Ríkisstjórnin hafi hugað að tekjulágu fólki Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 24. maí 2023 23:30 Bjarni Benediktsson segir þær hugmyndir sem hafi komið fram í umræðunni snúa að því að lifa með verðbólguástandinu. Hann segir það ekki vera markmið ríkisstjórnarinnar heldur að slá á verðbólguna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nauðsynlegt að ráðast í rót verðbólgunnar og sýna aukið aðhald í ríkisfjármálum. Hann segir ríkisstjórnina hafa hugað að tekjulágu fólki en telur að það eigi ekki að reyna að lifa með verðbólguástandinu. Umræða um stýrivaxtahækkun Seðlabankastjóra var fyrirferðarmikil á Alþingi í dag þar sem var verið að afgreiða síðustu mál fyrir þinglok. Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnvöld fyrir meint aðgerðarleysi og óskaði þingflokkur Samfylkingarinnar eftir sérstakri umræðu um efnahagsmál. Stjórnarliðar sögðu stjórnvöld aftur á móti ekki huga að neinu öðru nánast en þessum málum. Tilefni til að auka aðhald enn frekar Bjarni Benediktsson sagði í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 að núverandi ástand gæfi ríkisstjórninni tilefni til að auka aðhald enn frekar. Slíkar aðgerðir myndu birtast í breytingum á fjármálaáætlun. Munu birtast einhverjar nýjar aðgerðir í ljósi þessarar stöðu sem nú er upp komin? „Það sem hefur gerst síðan við settum saman fjármálaáætlun, sem er grunnur fyrir fjárlög næsta árs, er að við höfum séð ívið verri verðbólgutölur og meiri vaxtahækkanir,“ sagði Bjarni. „Það gefur okkur tilefni til að spyrja hvort við eigum að auka aðhaldið frekar. Það myndi birtast í breytingum á áætluninni sem færi fram á þinginu og myndi síðan endurspeglast í fjárlögum fyrir næsta ár,“ sagði Bjarni um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þarf að huga að orsökum verðbólgunnar Bjarni sagði að tekjur ríkisins hefðu aukist mjög mikið en þær hugmyndir sem hefðu komið fram í umræðunni sneru fyrst og fremst að því að lifa með verðbólgunni. Hann sagði að það þyrfti að huga að orsökum verðbólgunnar og ráðast í rót vandans. „Bara núna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs kom í ljós að tekjurnar stefna á að vera um 75 milljörðum meiri en við gerðum ráð fyrir um jólin. Ég gæti alveg trúað að nýjasta uppfærsla á þessum tölum myndi sýna að sá tekjuauki er að vaxa þannig tekjurnar eru sannarlega að skila sér,“ sagði Bjarni. „Það sem við heyrum í umræðunni í dag eru kannski fyrst og fremst hugmyndir um viðbrögð við verðbólgunni þar sem er verið að reyna að lifa með ástandinu.“ „Ríkisstjórnin hefur sýnt það í verki að það þarf að huga að tekjulágu fólki. En núna er líka tími og mikilvægur tímapunktur að huga að orsökum verðbólgunnar og ráðast að rót vandans þannig að aukið aðhald í ríkisfjármálum hlýtur að vera eitthvað sem við setjum á oddinn þegar við metum stöðuna í ljósi nýjustu tíðinda,“ sagði Bjarni um viðbrögð við verðbólgunni. Eigi að beita ríkisfjármálum til að ná tökum á ástandinu Kemur til greina að kynna einhverjar aðgerðir áður en þing fer heim níunda júní? „Við munum kynna, til dæmis, breytingar á almannatryggingabótum,“ sagði Bjarni um þær aðgerðir sem yrði ráðist í. „En eins og segi eru flestar hugmyndir sem eru reifaðar hérna á þinginu á útgjaldahliðinni sem dregur úr aðhaldinu en eru að hluta til nauðsynlegar til að veita skjól fyrir viðkvæmustu hópana.“ „En ég er bara að benda á að það á ekki að reyna að lifa með verðbólguástandinu heldur beita ríkisfjármálunum til þess að ná tökum á ástandinu og slá verðbólguna niður,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31 Vilja sérstaka umræðu um efnahagsmál á þingi sem fyrst Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að haldin verði sérstök umræða um efnahagsmál sem fyrst í ljósi enn einnar stýrivaxtahækkunar peningastefnunefndar Seðlabankans. Meginvextir bankans standa nú í 8,75% og verðbólga mældist 9,9% í apríl. 24. maí 2023 15:51 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Sjá meira
Umræða um stýrivaxtahækkun Seðlabankastjóra var fyrirferðarmikil á Alþingi í dag þar sem var verið að afgreiða síðustu mál fyrir þinglok. Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnvöld fyrir meint aðgerðarleysi og óskaði þingflokkur Samfylkingarinnar eftir sérstakri umræðu um efnahagsmál. Stjórnarliðar sögðu stjórnvöld aftur á móti ekki huga að neinu öðru nánast en þessum málum. Tilefni til að auka aðhald enn frekar Bjarni Benediktsson sagði í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 að núverandi ástand gæfi ríkisstjórninni tilefni til að auka aðhald enn frekar. Slíkar aðgerðir myndu birtast í breytingum á fjármálaáætlun. Munu birtast einhverjar nýjar aðgerðir í ljósi þessarar stöðu sem nú er upp komin? „Það sem hefur gerst síðan við settum saman fjármálaáætlun, sem er grunnur fyrir fjárlög næsta árs, er að við höfum séð ívið verri verðbólgutölur og meiri vaxtahækkanir,“ sagði Bjarni. „Það gefur okkur tilefni til að spyrja hvort við eigum að auka aðhaldið frekar. Það myndi birtast í breytingum á áætluninni sem færi fram á þinginu og myndi síðan endurspeglast í fjárlögum fyrir næsta ár,“ sagði Bjarni um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þarf að huga að orsökum verðbólgunnar Bjarni sagði að tekjur ríkisins hefðu aukist mjög mikið en þær hugmyndir sem hefðu komið fram í umræðunni sneru fyrst og fremst að því að lifa með verðbólgunni. Hann sagði að það þyrfti að huga að orsökum verðbólgunnar og ráðast í rót vandans. „Bara núna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs kom í ljós að tekjurnar stefna á að vera um 75 milljörðum meiri en við gerðum ráð fyrir um jólin. Ég gæti alveg trúað að nýjasta uppfærsla á þessum tölum myndi sýna að sá tekjuauki er að vaxa þannig tekjurnar eru sannarlega að skila sér,“ sagði Bjarni. „Það sem við heyrum í umræðunni í dag eru kannski fyrst og fremst hugmyndir um viðbrögð við verðbólgunni þar sem er verið að reyna að lifa með ástandinu.“ „Ríkisstjórnin hefur sýnt það í verki að það þarf að huga að tekjulágu fólki. En núna er líka tími og mikilvægur tímapunktur að huga að orsökum verðbólgunnar og ráðast að rót vandans þannig að aukið aðhald í ríkisfjármálum hlýtur að vera eitthvað sem við setjum á oddinn þegar við metum stöðuna í ljósi nýjustu tíðinda,“ sagði Bjarni um viðbrögð við verðbólgunni. Eigi að beita ríkisfjármálum til að ná tökum á ástandinu Kemur til greina að kynna einhverjar aðgerðir áður en þing fer heim níunda júní? „Við munum kynna, til dæmis, breytingar á almannatryggingabótum,“ sagði Bjarni um þær aðgerðir sem yrði ráðist í. „En eins og segi eru flestar hugmyndir sem eru reifaðar hérna á þinginu á útgjaldahliðinni sem dregur úr aðhaldinu en eru að hluta til nauðsynlegar til að veita skjól fyrir viðkvæmustu hópana.“ „En ég er bara að benda á að það á ekki að reyna að lifa með verðbólguástandinu heldur beita ríkisfjármálunum til þess að ná tökum á ástandinu og slá verðbólguna niður,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31 Vilja sérstaka umræðu um efnahagsmál á þingi sem fyrst Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að haldin verði sérstök umræða um efnahagsmál sem fyrst í ljósi enn einnar stýrivaxtahækkunar peningastefnunefndar Seðlabankans. Meginvextir bankans standa nú í 8,75% og verðbólga mældist 9,9% í apríl. 24. maí 2023 15:51 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Sjá meira
Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31
Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31
Vilja sérstaka umræðu um efnahagsmál á þingi sem fyrst Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að haldin verði sérstök umræða um efnahagsmál sem fyrst í ljósi enn einnar stýrivaxtahækkunar peningastefnunefndar Seðlabankans. Meginvextir bankans standa nú í 8,75% og verðbólga mældist 9,9% í apríl. 24. maí 2023 15:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent