Alfreð í „skammarkróknum“ en Freyr er með plan A, B og C til reiðu Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2023 10:59 Nykobing FC vs Lyngby Boldklub - Danish Nordicbet Liga NYKOBING, DENMARK - MAY 23: Freyr Alexandersson, head coach of Lyngby Boldklub during the Danish Nordicbet Liga match between Nykobing FC and Lyngby Boldklub at Lolland Banks Park on May 23, 2022 in Nykbing, Denmark. (Photo by Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images) Alfreð Finnbogason verður fjarri góðu gamni í dag er hann tekur út leikbann í gífurlega mikilvægum leik Lyngby gegn AaB. Sævar Atli Magnússon snýr hins vegar aftur í lið Lyngby og Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins segist vera klár með plan A, B og C. Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í viðureign Lyngby gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni á eftir. Liðin eru bæði bullandi fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum. Á heimasíðu Lyngby var leikmannahópur liðsins opinberaður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Þar segir að Alfreð Finnbogason sé í „skammarkróknum“ en hann tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyngby. Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyngby. Þær felast í því að Sævar Atli Magnússon hefur tekið út sitt leikbann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar. „Úrslitaleikir helgi eftir helgi“ Lyngby er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins að andrúmsloftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að félagið tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina. „Það eru bara úrslitaleikir helgi eftir helgi og það er eitthvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig umhverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auðvitað eru þetta erfiðar aðstæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“ Freyr er viðbúinn öllu í leik dagsins. „Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heimavelli og ég er afskaplega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heimavöll sem andstæðingar okkar hlakka ekki til að spila á. Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heimavelli, og auðvitað er það möguleiki hjá okkur í dag. Andstæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“ Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í viðureign Lyngby gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni á eftir. Liðin eru bæði bullandi fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum. Á heimasíðu Lyngby var leikmannahópur liðsins opinberaður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Þar segir að Alfreð Finnbogason sé í „skammarkróknum“ en hann tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyngby. Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyngby. Þær felast í því að Sævar Atli Magnússon hefur tekið út sitt leikbann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar. „Úrslitaleikir helgi eftir helgi“ Lyngby er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins að andrúmsloftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að félagið tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina. „Það eru bara úrslitaleikir helgi eftir helgi og það er eitthvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig umhverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auðvitað eru þetta erfiðar aðstæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“ Freyr er viðbúinn öllu í leik dagsins. „Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heimavelli og ég er afskaplega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heimavöll sem andstæðingar okkar hlakka ekki til að spila á. Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heimavelli, og auðvitað er það möguleiki hjá okkur í dag. Andstæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn