Illviðri yfir fyrstu ferðahelgina: „Bílar gætu jafnvel fokið“ Árni Sæberg og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 26. maí 2023 19:59 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur spáir vondu veðri yfir hvítasunnuhelgina. Stöð 2 Lítið sem ekkert ferðaveður verður yfir hvítasunnuhelgina, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi ársins. Veðurfræðingur segir bálhvasst verða í nótt og í fyrramálið en að bjart og fallegt verði yfir laugardaginn á vestanverðu landinu. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland, Austurland, Suðausturland og miðhálendið. Viðvaranirnar taka flestar gildi í fyrramálið og gilda til klukkan þrjú. Einhverjar taka þó gildi í kvöld. „Það verður leiðindaveður í nótt og í fyrramálið, nánast um allt land, þræsingur og kalt og rigning víðast hvar. Slydda sums staðar fyrir norðan. Svo verður bálhvasst á Austurlandi fram eftir degi á morgun, það verður svo hvasst að bílar gætu jafnvel fokið,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að veðrið muni þó ganga niður vestanlands í fyrramálið og að morgundagurinn líti nokkuð vel út þar. „Það verður líklega bjart. Að vísu næðingur og svalt en fallegt veður hugsa ég. Og það verður, held ég, besti dagur helgarinnar hér um vestanvert landið. Versnar aftur á sunnudag Haraldur segir að veður muni aftur versna á vestan- og suðvestanverðu landinu á sunnudag. „Þá bara gengur hann í sunnanátt aftur. Það fer að rigna á Suður- og Vesturlandi og það verður blautt bæði á sunnudag og mánudag. Hins vegar segir hann að veður verði sennilega með betra móti á Austur- og Norðausturlandi á mánudag og fram eftir næstu viku. „Það gætu komið mjög góðir dagar á Austur- og Norðausturlandi og í sjálfu sér ekkert svo slæmt vestanlands,“ segir Haraldur að lokum. Veður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland, Austurland, Suðausturland og miðhálendið. Viðvaranirnar taka flestar gildi í fyrramálið og gilda til klukkan þrjú. Einhverjar taka þó gildi í kvöld. „Það verður leiðindaveður í nótt og í fyrramálið, nánast um allt land, þræsingur og kalt og rigning víðast hvar. Slydda sums staðar fyrir norðan. Svo verður bálhvasst á Austurlandi fram eftir degi á morgun, það verður svo hvasst að bílar gætu jafnvel fokið,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að veðrið muni þó ganga niður vestanlands í fyrramálið og að morgundagurinn líti nokkuð vel út þar. „Það verður líklega bjart. Að vísu næðingur og svalt en fallegt veður hugsa ég. Og það verður, held ég, besti dagur helgarinnar hér um vestanvert landið. Versnar aftur á sunnudag Haraldur segir að veður muni aftur versna á vestan- og suðvestanverðu landinu á sunnudag. „Þá bara gengur hann í sunnanátt aftur. Það fer að rigna á Suður- og Vesturlandi og það verður blautt bæði á sunnudag og mánudag. Hins vegar segir hann að veður verði sennilega með betra móti á Austur- og Norðausturlandi á mánudag og fram eftir næstu viku. „Það gætu komið mjög góðir dagar á Austur- og Norðausturlandi og í sjálfu sér ekkert svo slæmt vestanlands,“ segir Haraldur að lokum.
Veður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Sjá meira