Íslenskir neytendur geti ekki leitað til íslenskra dómstóla Máni Snær Þorláksson skrifar 25. maí 2023 21:55 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir dóminn vera gífurleg vonbrigði. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir sýknun Íslandsbanka í máli sem karlmaður höfðaði með aðkomu samtakanna gegn Íslandsbanka vera gífurleg vonbrigði. Dómnum verði áfrýjað til Landsréttar en hann bindur annars vonir við að Evrópskir dómstólar taki upp hanskann fyrir neytendur. Íslandsbanki var í dag sýknaður af tæplega sex milljóna kröfu sem karlmaður höfðaði gegn bankanum. Karlmaðurinn hafði tekið tuttugu og fimm milljón króna fasteignalán hjá Glitni, sem varð svo að Íslandsbanka, árið 2007. Í skuldabréfinu var að finna skilmála sem sögðu að vextirnir væru fastir í fimm prósentum og að ekki mætti breyta því fyrr en að liðnum fimm árum og svo á fimm ára fresti. Árið 2017 féll dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að sambærilegur skilmáli bryti í bága við lög um neytendalán. Mótmælti tillögum bankans Í kjölfar dómsins sendi Íslandsbanki bréf á viðskiptavini sína þar sem þeim, þar með talið manninum sem um ræðir, var boðið að uppfæra skilmála lána sinna. Með uppfærslunni myndu vextir fylgja breytingum á markaðskjörum en ef engin breyting ætti sér stað yrði miðað við að vextirnir væru áfram fastir. Karlmaðurinn mótmælti þessum tillögum Íslandsbanka og lýsti því yfir í bréfi til bankans að það gæti ekki staðist að upphaflegir vextir myndu standa út lánstímann. Íslandsbanki hafnaði þessu og ákvað maðurinn að höfða umrætt mál. Sem fyrr segir var Íslandsbanki sýknaður í málinu. Var það mat Héraðsdóms Reykjaness að hvorki ákvæði samningalaga né lög um neytendalán girði fyrir að Íslandsbanki beri fyrir sig ákvæðið í skuldabréfinu sem deilt var um. Íslandsbanka hafi því ekki verið óheimilt að krefja stefnanda um vexti af skuldinni eins og gert var. Maðurinn ætti því ekki endurkröfurétt á hendur bankans. Gífurleg vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, furðar sig á niðurstöðu dómsins. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Það er greinilegt að íslenskir neytendur geta ekki leitað til íslenskra dómstóla með réttindi sín miðað við þetta. Þarna er að okkar mati verið að hunsa dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og hafa að engu réttindi neytenda.“ Að mati Breka er ljóst að það sé ekki ferð til fjár fyrir íslenska neytendur að leita til íslenskra dómstóla. „Við teljum þetta vera algjörlega rangan dóm.“ Vonast eftir réttlæti að utan Breki segir dóminn ekki vera í samræmi við dómaframkvæmd Evrópskra dómstóla og því hafi verið ákveðið að áfrýja honum til Landsréttar. Ef niðurstaðan verður þessi að lokum segir Breki að miðað við það sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA-dómstólsins, segir þá sé annað hvort dómurinn rangur eða innleiðing á evrópsku reglugerðinni röng. „Hvort tveggja er jafn alvarlegt í rauninni.“ Breki virðist þó ekki binda miklar vonir við að réttlætið komi frá íslenskum dómstólum, þeir taki greinilega ekki íslenska neytendur í forgang. „Eina von okkar er að EFTA-dómstóllinn leiðrétti þennan dóm og dæmi neytendum í hag,“ segir hann. „Við vonumst til þess að réttlætið komi að utan, það er bara þannig.“ Íslandsbanki Dómstólar Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Íslandsbanki var í dag sýknaður af tæplega sex milljóna kröfu sem karlmaður höfðaði gegn bankanum. Karlmaðurinn hafði tekið tuttugu og fimm milljón króna fasteignalán hjá Glitni, sem varð svo að Íslandsbanka, árið 2007. Í skuldabréfinu var að finna skilmála sem sögðu að vextirnir væru fastir í fimm prósentum og að ekki mætti breyta því fyrr en að liðnum fimm árum og svo á fimm ára fresti. Árið 2017 féll dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að sambærilegur skilmáli bryti í bága við lög um neytendalán. Mótmælti tillögum bankans Í kjölfar dómsins sendi Íslandsbanki bréf á viðskiptavini sína þar sem þeim, þar með talið manninum sem um ræðir, var boðið að uppfæra skilmála lána sinna. Með uppfærslunni myndu vextir fylgja breytingum á markaðskjörum en ef engin breyting ætti sér stað yrði miðað við að vextirnir væru áfram fastir. Karlmaðurinn mótmælti þessum tillögum Íslandsbanka og lýsti því yfir í bréfi til bankans að það gæti ekki staðist að upphaflegir vextir myndu standa út lánstímann. Íslandsbanki hafnaði þessu og ákvað maðurinn að höfða umrætt mál. Sem fyrr segir var Íslandsbanki sýknaður í málinu. Var það mat Héraðsdóms Reykjaness að hvorki ákvæði samningalaga né lög um neytendalán girði fyrir að Íslandsbanki beri fyrir sig ákvæðið í skuldabréfinu sem deilt var um. Íslandsbanka hafi því ekki verið óheimilt að krefja stefnanda um vexti af skuldinni eins og gert var. Maðurinn ætti því ekki endurkröfurétt á hendur bankans. Gífurleg vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, furðar sig á niðurstöðu dómsins. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Það er greinilegt að íslenskir neytendur geta ekki leitað til íslenskra dómstóla með réttindi sín miðað við þetta. Þarna er að okkar mati verið að hunsa dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og hafa að engu réttindi neytenda.“ Að mati Breka er ljóst að það sé ekki ferð til fjár fyrir íslenska neytendur að leita til íslenskra dómstóla. „Við teljum þetta vera algjörlega rangan dóm.“ Vonast eftir réttlæti að utan Breki segir dóminn ekki vera í samræmi við dómaframkvæmd Evrópskra dómstóla og því hafi verið ákveðið að áfrýja honum til Landsréttar. Ef niðurstaðan verður þessi að lokum segir Breki að miðað við það sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA-dómstólsins, segir þá sé annað hvort dómurinn rangur eða innleiðing á evrópsku reglugerðinni röng. „Hvort tveggja er jafn alvarlegt í rauninni.“ Breki virðist þó ekki binda miklar vonir við að réttlætið komi frá íslenskum dómstólum, þeir taki greinilega ekki íslenska neytendur í forgang. „Eina von okkar er að EFTA-dómstóllinn leiðrétti þennan dóm og dæmi neytendum í hag,“ segir hann. „Við vonumst til þess að réttlætið komi að utan, það er bara þannig.“
Íslandsbanki Dómstólar Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira