Bayern München hrifsaði titilinn úr höndum Dortmund Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 15:34 Jamal Musiala skoraði sigurmark Bayern. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayern München er þýskur meistari í knattspyrnu ellefta árið í röð eftir dramatískan 2-1 útisigur gegn Köln í lokaumferð deildarinnar í dag. Dortmund þurfti sigur gegn Mainz til að halda toppsætinu og tryggja sér titilinn, en liðið þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli og misstu þar með titilinn frá sér. Spennustig heimamanna í Borussia Dortmund var greinilega nokkuð hátt er liðið mætti til leiks gegn Mainz og gestirnir tóku forystuna strax á 15. mínútu með marki frá Andreas Hanche-Olsen. Sebastien Haller fékk hins vegar gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Dortmund af vítapunktinum stuttu síðar. Hollendingurinn lét þó verja frá sér og til að nudda salti í sárinn skoruðu gestirnir annað mark sitt fimm mínútum síðar og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn þegar Raphaël Guerreiro kom boltanum í netið á 69. mínútu áður en Niklas Süle jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma. Dortmund náði hins vegar ekki að pota inn sigurmarkinu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, sem þýddi að Dortmund þurfti að treysta á að Köln tæki stig af Bayern München til að titillinn væri þeirra. 😫😔😣 pic.twitter.com/I62zzuI9fk— Borussia Dortmund (@BVB) May 27, 2023 Í leik Köln og Bayern var það Kingsley Coman sem kom gestunum í Bayern yfir strax á áttundu mínútu leiksins og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Dejan Ljubicic jafnaði þó metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka og stuðningsmenn Dortmund fögnuðu ekki minna en stuðningsmenn heimamanna. Leikmenn Bayern eru þó með svarta beltið í því að vinna titla og Jamal Musiala tryggði liðinu sigur með marki á 89. mínútu og um leið þýska meistaratitilinn. 🏆 🏆 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 #MiaSanMeister #FCBayern #MiaSanMia— FC Bayern München (@FCBayern) May 27, 2023 Úrslit dagsins Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
Spennustig heimamanna í Borussia Dortmund var greinilega nokkuð hátt er liðið mætti til leiks gegn Mainz og gestirnir tóku forystuna strax á 15. mínútu með marki frá Andreas Hanche-Olsen. Sebastien Haller fékk hins vegar gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Dortmund af vítapunktinum stuttu síðar. Hollendingurinn lét þó verja frá sér og til að nudda salti í sárinn skoruðu gestirnir annað mark sitt fimm mínútum síðar og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn þegar Raphaël Guerreiro kom boltanum í netið á 69. mínútu áður en Niklas Süle jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma. Dortmund náði hins vegar ekki að pota inn sigurmarkinu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, sem þýddi að Dortmund þurfti að treysta á að Köln tæki stig af Bayern München til að titillinn væri þeirra. 😫😔😣 pic.twitter.com/I62zzuI9fk— Borussia Dortmund (@BVB) May 27, 2023 Í leik Köln og Bayern var það Kingsley Coman sem kom gestunum í Bayern yfir strax á áttundu mínútu leiksins og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Dejan Ljubicic jafnaði þó metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka og stuðningsmenn Dortmund fögnuðu ekki minna en stuðningsmenn heimamanna. Leikmenn Bayern eru þó með svarta beltið í því að vinna titla og Jamal Musiala tryggði liðinu sigur með marki á 89. mínútu og um leið þýska meistaratitilinn. 🏆 🏆 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 #MiaSanMeister #FCBayern #MiaSanMia— FC Bayern München (@FCBayern) May 27, 2023 Úrslit dagsins Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC
Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC
Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira