Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2023 07:46 Repúblikaninn Graham er einn dyggasti stuðningsmaður Úkraínumanna vestanhafs. Getty/Alex Wong Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. Myndskeiðið var birt af skrifstofu Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta eftir fund hans og Graham í Kænugarði á föstudag. Á myndskeiðinu heyrist Gramham kalla fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna til handa Úkraínu bestu fjárfestinguna sem þeir hafa lagt í. Þá minnist hann á að rússneskir hermenn séu að deyja. Graham sagði á Twitter í gær að það hefði glatt hann mjög að heyra hversu mikið stuðningur hans við Úkraínu færi í taugarnar á stjórnvöldum í Moskvu. Þá sagði hann um handtökuskipunina að hann myndi beygja sig undir vald Alþjóðaglæpadómstólsins ef Vladimir Pútín og félagar hans gerðu slíkt hið sama. To know that my commitment to Ukraine has drawn the ire of Putin s regime brings me immense joy. I will continue to stand with and for Ukraine s freedom until every Russian soldier is expelled from Ukrainian territory.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði um ummæli Graham að hann gæti ekki ímyndað sér verri skömm fyrir nokkuð ríki en að eiga öldungadeildarþingmann eins og hann. Eftir að Rússar létu óánægju sína í ljós birtu Úkraínumenn myndskeiðið óklippt en þar mátti sjá að ummælin um fjárhagsaðstoðina annars vegar og dauða rússneskra hermanna hins vegar voru ekki látin falla í samhengi. Þannig var Graham að rifja upp hvernig margir hefðu ekki talið að Úkraínumenn myndu standa í lappirnar nema í nokkra daga eftir innrásina þegar hann sagði að þess í stað væru það nú Rússar sem væru að falla á vígvellinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar láta Graham æsa sig upp en hann vakti mikla reiði í Mosvku í fyrra þegar hann sagði á Twitter að eina leiðin til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu væri að „taka út“ Pútín. Good news and bad news about Russian efforts to arrest and try me for speaking the truth.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Myndskeiðið var birt af skrifstofu Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta eftir fund hans og Graham í Kænugarði á föstudag. Á myndskeiðinu heyrist Gramham kalla fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna til handa Úkraínu bestu fjárfestinguna sem þeir hafa lagt í. Þá minnist hann á að rússneskir hermenn séu að deyja. Graham sagði á Twitter í gær að það hefði glatt hann mjög að heyra hversu mikið stuðningur hans við Úkraínu færi í taugarnar á stjórnvöldum í Moskvu. Þá sagði hann um handtökuskipunina að hann myndi beygja sig undir vald Alþjóðaglæpadómstólsins ef Vladimir Pútín og félagar hans gerðu slíkt hið sama. To know that my commitment to Ukraine has drawn the ire of Putin s regime brings me immense joy. I will continue to stand with and for Ukraine s freedom until every Russian soldier is expelled from Ukrainian territory.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði um ummæli Graham að hann gæti ekki ímyndað sér verri skömm fyrir nokkuð ríki en að eiga öldungadeildarþingmann eins og hann. Eftir að Rússar létu óánægju sína í ljós birtu Úkraínumenn myndskeiðið óklippt en þar mátti sjá að ummælin um fjárhagsaðstoðina annars vegar og dauða rússneskra hermanna hins vegar voru ekki látin falla í samhengi. Þannig var Graham að rifja upp hvernig margir hefðu ekki talið að Úkraínumenn myndu standa í lappirnar nema í nokkra daga eftir innrásina þegar hann sagði að þess í stað væru það nú Rússar sem væru að falla á vígvellinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar láta Graham æsa sig upp en hann vakti mikla reiði í Mosvku í fyrra þegar hann sagði á Twitter að eina leiðin til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu væri að „taka út“ Pútín. Good news and bad news about Russian efforts to arrest and try me for speaking the truth.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira