Það eru fimmtíu dagar í keppnina og nú er búið að selja meira en 930 þúsund miða á leikina. Þar af hafa 230 þúsund þeirra selst á leikina sem verða spilaðir á Nýja-Sjálandi.
FIFA Women's World Cup at NZ Football chief operating officer Paula Hansen said so far 930,000 tickets had been sold across both countries, with 230,000 of those sold in New Zealand. https://t.co/UHoctLuF7b
— SHE scores bangers (@SHEscoresbanger) May 30, 2023
„Árið 2023 verður tímamót fyrir kvennafótboltann,“ sagði Fatma Samoura, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambandsins.
32 þjóðir keppa á HM en mótið hefst 20. júlí og lýkur með úrslitaleik 20. ágúst.
Talsmaður FIFA sagði blaðamanni breska ríkisútvarpsins að sambandið búist við því að milljónasti miðinn seljist á næstu vikum.
Þetta er níunda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta og mótshaldarar ætluðu sér að selja eina og hálfa milljón miða.
Það er síðan búist við því að yfir tveir milljarðar fylgist með keppninni í sjónvarpi en þá þurfa auðvitað stóru markaðirnir að ná samkomulagi um FIFA um söluna á sjónvarpsréttinum.
You heard @CarliLloyd! Get your #FIFAWWC tickets now! #BeyondGreatness
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 31, 2023