Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Árni Gísli Magnússon skrifar 25. maí 2023 21:21 Víkingar eru á miklu skriði í upphafi móts. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru áfram taplausir á toppi Bestu deildar karla eftir 4-0 sigur á KA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Liðið skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og áttu heimamenn engin svör. KA er áfram í 6. sæti með 11 stig eða heilum 16 stigum á eftir Víking og titilbaráttan sem norðanmenn óskuðu sér sennilega fokin út um gluggan snemma. Víkingur komst í forystu strax á fjórðu mínútu leiksins. Kristijan Jajalo átti þá misheppnaða sendingu úr teignum beint í lappirnar á Nikolaj Hansen sem sendi boltann áfram á Birni Snæ sem setti boltann fyrir markið þar sem Matthías Vilhjálmsson var mættur og setti boltann auðveldlega í netið. Ekki draumabyrjun hjá Jajalo sem kom aftur inn í byrjunarliðið í dag. Örfáum mínútum seinna fékk Erlingur Agnarsson laglega stungusendingu og vann kapphlaup við Dusan Brkovic en setti boltann yfir úr ágætis færi. Víkingar voru með öll völd á vellinum og héldu áfram að þrýsta á KA og Logi Tómasson skaut rétt yfir markið úr þriðja færi Víkinga á fyrstu 10 mínútum leiksins. Víkingar héldu áfram að stjórna leiknum og KA komst lítið áleiðis gegn aggressívu liði gestanna. Á 37. mínútu fékk Birnir Snær Ingason boltann mjög ofarlega á vinstri vængnum og keyrði á Ingimar í bakverðinum, fór laglega fram hjá honum, og setti boltann glæsilega í fjærhornið og kom Víkingum í 2-0.Víkingar leiddu því mjög sanngjarnt með tveimur mörkum í hálfleik. Seinni hálfleikur var vart farinn af stað þegar Víkingar komu boltanum í þriðja sinn í netið. Hornspyrna var tekin stutt og Davíð Örn Atlason fékk boltann hægra megin við teiginn og átti fyrirgjöf sem Gunnar Vatnhamar skallaði áfram á Matthías Vilhjálmsson í markteignum sem gerði vel og kom boltanum inn fyrir línuna. Ásgeir Sigurgeirsson var ekki langt frá því að minnka muninn fyrir KA þegar hann setti hælinn skemmtilega í boltann eftir fyrirgjöf en Ingvar í marki Víkinga varði vel. Á 70. mínútu voru Víkingar óheppnir að skora ekki fjórða markið þegar Kristijan Jajalo kom langt út fyrir teig í lausan bolta en var alltof seinn og Birnir Snær skaut sér fram hjá honum en skaut boltanum rétt fram hjá auðu markinu. Á 83. mínútu kom Arnór Borg Guðjohnsen boltanum í netið eftir frábæra skyndisókn en var dæmdur rangstæður. Tveimur mínútum seinna gengu Víkingar endanlega frá leiknum. KA var með flesta sína leikmanni á vallarhelmingi Víkings þegar Sveinn Gísli sparkaði boltanum fram á Daniel Djuric sem skallaði boltann aftur fyrir sig og inn fyrir á Ara Sigurpálsson sem kom á blússandi siglingu og komst einn gegn Jajalo og kláraði vel. Lokatölur 4-0 fyrir Víking. Af hverju vann Víkingur? Víkingar voru miklu betri en KA menn á öllum sviðum fótboltans í dag og refsuðu með marki við nánast hvert tilefni. Gríðarleg breidd Víkinga skiptir líka sköpum. Hverjir stóðu upp úr? Matthías Vilhjálmsson var réttur maður á réttum stað í dag og skoraði tvö mörk. Birnir Snær Ingason skoraði eitt og lagði upp annað og fór oft illa með bakverði KA. Þá ber að nefna Færeyinginn Gunnar Vatnhamar sem lætur vel til sín taka og passar mjög vel inn í lið Víkings. Hvað gekk illa? Það gekk einfaldlega allt illa hjá KA í dag. Hvað gerist næst? KA og Fram mætast á Greifavellinum á Akureyri mánudaginn 29. maí, annan í hvítasunnu, kl. 16:00.Sama dag mætast Víkingur og Valur í Víkinni kl. 19:15. Matthías: Hungur í leikmannahópnum Matthías Vilhjálmsson gekk til liðs við Víkinga í vetur.Vísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, skoraði tvö kærkomin mörk í 4-0 útisigri gegn KA í dag var glaður í bragði eftir leik. „Alltaf erfitt að spila á móti KA en við skorum snemma og spilum frábæran fótbolta í dag þannig ég er bara mjög sáttur við það.” Mikil breidd er hjá Víkingum en meðal manna sem kom inn af bekknum í dag eru Arnór Borg Guðjohnsen, Helgi Guðjónsso, Daniel Dejan Djuric og Ari Sigurpálsson. „Þetta er geggjaður hópur, eiginlega einstakur, það er bara heiður fyrir gamlan mann eins og mig að fá að spila með þessum gæjum og það er bara geggjað gaman. Gott að skora líka, maður var með tapsjúkdóm í vetur, maður er búinn að losna við markasjúkdóminn líka þannig það er flott að komast á blað líka.” Markasjúkdómur segir Matthías, er það eftirsóknarverður súkdómur? „Nei ég segi það nú ekki, þetta er svona innanbúðargrín, þannig það er bara mjög gaman og gott að komast á blað og vonandi kemur meira í næstu leikjum.” Víkingar, sem hafa ekki tapað í tæp tvö ár í bikarkeppninni, koma aftur norður í byrjun júní þar sem þeir mæta Lengjudeildarliði Þórs. „Bara mjög gaman, það verður verðugt verkefni en við eigum fyrst tvo deildarleiki á móti Val og Blikum, það verður mjög erfitt líka, þannig við verðum bara að fókusera á það áður en við hugsum um Þórsleikinn en það er alltaf gott að koma norður.” Víkingur hefur ekki enn tapað leik í deildinni og segir Matthías að hungrið sé til staðar. „Ég held að það sé bara hungur í leikmannahópnum. Þegar við erum búnir að fá þefinn af þessum sigrum langar mönnum bara að fá meira og það er bara þriðjungur af mótinu búinn og við þurfum að halda áfram til þess að ná okkar markmiðum og við ætlum að halda áfram að gera það.” Hallgrímur: Þurfum að fara líta í spegilinn Hallgrímur Jónasson er þjálfari KAVísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var skiljanlega ekki kátur með spilamennsku liðsins eftir 4-0 tap gegn Víkingi á heimavelli. KA hefur nú tapað síðustu þremur leikjum sínum með markatölunni 10-0 gegn Val, Breiðablik og Víkingi. „Við töpuðum bara leiknum mjög sanngjarnt. Því miður þá gefum við aftur mark, við byrjum leikinn mjög vel – vorum flottir og pressuðum á þá, en svo fá þeir bara gefins mark frá okkur og það er erfitt en það þýðir ekki að þú eigir að tapa 4-0. Við spilum ekki nógu vel, við erum ekki að vinna nógu vel saman og við þurfum bara að gera betur.” Annan leikinn í röð eru markmannsmistök að kosta KA mark. Steinþór Mar Auðunsson gaf mark í síðasta leik og í dag var það Kristijan Jajalo sem stóð í markinu og gerði sig sekan um slæm mistök í fyrsta markinu.„Þetta er bara dýrt og núna búnir að spila við öll toppliðin í röð og tapa fyrir þeim og nú er það bara undir okkur komið að muna það að við erum góðir í fótbolta þó við höfum tapað leikjum því það versta sem gerist núna er ef við höfum ekki trú á okkur eða enn þá verra að fara benda á félagann. Nú þurfum við að fara líta spegilinn og vinna saman og gera betur. Nú koma rosalega mikilvægir leikir framundan og þetta er ekki flókið mál, það erum bara við sem getum breytt þessu.” KA á heimaleik strax aftur á mánudag þegar Fram kemur í heimsókn. „Það er fínt að fá heimaleik, við fáum núna nokkra og þar þurfum við bara að fá alvöru frammistöður. Framararnir eru flottir og það verður hörku leikur sem við spilum við þá og þá ætlum við bara að vera mættir með frábært hugarfar og klárir í að fá þrjú stig.” Besta deild karla KA Víkingur Reykjavík
Víkingar eru áfram taplausir á toppi Bestu deildar karla eftir 4-0 sigur á KA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Liðið skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og áttu heimamenn engin svör. KA er áfram í 6. sæti með 11 stig eða heilum 16 stigum á eftir Víking og titilbaráttan sem norðanmenn óskuðu sér sennilega fokin út um gluggan snemma. Víkingur komst í forystu strax á fjórðu mínútu leiksins. Kristijan Jajalo átti þá misheppnaða sendingu úr teignum beint í lappirnar á Nikolaj Hansen sem sendi boltann áfram á Birni Snæ sem setti boltann fyrir markið þar sem Matthías Vilhjálmsson var mættur og setti boltann auðveldlega í netið. Ekki draumabyrjun hjá Jajalo sem kom aftur inn í byrjunarliðið í dag. Örfáum mínútum seinna fékk Erlingur Agnarsson laglega stungusendingu og vann kapphlaup við Dusan Brkovic en setti boltann yfir úr ágætis færi. Víkingar voru með öll völd á vellinum og héldu áfram að þrýsta á KA og Logi Tómasson skaut rétt yfir markið úr þriðja færi Víkinga á fyrstu 10 mínútum leiksins. Víkingar héldu áfram að stjórna leiknum og KA komst lítið áleiðis gegn aggressívu liði gestanna. Á 37. mínútu fékk Birnir Snær Ingason boltann mjög ofarlega á vinstri vængnum og keyrði á Ingimar í bakverðinum, fór laglega fram hjá honum, og setti boltann glæsilega í fjærhornið og kom Víkingum í 2-0.Víkingar leiddu því mjög sanngjarnt með tveimur mörkum í hálfleik. Seinni hálfleikur var vart farinn af stað þegar Víkingar komu boltanum í þriðja sinn í netið. Hornspyrna var tekin stutt og Davíð Örn Atlason fékk boltann hægra megin við teiginn og átti fyrirgjöf sem Gunnar Vatnhamar skallaði áfram á Matthías Vilhjálmsson í markteignum sem gerði vel og kom boltanum inn fyrir línuna. Ásgeir Sigurgeirsson var ekki langt frá því að minnka muninn fyrir KA þegar hann setti hælinn skemmtilega í boltann eftir fyrirgjöf en Ingvar í marki Víkinga varði vel. Á 70. mínútu voru Víkingar óheppnir að skora ekki fjórða markið þegar Kristijan Jajalo kom langt út fyrir teig í lausan bolta en var alltof seinn og Birnir Snær skaut sér fram hjá honum en skaut boltanum rétt fram hjá auðu markinu. Á 83. mínútu kom Arnór Borg Guðjohnsen boltanum í netið eftir frábæra skyndisókn en var dæmdur rangstæður. Tveimur mínútum seinna gengu Víkingar endanlega frá leiknum. KA var með flesta sína leikmanni á vallarhelmingi Víkings þegar Sveinn Gísli sparkaði boltanum fram á Daniel Djuric sem skallaði boltann aftur fyrir sig og inn fyrir á Ara Sigurpálsson sem kom á blússandi siglingu og komst einn gegn Jajalo og kláraði vel. Lokatölur 4-0 fyrir Víking. Af hverju vann Víkingur? Víkingar voru miklu betri en KA menn á öllum sviðum fótboltans í dag og refsuðu með marki við nánast hvert tilefni. Gríðarleg breidd Víkinga skiptir líka sköpum. Hverjir stóðu upp úr? Matthías Vilhjálmsson var réttur maður á réttum stað í dag og skoraði tvö mörk. Birnir Snær Ingason skoraði eitt og lagði upp annað og fór oft illa með bakverði KA. Þá ber að nefna Færeyinginn Gunnar Vatnhamar sem lætur vel til sín taka og passar mjög vel inn í lið Víkings. Hvað gekk illa? Það gekk einfaldlega allt illa hjá KA í dag. Hvað gerist næst? KA og Fram mætast á Greifavellinum á Akureyri mánudaginn 29. maí, annan í hvítasunnu, kl. 16:00.Sama dag mætast Víkingur og Valur í Víkinni kl. 19:15. Matthías: Hungur í leikmannahópnum Matthías Vilhjálmsson gekk til liðs við Víkinga í vetur.Vísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, skoraði tvö kærkomin mörk í 4-0 útisigri gegn KA í dag var glaður í bragði eftir leik. „Alltaf erfitt að spila á móti KA en við skorum snemma og spilum frábæran fótbolta í dag þannig ég er bara mjög sáttur við það.” Mikil breidd er hjá Víkingum en meðal manna sem kom inn af bekknum í dag eru Arnór Borg Guðjohnsen, Helgi Guðjónsso, Daniel Dejan Djuric og Ari Sigurpálsson. „Þetta er geggjaður hópur, eiginlega einstakur, það er bara heiður fyrir gamlan mann eins og mig að fá að spila með þessum gæjum og það er bara geggjað gaman. Gott að skora líka, maður var með tapsjúkdóm í vetur, maður er búinn að losna við markasjúkdóminn líka þannig það er flott að komast á blað líka.” Markasjúkdómur segir Matthías, er það eftirsóknarverður súkdómur? „Nei ég segi það nú ekki, þetta er svona innanbúðargrín, þannig það er bara mjög gaman og gott að komast á blað og vonandi kemur meira í næstu leikjum.” Víkingar, sem hafa ekki tapað í tæp tvö ár í bikarkeppninni, koma aftur norður í byrjun júní þar sem þeir mæta Lengjudeildarliði Þórs. „Bara mjög gaman, það verður verðugt verkefni en við eigum fyrst tvo deildarleiki á móti Val og Blikum, það verður mjög erfitt líka, þannig við verðum bara að fókusera á það áður en við hugsum um Þórsleikinn en það er alltaf gott að koma norður.” Víkingur hefur ekki enn tapað leik í deildinni og segir Matthías að hungrið sé til staðar. „Ég held að það sé bara hungur í leikmannahópnum. Þegar við erum búnir að fá þefinn af þessum sigrum langar mönnum bara að fá meira og það er bara þriðjungur af mótinu búinn og við þurfum að halda áfram til þess að ná okkar markmiðum og við ætlum að halda áfram að gera það.” Hallgrímur: Þurfum að fara líta í spegilinn Hallgrímur Jónasson er þjálfari KAVísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var skiljanlega ekki kátur með spilamennsku liðsins eftir 4-0 tap gegn Víkingi á heimavelli. KA hefur nú tapað síðustu þremur leikjum sínum með markatölunni 10-0 gegn Val, Breiðablik og Víkingi. „Við töpuðum bara leiknum mjög sanngjarnt. Því miður þá gefum við aftur mark, við byrjum leikinn mjög vel – vorum flottir og pressuðum á þá, en svo fá þeir bara gefins mark frá okkur og það er erfitt en það þýðir ekki að þú eigir að tapa 4-0. Við spilum ekki nógu vel, við erum ekki að vinna nógu vel saman og við þurfum bara að gera betur.” Annan leikinn í röð eru markmannsmistök að kosta KA mark. Steinþór Mar Auðunsson gaf mark í síðasta leik og í dag var það Kristijan Jajalo sem stóð í markinu og gerði sig sekan um slæm mistök í fyrsta markinu.„Þetta er bara dýrt og núna búnir að spila við öll toppliðin í röð og tapa fyrir þeim og nú er það bara undir okkur komið að muna það að við erum góðir í fótbolta þó við höfum tapað leikjum því það versta sem gerist núna er ef við höfum ekki trú á okkur eða enn þá verra að fara benda á félagann. Nú þurfum við að fara líta spegilinn og vinna saman og gera betur. Nú koma rosalega mikilvægir leikir framundan og þetta er ekki flókið mál, það erum bara við sem getum breytt þessu.” KA á heimaleik strax aftur á mánudag þegar Fram kemur í heimsókn. „Það er fínt að fá heimaleik, við fáum núna nokkra og þar þurfum við bara að fá alvöru frammistöður. Framararnir eru flottir og það verður hörku leikur sem við spilum við þá og þá ætlum við bara að vera mættir með frábært hugarfar og klárir í að fá þrjú stig.”
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti