Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. maí 2023 10:20 Mótmælendur mótmæla nýjustu löggjöf Úganda sem skerðir réttindi hinsegin fólks verulega í landinu. Getty/Anna Moneymaker Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. Samkynja sambönd voru ólögleg í Úganda fyrir þessi nýju lög, líkt og í meira en þrjátíu Afríkulöndum, en með þeim skerðast réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans fólks og hinsegin fólks enn frekar. Þingkonan Anita Among greindi frá því á Twitter í morgun að Museveni væri búinn að samþykkja „the Anti-Homosexuality Act“ og staðfesti talsmaður Museveni fregnirnar síðan í opinberri tilkynningu. Úganda sem fær milljarða Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð gæti þurft að þola refsiaðgerðir vegna löggjafarinnar. Þegar Museveni skrifaði undir sambærileg lög árið 2014 svöruðu Vesturlönd með því að hætta fjárhagsaðstoð sinni, setja landinu takmarkanir í vegabréfsáritunum og skerða öryggissamvinnu. Bregðast líklega við með refsiaðgerðum Bandaríska ríkisstjórnin greindi frá því í síðasta mánuði að verið væri að meta hvaða afleiðingar þessi nýju lög gætu haft fyrir starfsemi Bandaríkjanna í Úganda, sérstaklega með tilliti til HIV/AIDS-prógramsins í landinu. Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja hafa fordæmt nýju löggjöfina. Bandalag nokkurra fyrirtækja, sem innihalda meðal annars Google, hafa varað við því að löggjöfin muni setja fyrirtæki með starfsemi í Úganda í ómögulega stöðu og skaða efnahag landsins. Hinsegin fólk í Úganda er uggandi yfir lögunum og segjast aðgerðarsinnar ætla að láta reyna á lögin frammi fyrir dómi. Aðgerðarsinninn Clare Byarugaba agði að með lögunum væri verið að lögleiða ríkisstudda trans- og hómófóbíu. Úganda Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Samkynja sambönd voru ólögleg í Úganda fyrir þessi nýju lög, líkt og í meira en þrjátíu Afríkulöndum, en með þeim skerðast réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans fólks og hinsegin fólks enn frekar. Þingkonan Anita Among greindi frá því á Twitter í morgun að Museveni væri búinn að samþykkja „the Anti-Homosexuality Act“ og staðfesti talsmaður Museveni fregnirnar síðan í opinberri tilkynningu. Úganda sem fær milljarða Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð gæti þurft að þola refsiaðgerðir vegna löggjafarinnar. Þegar Museveni skrifaði undir sambærileg lög árið 2014 svöruðu Vesturlönd með því að hætta fjárhagsaðstoð sinni, setja landinu takmarkanir í vegabréfsáritunum og skerða öryggissamvinnu. Bregðast líklega við með refsiaðgerðum Bandaríska ríkisstjórnin greindi frá því í síðasta mánuði að verið væri að meta hvaða afleiðingar þessi nýju lög gætu haft fyrir starfsemi Bandaríkjanna í Úganda, sérstaklega með tilliti til HIV/AIDS-prógramsins í landinu. Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja hafa fordæmt nýju löggjöfina. Bandalag nokkurra fyrirtækja, sem innihalda meðal annars Google, hafa varað við því að löggjöfin muni setja fyrirtæki með starfsemi í Úganda í ómögulega stöðu og skaða efnahag landsins. Hinsegin fólk í Úganda er uggandi yfir lögunum og segjast aðgerðarsinnar ætla að láta reyna á lögin frammi fyrir dómi. Aðgerðarsinninn Clare Byarugaba agði að með lögunum væri verið að lögleiða ríkisstudda trans- og hómófóbíu.
Úganda Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira