Óttast allsherjarverkfall: „Þau vilja ekkert tala um þetta“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2023 13:08 Starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum víða á landsbyggðinni leggur niður störf á morgun. Trúnaðarmaður óttast allsherjarverkfall í sumar. Vísir/Tryggvi Sundlaugum og íþróttahúsum á landsbyggðinni verður lokað um helgina vegna verkfalls BSRB og leikskólum skellt aftur í lás eftir helgi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir alvarlega stöðu að teiknast upp og sýnir ósætti félagsmanna skilning. Trúnaðarmaður telur stefna í ótímabundið verkfall miðað við skilningsleysi viðsemjanda. Áframhaldandi stígandi er í verkfallsaðgerðum BSRB og á morgun leggur starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni niður störf. Víða verður því lokað í sundlaugum fram yfir helgi. Meðal annars á Akureyri og segir Brynja Rún Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna sundlauga í bænum, að fólk sé dapurt yfir því að þurfa að taka slaginn. Starfsfólki mismunað „Það er verið að mismuna starfsfólki sem er að vinna saman. Við erum búin að sjá nú þegar að starfsfólk í sundlaugum, sem er að vinna hlið við hlið, í sama starfi er með mismunandi laun,“ segir Brynja. BSRB hefur krafist afturvirkni frá síðustu áramótum, eða að félagsmenn fái eingreiðslu, til að tryggja sambærilegar launahækkanir og félagsmenn annarra stéttarfélaga hafa fengið. Samninganefnd Sambands íslensksra sveitarfélaga hefur ekki fallist á það og Brynju sárnar skilningsleysið á stöðunni. „Líka bara hjá sveitarfélaginu og fólki í bæjarráðinu. Þau vilja ekkert tala um þetta og skjóta niður umræðuna og segja að þetta tengist þeim ekkert.“ Brynja reiknar ekki með öðru en allsherjarverkfalli, sem hefst að óbreyttu 5. júní. „Við erum að fara í verkfall á morgun og það eru engar umræður um að það verði samið.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir engan fund hafa verið boðaðan. Enn er langt á milli aðila.Vísir/Arnar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í samtali við fréttastofu að enn sé langt á milli aðila. Óformleg samtöl eiga sér stað en ekki hefur verið boðað til fundar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara verður það gert um leið og ástæða er talin til. Fjöldi foreldra var heima með leikskólabörn í síðustu viku þar sem leikskólar voru víða lokaðir og verkfallsaðgerðum þar verður haldið áfram á þriðjudag. Meðal annnars í Mosfellsbæ og segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, stöðuna alvarlega. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við höfum í raun og veru miklar áhyggjur af því við vitum að þetta kemur sér mjög illa fyrir foreldra og börn. Hér þurfum við sem sagt að loka þremur leikskólum og svo er skert þjónusta á fimm öðrum leikskólum í næstu viku.“ Regína vonar að lausn finnist í deilunni sem allra fyrst. Geturðu tekið undir kröfur BSRB að einhverju leyti? „Ég skil mjög vel að það þurfi að launa vel þessi störf. Þarna er um að ræða lægst launaða hópinn hjá okkur. En ég treysti líka samninganefndinni sem er að vinna þetta fyrir sveitarfélögin og verð eiginlega að vísa á þau í þessu samhengi,“ segir Regína. Vinnumarkaður Mosfellsbær Akureyri Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Áframhaldandi stígandi er í verkfallsaðgerðum BSRB og á morgun leggur starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni niður störf. Víða verður því lokað í sundlaugum fram yfir helgi. Meðal annars á Akureyri og segir Brynja Rún Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna sundlauga í bænum, að fólk sé dapurt yfir því að þurfa að taka slaginn. Starfsfólki mismunað „Það er verið að mismuna starfsfólki sem er að vinna saman. Við erum búin að sjá nú þegar að starfsfólk í sundlaugum, sem er að vinna hlið við hlið, í sama starfi er með mismunandi laun,“ segir Brynja. BSRB hefur krafist afturvirkni frá síðustu áramótum, eða að félagsmenn fái eingreiðslu, til að tryggja sambærilegar launahækkanir og félagsmenn annarra stéttarfélaga hafa fengið. Samninganefnd Sambands íslensksra sveitarfélaga hefur ekki fallist á það og Brynju sárnar skilningsleysið á stöðunni. „Líka bara hjá sveitarfélaginu og fólki í bæjarráðinu. Þau vilja ekkert tala um þetta og skjóta niður umræðuna og segja að þetta tengist þeim ekkert.“ Brynja reiknar ekki með öðru en allsherjarverkfalli, sem hefst að óbreyttu 5. júní. „Við erum að fara í verkfall á morgun og það eru engar umræður um að það verði samið.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir engan fund hafa verið boðaðan. Enn er langt á milli aðila.Vísir/Arnar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í samtali við fréttastofu að enn sé langt á milli aðila. Óformleg samtöl eiga sér stað en ekki hefur verið boðað til fundar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara verður það gert um leið og ástæða er talin til. Fjöldi foreldra var heima með leikskólabörn í síðustu viku þar sem leikskólar voru víða lokaðir og verkfallsaðgerðum þar verður haldið áfram á þriðjudag. Meðal annnars í Mosfellsbæ og segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, stöðuna alvarlega. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við höfum í raun og veru miklar áhyggjur af því við vitum að þetta kemur sér mjög illa fyrir foreldra og börn. Hér þurfum við sem sagt að loka þremur leikskólum og svo er skert þjónusta á fimm öðrum leikskólum í næstu viku.“ Regína vonar að lausn finnist í deilunni sem allra fyrst. Geturðu tekið undir kröfur BSRB að einhverju leyti? „Ég skil mjög vel að það þurfi að launa vel þessi störf. Þarna er um að ræða lægst launaða hópinn hjá okkur. En ég treysti líka samninganefndinni sem er að vinna þetta fyrir sveitarfélögin og verð eiginlega að vísa á þau í þessu samhengi,“ segir Regína.
Vinnumarkaður Mosfellsbær Akureyri Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira