Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í hjarta varnarlínu Valerenga í leiknum á meðan að Selma Sól Magnúsdóttir var á miðjunni hjá Rosenborg.
Valerenga hefur náð að búa sér til afar gott forskot á toppi norsku deildarinnar og byrjaði liðið leik dagsins mun betur.
Á 27. mínútu kom Olaug Tvedten boltanum í netið fyrir Valerenga og á 54. mínútu tvöfaldaði Thea Bjelde forystu liðsins.
Selma Sól fór af velli á 59. mínútu fyrir Celine Emilie Nergard og Rosenborg tókst svo að minnka muninn á 75. mínútu með marki frá Emilie Nautes.
Janni Thomsen bætti hins vegar við síðasta marki leiksins á tíundu mínútu uppbótatíma venjulegs leiktíma og fór Valerenga því af hólmi með 3-1 sigur og styrkir um leið stöðu sína á toppi norsku deildarinnar.
Níu stigum munar á milli Valerenga í efsta sætinu og Rosenborg í öðru sæti.