Þorsteinn segir íslenskt samfélag ekki rotið, ömurlegt og spillt Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2023 15:44 Í Pallborði Vísis fóru fram afar upplýsandi og fjörlegar umræður um efnahagsmál. Óhætt er að segja að þungt sé yfir í efnahagsmálum þjóðarinnar og deilt er um hver beri þar helst ábyrgðina: Ríkisstjórnin, Seðlabankastjórinn, atvinnulífið eða verkalýðshreyfingin? vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er afar svartsýnn á að samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda muni ganga vel í haust. Þetta sagði hann í afar hressilegu Pallborði Vísis sem var á dagskrá nú síðdegis. Finna má þáttinn í heild sinni hér neðar. Þátttakendur í viðræðunum voru Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Ragnar Þór. Umræðuefnið var víðfeðmt, staða efnahagsmála, háir vextir og viðvarandi mikil verðbólga; efnahagslífið í heild sinni. Víða var komið við sögu hjá þeim þremur en í lokin var Ragnar Þór spurður út í komandi kjarasamninga í haust. Seðlabankastjóri hefur höfðað til aðila vinnumarkaðar að þeir sýni ábyrgð. Hann er þá að vísa til þess að of miklar launahækkanir muni vera olía á eld verðbólgunnar. Þorsteinn Víglundsson hafði tekið undir það og bent á að launahækkanir hafi hér verið miklar. En innan verkalýðshreyfingarinnar eru menn hins vegar herskáir og segja verðbólguna þegar hafa étið upp allan ávinning af síðustu samningum og vel það. Þannig virðist vera komin upp alger pattstaða. Raddir hafa heyrst að vegna ástandsins sé ef til vill skást að gera annan skammtímasamning eins og gerður var í vor. Allt traust milli aðila horfið Ragnar Þór sló það hins vegar út af borðinu, sagði það ekki koma til greina að gera annan skammtímasamning. Hann sagði að það yrði að koma til viðhorfsbreyting hjá atvinnurekendum og stjórnvöldum. Það þyrfti áætlanir um langtíma uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór sagði að öfugt við stöðuna á öðrum Norðurlöndum þá væri allt traust fokið út í veður og vind. Ragnar Þór sagði að ekki yrði samið til skamms tíma í haust en fyrir liggi að á brattann verði að sækja því allt traust milli viðsemjenda sé horfið.vísir/vilhelm „Það er engin samfélagsábyrgð fyrirtækjanna, bankakerfið fitnar og fitnar, meiri hagnaður í fjármálafyrirtækjunum en útflutnings- og innflutningsfyrirtækjum, rótgróin spilling sem maður upplifir svo sterkt. Nei, ég er ekki bjartsýnn á að það náist samkomulag,“ sagði Ragnar. Og taldi að á samningunum hlytu að vera miklir fyrirvarar, uppsagnarákvæði sem snéru að verðbólgu og vöxtum. „Við munum aldrei skrifa undir samning nema vera með öll þessi atriði á tæru. Það er bara kallað eftir ábyrgð frá okkur en það er engum öðrum sem dettur í hug að sýna samfélaglega ábyrgð. þetta verður heljarinnar verkefni.“ Þorsteinn, sem hafði tekið að sér að vera sá bjartsýni við borðið og verja ríkisstjórnina, gat ekki setið undir þessu og sagði: „Ég veit ekki í hvaða samfélagi Ragnar býr, ég er nefnilega stoltur af þessu samfélagi. Magnað hverju þetta litla samfélag hefur áorkað á sinni stuttu sögu. Að það sé ömurlegt, rotið og spillt, þetta er bara eitthvað hugarfóstur Ragnars.“ Launahækkanir þingmanna eins og blaut tuska framan í landsmenn Áður í þættinum höfðu ríflegar launahækkanir þingmanna, ráðherra og embættismanna komið til tals en margir telja það olíu á eldinn. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í það atriði í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag hvort það stæði ekki til að grípa til einhverra aðgerða þeirra vegna? Það gæti ekki verið tilgangur laganna að þýða krónutöluhækkanir yfir í einhvers konar prósentureikning með þeim afleiðingum að þingmenn og ráðherrar fengju miklu meiri krónutöluhækkanir. Þorsteinn Víglundsson taldi Ragnar Þór mála myndina alltof dökkum litum, á Íslandi væri svo sannarlega ekki allt spillt, rotið og ógeðslegtvísir/vilhelm Og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur krafist þess fyrir hönd síns flokks að „öllum launahækkunum æðstu embættismanna verði frestað á meðan okurvextir og óðaverðbólga fara um samfélagið sem eldur um akur og á meðan verkföll og kjaradeilur eru á borðinu. Það er síðasta sort að stjórnvöld stigi fram með slíku fordæmi gagnvart samfélagi í sárum. Þetta er blaut tuska í andlit þjóðarinnar.“ Og fleiri hafa fordæmt launahækkanirnar. Taka sér væna sneið af kökunni og vísa ábyrgðinni yfir á aðra Kristrún sagði um þetta í Pallborðinu að andi laganna væri sá að þessi hópur yrði ekki leiðandi í kjaraþróun. Hún taldi að það hlyti að vera hægt að breyta þessu til skamms tíma. Vandamálið væri hins vegar það að fyrir því væri ekki meirihluti á þinginu. Kristrún Frostadóttir var meðal annars spurðu um hinar miklu launahækkanir sem renna sjálfkrafa til þingmanna, ráðherra og embættismanna. Hún sagði anda laganna sannarlega ekki hafa verið þann að þeir hópar ættu að leiða launaþróun í landinu en það væri ekki meirihluti á þingi til að gera nokkuð í málinu.vísir/vilhelm „Þetta er ekki við hæfi við þessar kringumstæður. Og það er ekki hægt að fara í gegnum þessa möntru og hlusta æðsta mann peningstefnunnar um að halda beri hækkunum í skefjum og en virða svo sjálfur ekki normið,“ sagði Kristrún og var þar að vísa til Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra. Ragnar Þór sagðist fagna því ef aðrar stéttir næðu góðum samningum, það gæfi þá tóninn fyrir þau í verkalýðshreyfingunni. „En óneitanlega er það athyglisvert að þeir sem hafa predikað hvað hæst um ábyrgð verkalýðshreyfingarnar taka sér svo margfalt meira en það sem þeir telja hæfilegt fyrir verkalýðshreyfinguna. Æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru tilbúnir að skammta sér það meðan ábyrgðinni er varpað yfir á aðra hópa.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Pallborðið Tengdar fréttir Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Ekkert eðlilegt við að sjá verðhækkanir samhliða hagnaði fyrirtækja Verðbólgan heldur áfram að bíta en hún stendur nú í 9,5 prósentum. Verð á öllum neysluvörum heldur áfram að hækka. Ný úttekt Alþýðusambands Íslands sýnir gríðarlega hækkun á matvöruverði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir fyrirtæki verða að gyrða sig í brók. 27. maí 2023 23:05 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Þetta sagði hann í afar hressilegu Pallborði Vísis sem var á dagskrá nú síðdegis. Finna má þáttinn í heild sinni hér neðar. Þátttakendur í viðræðunum voru Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Ragnar Þór. Umræðuefnið var víðfeðmt, staða efnahagsmála, háir vextir og viðvarandi mikil verðbólga; efnahagslífið í heild sinni. Víða var komið við sögu hjá þeim þremur en í lokin var Ragnar Þór spurður út í komandi kjarasamninga í haust. Seðlabankastjóri hefur höfðað til aðila vinnumarkaðar að þeir sýni ábyrgð. Hann er þá að vísa til þess að of miklar launahækkanir muni vera olía á eld verðbólgunnar. Þorsteinn Víglundsson hafði tekið undir það og bent á að launahækkanir hafi hér verið miklar. En innan verkalýðshreyfingarinnar eru menn hins vegar herskáir og segja verðbólguna þegar hafa étið upp allan ávinning af síðustu samningum og vel það. Þannig virðist vera komin upp alger pattstaða. Raddir hafa heyrst að vegna ástandsins sé ef til vill skást að gera annan skammtímasamning eins og gerður var í vor. Allt traust milli aðila horfið Ragnar Þór sló það hins vegar út af borðinu, sagði það ekki koma til greina að gera annan skammtímasamning. Hann sagði að það yrði að koma til viðhorfsbreyting hjá atvinnurekendum og stjórnvöldum. Það þyrfti áætlanir um langtíma uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór sagði að öfugt við stöðuna á öðrum Norðurlöndum þá væri allt traust fokið út í veður og vind. Ragnar Þór sagði að ekki yrði samið til skamms tíma í haust en fyrir liggi að á brattann verði að sækja því allt traust milli viðsemjenda sé horfið.vísir/vilhelm „Það er engin samfélagsábyrgð fyrirtækjanna, bankakerfið fitnar og fitnar, meiri hagnaður í fjármálafyrirtækjunum en útflutnings- og innflutningsfyrirtækjum, rótgróin spilling sem maður upplifir svo sterkt. Nei, ég er ekki bjartsýnn á að það náist samkomulag,“ sagði Ragnar. Og taldi að á samningunum hlytu að vera miklir fyrirvarar, uppsagnarákvæði sem snéru að verðbólgu og vöxtum. „Við munum aldrei skrifa undir samning nema vera með öll þessi atriði á tæru. Það er bara kallað eftir ábyrgð frá okkur en það er engum öðrum sem dettur í hug að sýna samfélaglega ábyrgð. þetta verður heljarinnar verkefni.“ Þorsteinn, sem hafði tekið að sér að vera sá bjartsýni við borðið og verja ríkisstjórnina, gat ekki setið undir þessu og sagði: „Ég veit ekki í hvaða samfélagi Ragnar býr, ég er nefnilega stoltur af þessu samfélagi. Magnað hverju þetta litla samfélag hefur áorkað á sinni stuttu sögu. Að það sé ömurlegt, rotið og spillt, þetta er bara eitthvað hugarfóstur Ragnars.“ Launahækkanir þingmanna eins og blaut tuska framan í landsmenn Áður í þættinum höfðu ríflegar launahækkanir þingmanna, ráðherra og embættismanna komið til tals en margir telja það olíu á eldinn. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í það atriði í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag hvort það stæði ekki til að grípa til einhverra aðgerða þeirra vegna? Það gæti ekki verið tilgangur laganna að þýða krónutöluhækkanir yfir í einhvers konar prósentureikning með þeim afleiðingum að þingmenn og ráðherrar fengju miklu meiri krónutöluhækkanir. Þorsteinn Víglundsson taldi Ragnar Þór mála myndina alltof dökkum litum, á Íslandi væri svo sannarlega ekki allt spillt, rotið og ógeðslegtvísir/vilhelm Og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur krafist þess fyrir hönd síns flokks að „öllum launahækkunum æðstu embættismanna verði frestað á meðan okurvextir og óðaverðbólga fara um samfélagið sem eldur um akur og á meðan verkföll og kjaradeilur eru á borðinu. Það er síðasta sort að stjórnvöld stigi fram með slíku fordæmi gagnvart samfélagi í sárum. Þetta er blaut tuska í andlit þjóðarinnar.“ Og fleiri hafa fordæmt launahækkanirnar. Taka sér væna sneið af kökunni og vísa ábyrgðinni yfir á aðra Kristrún sagði um þetta í Pallborðinu að andi laganna væri sá að þessi hópur yrði ekki leiðandi í kjaraþróun. Hún taldi að það hlyti að vera hægt að breyta þessu til skamms tíma. Vandamálið væri hins vegar það að fyrir því væri ekki meirihluti á þinginu. Kristrún Frostadóttir var meðal annars spurðu um hinar miklu launahækkanir sem renna sjálfkrafa til þingmanna, ráðherra og embættismanna. Hún sagði anda laganna sannarlega ekki hafa verið þann að þeir hópar ættu að leiða launaþróun í landinu en það væri ekki meirihluti á þingi til að gera nokkuð í málinu.vísir/vilhelm „Þetta er ekki við hæfi við þessar kringumstæður. Og það er ekki hægt að fara í gegnum þessa möntru og hlusta æðsta mann peningstefnunnar um að halda beri hækkunum í skefjum og en virða svo sjálfur ekki normið,“ sagði Kristrún og var þar að vísa til Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra. Ragnar Þór sagðist fagna því ef aðrar stéttir næðu góðum samningum, það gæfi þá tóninn fyrir þau í verkalýðshreyfingunni. „En óneitanlega er það athyglisvert að þeir sem hafa predikað hvað hæst um ábyrgð verkalýðshreyfingarnar taka sér svo margfalt meira en það sem þeir telja hæfilegt fyrir verkalýðshreyfinguna. Æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru tilbúnir að skammta sér það meðan ábyrgðinni er varpað yfir á aðra hópa.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Pallborðið Tengdar fréttir Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Ekkert eðlilegt við að sjá verðhækkanir samhliða hagnaði fyrirtækja Verðbólgan heldur áfram að bíta en hún stendur nú í 9,5 prósentum. Verð á öllum neysluvörum heldur áfram að hækka. Ný úttekt Alþýðusambands Íslands sýnir gríðarlega hækkun á matvöruverði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir fyrirtæki verða að gyrða sig í brók. 27. maí 2023 23:05 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33
Ekkert eðlilegt við að sjá verðhækkanir samhliða hagnaði fyrirtækja Verðbólgan heldur áfram að bíta en hún stendur nú í 9,5 prósentum. Verð á öllum neysluvörum heldur áfram að hækka. Ný úttekt Alþýðusambands Íslands sýnir gríðarlega hækkun á matvöruverði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir fyrirtæki verða að gyrða sig í brók. 27. maí 2023 23:05