Bjarni Benediktsson hafa leynt því hvenær hann komst að því að Benedikt Sveinsson, faðir hans, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, jákvæða umsögn. Hér fyrir neðan má sjá þegar Sigríður Andersen greindi frá því í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 að Bjarni hefði vitað af meðmælum Benedikts, föður hans, mun lengur en hann gaf upp. Síðar sama kvöld sprakk stjórnin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5DgtShJsOT4">watch on YouTube</a> Eftir kosningarnar 2017 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna við undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún sat sterk í gegnum Covid-faraldur og í kosningunum 2021 náði hún aftur meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun því að öllum líkindum vera lengur en tíu ár við stjórn, allavega fram að næstu kosningum. Nema stjórnin springi en það virðist ekkert benda til þess. Miðað við nýjustu kannanir og óánægju landsmanna með núverandi ríkisstjórn er ekki líklegt að stjórnarsamstarfið haldi eftir næstu kosningar. Hins vegar er aldrei að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að halda sér í ríkisstjórn með öðrum flokkum og verði kannski einn áratug til viðbótar í ríkisstjórn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tímamót Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum áratug stjórnar á heimasíðu flokksins þar sem má lesa grein um þau afrek sem hafa unnist. Áratugurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson hafi verið formaður allan áratuginn hefur hann aðeins verið forsætisráðherra í átta mánuði af þessum 119. Af öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson aðeins setið í styttri tíma sem forsætisráðherra. Aftur á móti hefur Bjarni verið fjármálaráðherra hina 111 mánuðina. Á Facebook-síðu flokksins má sjá myndband með ræðubútum frá Bjarna Benediktssyni og myndum frá síðustu tíu árum sem skrifstofa flokksins hefur tekið saman. Óstöðugleiki undanfarinn áratug Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lýst sér sem flokki stöðugleika en undanfarinn áratugur hefur þó miklu frekar einkennst af óstöðugleika. Það sést einna best í þeim fjölda ríkisstjórna sem hafa verið við völd, fimm á tíu árum, eða nýrri ríkisstjórn að meðaltali á tveggja ára fresti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samanstóð af Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk tók við 2013 en entist bara í þrjú ár vegna Wintris-málsins fræga. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér tók Sigurður Ingi við embætti forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjórn sömu flokka. Hún sat í hálft ár fram að þingkosningum sem var flýtt fram til október 2016. Í kjölfar kosninganna tók við stjórnarkreppa og sat ríkisstjórn Sigurðar Inga því sem minnihlutastjórn fram í janúar 2017. Þá tók við þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Hún entist enn styttra en fyrri stjórnir, aðeins átta mánuði. Sú stjórn sprakk í kjölfar hneykslismála tengdum uppreistar æru kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Björt framtíð sleit samstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar“ og sögðu Bjarni Benediktsson hafa leynt því hvenær hann komst að því að Benedikt Sveinsson, faðir hans, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, jákvæða umsögn. Hér fyrir neðan má sjá þegar Sigríður Andersen greindi frá því í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 að Bjarni hefði vitað af meðmælum Benedikts, föður hans, mun lengur en hann gaf upp. Síðar sama kvöld sprakk stjórnin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5DgtShJsOT4">watch on YouTube</a> Eftir kosningarnar 2017 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna við undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún sat sterk í gegnum Covid-faraldur og í kosningunum 2021 náði hún aftur meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun því að öllum líkindum vera lengur en tíu ár við stjórn, allavega fram að næstu kosningum. Nema stjórnin springi en það virðist ekkert benda til þess. Miðað við nýjustu kannanir og óánægju landsmanna með núverandi ríkisstjórn er ekki líklegt að stjórnarsamstarfið haldi eftir næstu kosningar. Hins vegar er aldrei að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að halda sér í ríkisstjórn með öðrum flokkum og verði kannski einn áratug til viðbótar í ríkisstjórn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tímamót Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent