Aron var í byrjunarliði Horsens og lék rúman klukkutíma fyrir liðið, en nafni hans hjá OB hóf leik á bekknum og kom inn á þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.
Gestirnir í Horsens tóku forystuna snemma í síðari hálfleik, en tvö mörk frá Emmanuel Sabbi á stuttum tíma sáu til þess að heimamenn í OB tóku stigin þrjú.
OB situr í næst efsta sæti neðri hluta dönsku deildarinnar með 46 stig eftir 31 leik, en Horsens situr hins vegar í fallsæti með 27 stig.