Þorsteinn Víglundsson á villigötum Stefán Ólafsson skrifar 27. maí 2023 14:00 Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. Raunar er ekkert nýtt í þessu hjá Þorsteini, hann hefur áður tuggið upp þennan áróður atvinnurekenda, sem bæði Seðlabankinn og talsmenn ríkisstjórnarinnar virðast nú illu heilli hafa tekið undir. En hverjar eru staðreyndirnar? Ef of mikil kaupmáttaraukning launa hefði verið í hagkerfinu á þessum tíma sem verðbólgan hefur verið að blossa upp þá hefði það átt að koma fram í því að hlutur launafólks af verðmætasköpuninni í landinu hefði aukist og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda hefði þá átt að vera að lækka. En þróunin hefur verið algerlega á hinn veginn. Í aðdraganda þess að verðbólgan fór á skrið (2018-2020) og svo alveg til dagsins í dag hefur hlutur launafólks af verðmætasköpuninni verið að minnka umtalsvert og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda að aukast. Það segir okkur að verðbólgan er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, þ.e. á skyggða svæðinu. Brotalínan sýnir verðbólguna. Hlutur launafólks var kominn úr 64% 2018 niður í 59% af verðmætasköpuninni í fyrra og fer væntanlega niður í 57% á yfirstandandi ári. Langtímameðaltal á hlut launafólks er 62% (1973 til 2022). Staða launafólks í heild er því orðin óviðunandi. Hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda jókst á sama tíma úr 36% upp í um 43% á þessu ári og búa fyrirtækin nú við methagnað. Það er beint samband milli aukins hlutar fyrirtækja af þjóðarkökunni og aukinnar verðbólgu. Láglaunafólk fékk mestu kaupmáttaraukninguna út úr Lífskjarssamningnum 2019-2022 vegna hinna flötu krónutöluhækkana sem þar var beitt, en aukning heildar launakostnaðar fyrirtækja varð samt hófleg, því hlutfallsleg hækkun meðal og hærri launa var lægri en hjá láglaunafólki. Raunar var launahækkunin þó almennt of lítil miðað við góðan gang í verðmætasköpuninni. Það sýnir myndin á skýran hátt. Þó Seðlabankinn birti tölur um að laun hafi hækkað hlutfallslega meira hér en í grannríkjunum þá er það eðlilegt, vegna þess að verðmætasköpunin hefur verið meiri hér og verðlag hærra. Ef áfram verður hlustað á áróður atvinnurekenda og hagfræðinganna í Seðlabankanum þá mun hlutur launafólks af verðmætasköpuninni minnka enn frekar. Verkalýðshreyfingin þarf því að halda sínu striki frá Lífskjarasamningnum. Niðurstaðan er augljós. Verðbólgan nú er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Það eru því stjórnendur fyrirtækja sem eru sökudólgarnir en ekki verkalýðshreyfingin! Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. Raunar er ekkert nýtt í þessu hjá Þorsteini, hann hefur áður tuggið upp þennan áróður atvinnurekenda, sem bæði Seðlabankinn og talsmenn ríkisstjórnarinnar virðast nú illu heilli hafa tekið undir. En hverjar eru staðreyndirnar? Ef of mikil kaupmáttaraukning launa hefði verið í hagkerfinu á þessum tíma sem verðbólgan hefur verið að blossa upp þá hefði það átt að koma fram í því að hlutur launafólks af verðmætasköpuninni í landinu hefði aukist og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda hefði þá átt að vera að lækka. En þróunin hefur verið algerlega á hinn veginn. Í aðdraganda þess að verðbólgan fór á skrið (2018-2020) og svo alveg til dagsins í dag hefur hlutur launafólks af verðmætasköpuninni verið að minnka umtalsvert og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda að aukast. Það segir okkur að verðbólgan er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, þ.e. á skyggða svæðinu. Brotalínan sýnir verðbólguna. Hlutur launafólks var kominn úr 64% 2018 niður í 59% af verðmætasköpuninni í fyrra og fer væntanlega niður í 57% á yfirstandandi ári. Langtímameðaltal á hlut launafólks er 62% (1973 til 2022). Staða launafólks í heild er því orðin óviðunandi. Hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda jókst á sama tíma úr 36% upp í um 43% á þessu ári og búa fyrirtækin nú við methagnað. Það er beint samband milli aukins hlutar fyrirtækja af þjóðarkökunni og aukinnar verðbólgu. Láglaunafólk fékk mestu kaupmáttaraukninguna út úr Lífskjarssamningnum 2019-2022 vegna hinna flötu krónutöluhækkana sem þar var beitt, en aukning heildar launakostnaðar fyrirtækja varð samt hófleg, því hlutfallsleg hækkun meðal og hærri launa var lægri en hjá láglaunafólki. Raunar var launahækkunin þó almennt of lítil miðað við góðan gang í verðmætasköpuninni. Það sýnir myndin á skýran hátt. Þó Seðlabankinn birti tölur um að laun hafi hækkað hlutfallslega meira hér en í grannríkjunum þá er það eðlilegt, vegna þess að verðmætasköpunin hefur verið meiri hér og verðlag hærra. Ef áfram verður hlustað á áróður atvinnurekenda og hagfræðinganna í Seðlabankanum þá mun hlutur launafólks af verðmætasköpuninni minnka enn frekar. Verkalýðshreyfingin þarf því að halda sínu striki frá Lífskjarasamningnum. Niðurstaðan er augljós. Verðbólgan nú er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Það eru því stjórnendur fyrirtækja sem eru sökudólgarnir en ekki verkalýðshreyfingin! Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun