Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 19:31 Agnes með foreldrum sínum í útskriftarveislunni. Aðsend Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma. Agnes segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið henni sérstakt keppikefli að jafna námsafrek foreldra hennar, en Ómar Gústafsson faðir hennar dúxaði árið 1995 og Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir móðir hennar gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. „Þetta var ekki markmiðið allan tímann, ég gerði bara mitt besta,“ segir hún og bætir við að galdurinn að baki góðum námsárangri sé að fylgjast vel með í tímum og skipuleggja lærdóminn vel. Móður- og föðurbetrungur Vísir heyrði einnig í Ómari föður Agnesar í gærkvöldi. Líkt og gefur að skilja var hann kampakátur með afrek dóttur sinnar, sem og fjölskyldan öll. Hann vildi þó alls ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hún gerði þetta bara alveg sjálf, ég get ekki lofað því að það hafi verið neitt sérstakt í uppeldinu sem olli þessu,“ sagði hann og hló. Þá sagði hann að Agnes hefði ekki aðeins jafnað árangur foreldranna með því að dúxa heldur hafi hún hlotið töluvert hærri meðaleinkunn en þeir báðir. „Hún er tvímælalaust móður- og föðurbetrungur,“ sagði hann. Afrekskona á öðru sviði Það er ekki aðeins í námi sem Agnes hefur náð góðum árangri. Hún æfir og keppir í hópfimleikum fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Stjörnukonur hafa ráðið ríkjum í hópfimleikum hér á landi undanfarin ár og hafa til að mynda hreppt Íslandsmeistaratitilinn á hverju ári frá árinu 2015, ef frá eru talin árin 2017, þegar Gerpla vann, og 2020, þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldursins. Agnes ásamt Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.Aðsend Agnes segir að það hafi verið gaman en krefjandi að stunda fimleika af krafti meðfram náminu. Þar hafi skipulagið komið að góðum notum. Skráð í lýðháskóla og langar í Háskólann í Reykjavík Agnes segist ætla að taka sér pásu frá námi í ár og „gera eitthvað skemmtilegt.“ Hún er til að mynda búin að skrá sig í lýðháskóla í Danmörku. Hún var einmitt fædd í Danaveldi á meðan foreldrar hennar voru þar ytra í námi. Því næst langar Agnesi að skrá sig í Háskólann í Reykjavík. Þar segir hún hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði og verkfræði kalla mest á sig. Þær greinar ættu að liggja vel fyrir henni, enda útskrifaðist hún með glæsibrag af tæknisviði á náttúrufræðibraut. Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Agnes segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið henni sérstakt keppikefli að jafna námsafrek foreldra hennar, en Ómar Gústafsson faðir hennar dúxaði árið 1995 og Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir móðir hennar gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. „Þetta var ekki markmiðið allan tímann, ég gerði bara mitt besta,“ segir hún og bætir við að galdurinn að baki góðum námsárangri sé að fylgjast vel með í tímum og skipuleggja lærdóminn vel. Móður- og föðurbetrungur Vísir heyrði einnig í Ómari föður Agnesar í gærkvöldi. Líkt og gefur að skilja var hann kampakátur með afrek dóttur sinnar, sem og fjölskyldan öll. Hann vildi þó alls ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hún gerði þetta bara alveg sjálf, ég get ekki lofað því að það hafi verið neitt sérstakt í uppeldinu sem olli þessu,“ sagði hann og hló. Þá sagði hann að Agnes hefði ekki aðeins jafnað árangur foreldranna með því að dúxa heldur hafi hún hlotið töluvert hærri meðaleinkunn en þeir báðir. „Hún er tvímælalaust móður- og föðurbetrungur,“ sagði hann. Afrekskona á öðru sviði Það er ekki aðeins í námi sem Agnes hefur náð góðum árangri. Hún æfir og keppir í hópfimleikum fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Stjörnukonur hafa ráðið ríkjum í hópfimleikum hér á landi undanfarin ár og hafa til að mynda hreppt Íslandsmeistaratitilinn á hverju ári frá árinu 2015, ef frá eru talin árin 2017, þegar Gerpla vann, og 2020, þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldursins. Agnes ásamt Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.Aðsend Agnes segir að það hafi verið gaman en krefjandi að stunda fimleika af krafti meðfram náminu. Þar hafi skipulagið komið að góðum notum. Skráð í lýðháskóla og langar í Háskólann í Reykjavík Agnes segist ætla að taka sér pásu frá námi í ár og „gera eitthvað skemmtilegt.“ Hún er til að mynda búin að skrá sig í lýðháskóla í Danmörku. Hún var einmitt fædd í Danaveldi á meðan foreldrar hennar voru þar ytra í námi. Því næst langar Agnesi að skrá sig í Háskólann í Reykjavík. Þar segir hún hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði og verkfræði kalla mest á sig. Þær greinar ættu að liggja vel fyrir henni, enda útskrifaðist hún með glæsibrag af tæknisviði á náttúrufræðibraut.
Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira