Fótbolti

Gló­dís á skotskónum er Bayern tryggði sér titilinn

Aron Guðmundsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir er þýskur meistari ásamt Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur hjá Bayern Munchen 
Glódís Perla Viggósdóttir er þýskur meistari ásamt Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur hjá Bayern Munchen  Instagram/@fcbfrauen

Gló­dís Perla Viggós­dóttir skoraði eitt marka Bayern Munchen er liðið vann 11-1 sigur á Pots­dam í efstu deild Þýska­lands í dag og tryggði sér um leið þýska meistara­titilinn í knatt­spyrnu.

Fyrir loka­um­ferð þýsku deildarinnar í dag var aðal spennan fyrir fram tengd við það hvort Bayern Munchen eða Wolfs­burg myndi standa uppi sem þýskur meistari.

Leik­menn Bayern Munchen, með ís­lensku lands­liðs­konuna Gló­dísi Perlu Viggós­dóttur í hjarta varnarinnar, sáu hins vegar til þess að spennan um meistara­titilinn varð nánast engin.

Gló­dís kórónaði flotta frammi­stöðu Bayern Munchen í dag með tíunda marki liðsins á 75. mínútu. Karó­lína Lea Vil­hjálms­dóttir og Cecilía Rán Rúnars­dóttir voru á meðal vara­manna Bayern í leiknum, Karó­lína kom inn í upp­hafi seinni hálf­leiks en Cecilía var ó­notaður vara­maður.

Svein­dís Jane Jóns­dóttir var í byrjunar­liði Wolfs­burg og lagði upp eitt marka liðsins í 2-2 jafn­tefli gegn Frei­burg. Wolfs­burg endar því í 2. sæti þýsku deildarinnar, fjórum stigum á eftir Bayern Munchen og einu stigi á undan Frankfurt sem tekur 3. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×