Grátklökkur Iniesta missti samninginn en ætlar ekki að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 10:30 Andres Iniesta hættir að spila með Vissel Kobe á miðju tímabili. AP/Kyodo News Andrés Iniesta hélt áfram að spila fótbolta þegar Barcelona tíminn var á enda og hann ætlar einnig að halda áfram að spila þótt að hann hafi misst samning sinn hjá japanska félaginu Vissel Kobe. Iniesta hélt blaðamannafund þar sem tilkynnt var að hann hafi komist að samkomulagi við félagið um að segja upp samningnum. Tímasetningin er sérstök enda er tímabilið í fullum gangi. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Iniesta er orðinn 39 ára gamall og hefur spilað með japanska félaginu frá 2018. Spænski miðjumaðurinn, sem var lengi í hópi þeirra bestu í heimi og tryggði spænska landsliðinu heimsmeistaratitilinn 2010, var grátklökkur á blaðamannafundinum. „Ég held að við höfum alltaf séð fyrir okkur að ég myndi enda feril minn hér. Það var ósk okkar allra,“ sagði Andrés Iniesta og vísar þá í fjölskyldu sína. Hiroshi Mikitani, eigandi Vissel Kobe, var líka á blaðamannafundinum. Það hefur stefnt í þetta þar sem Iniesta hefur lítið spilað með liðinu á þessu ári. Former Spain international Andres Iniesta will leave Vissel Kobe midway through the current J.League season, the Japanese club said on Thursday. https://t.co/oT2uqZN9UV— Reuters Sports (@ReutersSports) May 25, 2023 Iniesta spilaði 133 leiki fyrir Vissel Kobe og var með 26 mörk og 25 stoðsendingar í þeim. Hann hefur aftur á móti aðeins spilað í samtals 90 mínútur á árinu 2023. Spánverjinn ætlar samt ekki að hætta. Sá spænski hefur verið mikið á bekknum eða utan hóps á tímabilinu og ekki komist í byrjunarliðið í einum leik. Einu leikir hans í deildinni eru þrír leikir þar sem hann kom inn á sem varamaður undir lok leiks. „Ég mun halda áfram að spila. Ég er spenntur og er tilbúinn að halda áfram. Þegar við lokum þessum hluta ferilsins þá verðum við að bíða og sjá hvaða tækifæri bjóðast,“ sagði Iniesta. Hann telur ekki líkur á því að hann endurnýi kynnin við Barcelona þar sem hans félagi á miðjunni í mörg ár, Xavi, ræður nú ríkjum. „Eins og ég hef sagt mörgum sinnum þá myndi ég elska að snúa aftur til Barcelona á einhverjum tímapunkti í mínu lífi en ég held að það sé enn langt í það. Fyrst og fremst þá vonast ég til þess að Xavi verði þjálfarinn í mörg ár því það væru góðar fréttir fyrir fótboltann,“ sagði Iniesta. Iniesta þurfti að þurrka tárin margoft á blaðamannafundinum alveg eins og þegar hann kvaddi Barcelona á sínum tíma. ! Andrés Iniesta will leave Vissel Kobe after 5 years in Japan! pic.twitter.com/UBRLpnSQ8R— Football Tweet (@Football__Tweet) May 25, 2023 Japan Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Iniesta hélt blaðamannafund þar sem tilkynnt var að hann hafi komist að samkomulagi við félagið um að segja upp samningnum. Tímasetningin er sérstök enda er tímabilið í fullum gangi. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Iniesta er orðinn 39 ára gamall og hefur spilað með japanska félaginu frá 2018. Spænski miðjumaðurinn, sem var lengi í hópi þeirra bestu í heimi og tryggði spænska landsliðinu heimsmeistaratitilinn 2010, var grátklökkur á blaðamannafundinum. „Ég held að við höfum alltaf séð fyrir okkur að ég myndi enda feril minn hér. Það var ósk okkar allra,“ sagði Andrés Iniesta og vísar þá í fjölskyldu sína. Hiroshi Mikitani, eigandi Vissel Kobe, var líka á blaðamannafundinum. Það hefur stefnt í þetta þar sem Iniesta hefur lítið spilað með liðinu á þessu ári. Former Spain international Andres Iniesta will leave Vissel Kobe midway through the current J.League season, the Japanese club said on Thursday. https://t.co/oT2uqZN9UV— Reuters Sports (@ReutersSports) May 25, 2023 Iniesta spilaði 133 leiki fyrir Vissel Kobe og var með 26 mörk og 25 stoðsendingar í þeim. Hann hefur aftur á móti aðeins spilað í samtals 90 mínútur á árinu 2023. Spánverjinn ætlar samt ekki að hætta. Sá spænski hefur verið mikið á bekknum eða utan hóps á tímabilinu og ekki komist í byrjunarliðið í einum leik. Einu leikir hans í deildinni eru þrír leikir þar sem hann kom inn á sem varamaður undir lok leiks. „Ég mun halda áfram að spila. Ég er spenntur og er tilbúinn að halda áfram. Þegar við lokum þessum hluta ferilsins þá verðum við að bíða og sjá hvaða tækifæri bjóðast,“ sagði Iniesta. Hann telur ekki líkur á því að hann endurnýi kynnin við Barcelona þar sem hans félagi á miðjunni í mörg ár, Xavi, ræður nú ríkjum. „Eins og ég hef sagt mörgum sinnum þá myndi ég elska að snúa aftur til Barcelona á einhverjum tímapunkti í mínu lífi en ég held að það sé enn langt í það. Fyrst og fremst þá vonast ég til þess að Xavi verði þjálfarinn í mörg ár því það væru góðar fréttir fyrir fótboltann,“ sagði Iniesta. Iniesta þurfti að þurrka tárin margoft á blaðamannafundinum alveg eins og þegar hann kvaddi Barcelona á sínum tíma. ! Andrés Iniesta will leave Vissel Kobe after 5 years in Japan! pic.twitter.com/UBRLpnSQ8R— Football Tweet (@Football__Tweet) May 25, 2023
Japan Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira