Útilokar að kerfislæg spilling sé innan lögreglunnar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 06:30 Sigríður Björk Guðjónsdóttir svarar þeirri gagnrýni á stjórn lögreglunnar sem fram kemur í nýrri meistararitgerð Nönnu Lindar Stefánsdóttur. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafnar því að kerfislæg spilling þrífist innan lögreglunnar. Mikil áhersla sé lögð á mannauðsmál og fátítt sé að lögreglumenn séu reknir. „Við erum með aðhald, bæði innan úr kerfinu og utan. Það hafa ekki komið neinar vísbendingar um að það sé kerfisbundin spilling innan lögreglu,“ segir Sigríður Björk. „Ég er þó ekki að draga úr upplifun einstakra lögreglumanna sem finnst að það hafi verið gengið fram hjá þeim.“ Í síðustu viku var greint frá meistararitgerð lögreglumannsins Nönnu Lindar Stefánsdóttur. Nanna tók viðtöl við sextán fyrrverandi lögreglumenn sem hurfu af vettvangi og lýstu meðal annars spillingu, ófaglegum ráðningum, frændhygli, mikilli streitu og lélegum kjörum. Sigríður Björk segir mikilvægt að starfsumhverfi lögreglunnar sé gott og að mikill tími fari í að þjáfla og mennta lögreglumenn. Lögreglan þurfi að vera vinnustaður sem fólki vilji dvelja lengi á. Hafa verði þó í huga að í dag sé vinnumenning önnur en áður fyrr og að fólk velji sér ekki endilega ævistarf heldur flakki á milli starfsgreina. Bendir hún á að brottfall úr lögreglunni hafi minnkað mikið, einkum eftir að lögreglunámið varð háskólanám árið 2016. Á árunum fyrir það voru innan við tuttugu að útskrifast í hverjum árgangi en nú hefur sú tala tvöfaldast. Þá helst lögreglunni á um 90 prósent útskrifaðra frá þessum tíma en brottfall var mun meira áður. Sem dæmi er innan við helmingur þeirra sem útskrifuðust árið 2008 enn þá starfandi lögreglumenn. Ráðningarnar staðfestar Hvað ráðningar í stöður varðar segir Sigríður Björk að ekkert bendi til þess að þær séu ófaglegar. Upphaflega voru ráðningar í höndum Ríkislögreglustjóra en voru síðan færðar til embættanna en hæfnisnefnd lögreglu fór yfir þær allar. „Hæfnisnefndin var svo lögð niður því hún staðfesti ráðningarnar í nær öllum tilvikum,“ segir Sigríður Björk. Bendir hún á að hægt sé að kvarta til Umboðsmanns Alþingis eða Dómsmálaráðuneytisins ef fólk er ósátt við ráðningar og telur að gengið hafi verið fram hjá sér. Einnig sé hægt að höfða dómsmál. Mannauðsmál í forgrunni Að sögn Sigríðar Bjarkar er lögð langtum meiri áhersla á mannauðsmálin í dag en nokkru sinni fyrr. Áður fyrr hafi lögreglumenn verið sjálfir í nær öllum verkefnum, svo sem starfsmannamálum og jafn vel tölvumálum. Nú eru hins vegar ráðnir inn sérfræðingar í auknum mæli og hæfnisnefndir fara yfir ráðningar í allar stórar stöður. Í ritgerð Nönnu segir að það tíðkist að lögreglumenn séu settir tímabundið í ákveðnar stöður sem sé svo seinna auglýst í, og þá hafi viðkomandi forskot í ljósi reynslu sinnar. Undir þetta tók Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku. Sigríður Björk segir hins vegar að litið sé til fleiri þátta þegar ráðið er í störf. „Það er ekki aðeins starfsreynsla sem er skoðuð, heldur til dæmis menntun og önnur reynsla,“ segir hún. Talið á ganginum Titill ritgerðar Nönnu Lindar er „Það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt“ og vísar til þess að lögreglumenn séu hvattir til iðjuleysis. Það er að innan veggja sé ríkjandi menning sem dragi úr frumkvæði þeirra. Fjölnir sagði marga lögreglumenn hrædda við að vera reknir fyrir að gera mistök. Sigríður Björk segir hins vegar að verið sé að vísa í það sem „gangurinn segi“ og að gangurinn hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. Að enginn hafi verið rekinn fyrir að gera ekki neitt sé gömul saga sem eigi ekki við í dag. Frumkvæðisvinna sé mjög mikil hjá lögreglunni. Sigríður Björk segir hafnar því alfarið að dregið sé úr frumkvæði lögreglumanna. Það sé gamalt gangatal sem eigi ekki við lengur.Vísir/Vilhelm „Ég held að einhverjir í þessum viðmælendahópi hafi hætt fyrir mjög mörgum árum,“ segir Sigríður Björk. „Frumkvæðisvinna er mjög mikilvæg og ég fullyrði að það hafi orðið miklar framfarir á þessu sviði á undanförnum árum.“ Nefnir hún að árangurinn mældur ítarlega, svo sem málafjöldi, afgreiðslu og útkallstími, verkbókhald og fleira. Verulega sé hvatt til frumkvæðis lögreglumanna og óttinn við uppsögn eigi ekki við rök að styðjast. „Það er mjög fátítt að lögreglumenn séu reknir. Það er þá vegna þess að þeir hafa gerst sekir um saknæma háttsemi,“ segir hún. Streitan hverfi aldrei Streita, álag, kjör og samspil vinnu og einkalífs eru aðrir þættir sem nefndir eru í ritgerð Nönnu Lindar. En þetta eru atriði sem mikið hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á undanförnum árum, einkum í tengslum við óánægju lögreglumanna og manneklu. „Þetta er streituumhverfi í eðli sínu,“ segir Sigríður Björk um lögreglustarfið. Segist hún búast við því að streita og álag verði alltaf hluti af lögreglustarfinu. Hvert útkall hjá lögreglumanni sé óvissuferð. Á undanförnum árum hafi lögreglan hins vegar hugað betur að andlegri líðan lögreglumanna. Sálfræðiþjónusta hafi verið aukin jafnt og þétt, sem og jafningjastuðningur og handleiðsla fyrir þá sem fara í stór og erfið útköll. Mannauðsdeildir fylgist með hvernig fólki líður, langtímaveikindum og fleiru og Ríkislögreglustjóri aðstoði smærri embætti með starfsmannamál. Valfrjáls vinnutími Vinnutíminn er líka hluti af þessu. Sigríður Björk bendir á að lögreglustörf séu unnin í vaktavinnu, sem sé ekki fjölskylduvæn í eðli sínu. Hins vegar sé kominn á valfrjáls vinnutími á mörgum stöðum, það er að fólk geti betur stjórnað vinnutímanum. Hvert útkall er óvissuverð. Sérsveitin í aðgerð í Hafnarfirði árið 2022.Vísir/Vilhelm Til dæmis geti fráskilið fólk með sameiginlegt forræði valið að vinna meira þá viku sem það er ekki með börnin hjá sér en þá viku sem það er með þau. Einnig sé reynt að mæta fólki hratt og vel með flutning, bæði á milli lögregluembætta og deilda. Álag sé mikið á sumum deildum, til dæmis kynferðisbrotadeild og stoðdeild. Í rétta átt „Auðvitað vantar okkur fleira fólk,“ segir Sigríður Björk um mönnunina. Nýjasti útskriftarárgangurinn er sá stærsti í sögunni, 90 manns, meira en tvöföldun frá fyrra ári. En enn þá sé verið að vinna upp skuld frá árunum 2014 til 2016 þegar útskriftarnemar náðu ekki að manna þann fjölda sem hætti vegna aldurs. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og fjöldi erlendra ferðamanna margfaldast. Sigríður segir þó að öllu ofannefndu að lögreglan sé að stefna í rétta átt. „Það er engin spurning,“ segir hún. „En við erum ekki hafin yfir gagnrýni og við þurfum alltaf að skoða hana með opnum huga. Þess vegna ætlum að kynna okkur þessa rannsókn og sjá hvort við getum tekið eitthvað með okkur úr henni inn í framtíðina og bætt úr því sem ritgerðarhöfundur kemst að því að sé ábótavant.“ Hefur hún óskað eftir því að Nanna Lind mæti á næsta fund lögregluráðs og kynni sínar niðurstöður. Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ófaglegar ráðningar, frændhygli og spilling ríki innan lögreglunnar Lögregluþjónn segir slælega stjórnunarhætti og spillingu vera stóra áhrifaþætti í miklu brottfalli hjá lögreglumönnum undanfarin fimmtán ár. Fjölgun lögreglunema sé ekki svarið heldur sé breytinga þörf í stjórnunarháttum og skipulagi lögreglunnar. 24. maí 2023 20:47 Frændhygli innan lögreglunnar umtöluð í áraraðir Formaður Landssambands lögreglumanna segir frændhygli hafa verið umtalaða innan lögreglunnar í áraraðir og lögregluna skorti betri mannauðsstjórn. Hann segir lögreglumenn of hrædda um að gera mistök í starfi og telur þá hverfa frá störfum vegna lélegra launa og mikils álags. 25. maí 2023 19:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Við erum með aðhald, bæði innan úr kerfinu og utan. Það hafa ekki komið neinar vísbendingar um að það sé kerfisbundin spilling innan lögreglu,“ segir Sigríður Björk. „Ég er þó ekki að draga úr upplifun einstakra lögreglumanna sem finnst að það hafi verið gengið fram hjá þeim.“ Í síðustu viku var greint frá meistararitgerð lögreglumannsins Nönnu Lindar Stefánsdóttur. Nanna tók viðtöl við sextán fyrrverandi lögreglumenn sem hurfu af vettvangi og lýstu meðal annars spillingu, ófaglegum ráðningum, frændhygli, mikilli streitu og lélegum kjörum. Sigríður Björk segir mikilvægt að starfsumhverfi lögreglunnar sé gott og að mikill tími fari í að þjáfla og mennta lögreglumenn. Lögreglan þurfi að vera vinnustaður sem fólki vilji dvelja lengi á. Hafa verði þó í huga að í dag sé vinnumenning önnur en áður fyrr og að fólk velji sér ekki endilega ævistarf heldur flakki á milli starfsgreina. Bendir hún á að brottfall úr lögreglunni hafi minnkað mikið, einkum eftir að lögreglunámið varð háskólanám árið 2016. Á árunum fyrir það voru innan við tuttugu að útskrifast í hverjum árgangi en nú hefur sú tala tvöfaldast. Þá helst lögreglunni á um 90 prósent útskrifaðra frá þessum tíma en brottfall var mun meira áður. Sem dæmi er innan við helmingur þeirra sem útskrifuðust árið 2008 enn þá starfandi lögreglumenn. Ráðningarnar staðfestar Hvað ráðningar í stöður varðar segir Sigríður Björk að ekkert bendi til þess að þær séu ófaglegar. Upphaflega voru ráðningar í höndum Ríkislögreglustjóra en voru síðan færðar til embættanna en hæfnisnefnd lögreglu fór yfir þær allar. „Hæfnisnefndin var svo lögð niður því hún staðfesti ráðningarnar í nær öllum tilvikum,“ segir Sigríður Björk. Bendir hún á að hægt sé að kvarta til Umboðsmanns Alþingis eða Dómsmálaráðuneytisins ef fólk er ósátt við ráðningar og telur að gengið hafi verið fram hjá sér. Einnig sé hægt að höfða dómsmál. Mannauðsmál í forgrunni Að sögn Sigríðar Bjarkar er lögð langtum meiri áhersla á mannauðsmálin í dag en nokkru sinni fyrr. Áður fyrr hafi lögreglumenn verið sjálfir í nær öllum verkefnum, svo sem starfsmannamálum og jafn vel tölvumálum. Nú eru hins vegar ráðnir inn sérfræðingar í auknum mæli og hæfnisnefndir fara yfir ráðningar í allar stórar stöður. Í ritgerð Nönnu segir að það tíðkist að lögreglumenn séu settir tímabundið í ákveðnar stöður sem sé svo seinna auglýst í, og þá hafi viðkomandi forskot í ljósi reynslu sinnar. Undir þetta tók Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku. Sigríður Björk segir hins vegar að litið sé til fleiri þátta þegar ráðið er í störf. „Það er ekki aðeins starfsreynsla sem er skoðuð, heldur til dæmis menntun og önnur reynsla,“ segir hún. Talið á ganginum Titill ritgerðar Nönnu Lindar er „Það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt“ og vísar til þess að lögreglumenn séu hvattir til iðjuleysis. Það er að innan veggja sé ríkjandi menning sem dragi úr frumkvæði þeirra. Fjölnir sagði marga lögreglumenn hrædda við að vera reknir fyrir að gera mistök. Sigríður Björk segir hins vegar að verið sé að vísa í það sem „gangurinn segi“ og að gangurinn hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. Að enginn hafi verið rekinn fyrir að gera ekki neitt sé gömul saga sem eigi ekki við í dag. Frumkvæðisvinna sé mjög mikil hjá lögreglunni. Sigríður Björk segir hafnar því alfarið að dregið sé úr frumkvæði lögreglumanna. Það sé gamalt gangatal sem eigi ekki við lengur.Vísir/Vilhelm „Ég held að einhverjir í þessum viðmælendahópi hafi hætt fyrir mjög mörgum árum,“ segir Sigríður Björk. „Frumkvæðisvinna er mjög mikilvæg og ég fullyrði að það hafi orðið miklar framfarir á þessu sviði á undanförnum árum.“ Nefnir hún að árangurinn mældur ítarlega, svo sem málafjöldi, afgreiðslu og útkallstími, verkbókhald og fleira. Verulega sé hvatt til frumkvæðis lögreglumanna og óttinn við uppsögn eigi ekki við rök að styðjast. „Það er mjög fátítt að lögreglumenn séu reknir. Það er þá vegna þess að þeir hafa gerst sekir um saknæma háttsemi,“ segir hún. Streitan hverfi aldrei Streita, álag, kjör og samspil vinnu og einkalífs eru aðrir þættir sem nefndir eru í ritgerð Nönnu Lindar. En þetta eru atriði sem mikið hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á undanförnum árum, einkum í tengslum við óánægju lögreglumanna og manneklu. „Þetta er streituumhverfi í eðli sínu,“ segir Sigríður Björk um lögreglustarfið. Segist hún búast við því að streita og álag verði alltaf hluti af lögreglustarfinu. Hvert útkall hjá lögreglumanni sé óvissuferð. Á undanförnum árum hafi lögreglan hins vegar hugað betur að andlegri líðan lögreglumanna. Sálfræðiþjónusta hafi verið aukin jafnt og þétt, sem og jafningjastuðningur og handleiðsla fyrir þá sem fara í stór og erfið útköll. Mannauðsdeildir fylgist með hvernig fólki líður, langtímaveikindum og fleiru og Ríkislögreglustjóri aðstoði smærri embætti með starfsmannamál. Valfrjáls vinnutími Vinnutíminn er líka hluti af þessu. Sigríður Björk bendir á að lögreglustörf séu unnin í vaktavinnu, sem sé ekki fjölskylduvæn í eðli sínu. Hins vegar sé kominn á valfrjáls vinnutími á mörgum stöðum, það er að fólk geti betur stjórnað vinnutímanum. Hvert útkall er óvissuverð. Sérsveitin í aðgerð í Hafnarfirði árið 2022.Vísir/Vilhelm Til dæmis geti fráskilið fólk með sameiginlegt forræði valið að vinna meira þá viku sem það er ekki með börnin hjá sér en þá viku sem það er með þau. Einnig sé reynt að mæta fólki hratt og vel með flutning, bæði á milli lögregluembætta og deilda. Álag sé mikið á sumum deildum, til dæmis kynferðisbrotadeild og stoðdeild. Í rétta átt „Auðvitað vantar okkur fleira fólk,“ segir Sigríður Björk um mönnunina. Nýjasti útskriftarárgangurinn er sá stærsti í sögunni, 90 manns, meira en tvöföldun frá fyrra ári. En enn þá sé verið að vinna upp skuld frá árunum 2014 til 2016 þegar útskriftarnemar náðu ekki að manna þann fjölda sem hætti vegna aldurs. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og fjöldi erlendra ferðamanna margfaldast. Sigríður segir þó að öllu ofannefndu að lögreglan sé að stefna í rétta átt. „Það er engin spurning,“ segir hún. „En við erum ekki hafin yfir gagnrýni og við þurfum alltaf að skoða hana með opnum huga. Þess vegna ætlum að kynna okkur þessa rannsókn og sjá hvort við getum tekið eitthvað með okkur úr henni inn í framtíðina og bætt úr því sem ritgerðarhöfundur kemst að því að sé ábótavant.“ Hefur hún óskað eftir því að Nanna Lind mæti á næsta fund lögregluráðs og kynni sínar niðurstöður.
Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ófaglegar ráðningar, frændhygli og spilling ríki innan lögreglunnar Lögregluþjónn segir slælega stjórnunarhætti og spillingu vera stóra áhrifaþætti í miklu brottfalli hjá lögreglumönnum undanfarin fimmtán ár. Fjölgun lögreglunema sé ekki svarið heldur sé breytinga þörf í stjórnunarháttum og skipulagi lögreglunnar. 24. maí 2023 20:47 Frændhygli innan lögreglunnar umtöluð í áraraðir Formaður Landssambands lögreglumanna segir frændhygli hafa verið umtalaða innan lögreglunnar í áraraðir og lögregluna skorti betri mannauðsstjórn. Hann segir lögreglumenn of hrædda um að gera mistök í starfi og telur þá hverfa frá störfum vegna lélegra launa og mikils álags. 25. maí 2023 19:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Ófaglegar ráðningar, frændhygli og spilling ríki innan lögreglunnar Lögregluþjónn segir slælega stjórnunarhætti og spillingu vera stóra áhrifaþætti í miklu brottfalli hjá lögreglumönnum undanfarin fimmtán ár. Fjölgun lögreglunema sé ekki svarið heldur sé breytinga þörf í stjórnunarháttum og skipulagi lögreglunnar. 24. maí 2023 20:47
Frændhygli innan lögreglunnar umtöluð í áraraðir Formaður Landssambands lögreglumanna segir frændhygli hafa verið umtalaða innan lögreglunnar í áraraðir og lögregluna skorti betri mannauðsstjórn. Hann segir lögreglumenn of hrædda um að gera mistök í starfi og telur þá hverfa frá störfum vegna lélegra launa og mikils álags. 25. maí 2023 19:17