„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 10:00 Glódís Perla Viggósdóttir með meistaraskjöldinn í fagnaðarlátum Bayern á sunnudaginn. Getty/Mark Wieland Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. Glódís var að ljúka sinni annarri leiktíð hjá Bayern eftir að hafa komið frá Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Í fyrra tók norski þjálfarinn Alexander Straus við og segir Glódís að það hafi hjálpað sér að blómstra enn frekar hjá einu allra besta liði heims. „Ég er ótrúlega stolt og það er gaman að fá svona mikið traust, og geta látið mína eiginleika skína meira en ég gat gert í fyrra. Þessi hugsun [nýja þjálfarans] og skandinavíski boltinn er eitthvað sem að ég er vön, svo ég gat hjálpað liðinu mikið. Ég er því ótrúlega stolt af þessu tímabili og það er gaman hvað okkur gekk vel sem liði. Það er alltaf það mikilvægasta,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís orðin meiri leiðtogi hjá Bayern „Ég tók svolítið meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel í því. Þegar nýjar áherslur fóru að smella hjá liðinu, og allt liðið fór að leggja meira upp úr varnarleik þá hentaði það mér mjög vel, og einhvern veginn náðum við að samstilla okkur mjög vel. Þá er auðvelt að hafa áhrif á alla í kringum sig – draga það besta út úr öðrum og sjálfri mér líka. Á síðustu leiktíð spilaði ég svo sem allar mínútur eftir jól en naut mín kannski ekki eins vel og ég hef gert undir stjórn þessa nýja þjálfara,“ segir Glódís. Verandi hjá Bayern getur Glódís í raun varla tekið skref upp á við, í stærra félag og betra lið, en ljóst er að hún er í sigti fleiri félaga. Mikill uppgangur í Þýskalandi og Englandi Greint var frá því á mbl.is að Glódís væri á óskalista Arsenal en hún kveðst samningsbundin Bayern og ekki með annað í huga en að halda áfram hjá félaginu. Hún tekur þó undir að enska úrvalsdeildin sé spennandi kostur: „Það er mjög mikill uppgangur í ensku deildinni, sérstaklega eftir EM í fyrra, og mikill peningur og metnaður lagður í hana. Það er því klárlega spennandi deild en á sama tíma er þýska deildin einnig á ákveðinni uppleið, með meiri peningum, áhorfendum og áhuga. Það er gríðarlegur munur á áhorfendatölum. Kvennaboltinn alls staðar í heiminum er á mikilli uppleið og Englendingarnir eru rosalega góðir í að markaðssetja sig, svo sú deild er áberandi. Það eru mjög spennandi ár fram undan í kvennaboltanum, hjá öllum þessum stóru félögum sem eru að leggja pening og áhuga í kvennaliðin sín,“ segir Glódís. Þýski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Glódís var að ljúka sinni annarri leiktíð hjá Bayern eftir að hafa komið frá Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Í fyrra tók norski þjálfarinn Alexander Straus við og segir Glódís að það hafi hjálpað sér að blómstra enn frekar hjá einu allra besta liði heims. „Ég er ótrúlega stolt og það er gaman að fá svona mikið traust, og geta látið mína eiginleika skína meira en ég gat gert í fyrra. Þessi hugsun [nýja þjálfarans] og skandinavíski boltinn er eitthvað sem að ég er vön, svo ég gat hjálpað liðinu mikið. Ég er því ótrúlega stolt af þessu tímabili og það er gaman hvað okkur gekk vel sem liði. Það er alltaf það mikilvægasta,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís orðin meiri leiðtogi hjá Bayern „Ég tók svolítið meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel í því. Þegar nýjar áherslur fóru að smella hjá liðinu, og allt liðið fór að leggja meira upp úr varnarleik þá hentaði það mér mjög vel, og einhvern veginn náðum við að samstilla okkur mjög vel. Þá er auðvelt að hafa áhrif á alla í kringum sig – draga það besta út úr öðrum og sjálfri mér líka. Á síðustu leiktíð spilaði ég svo sem allar mínútur eftir jól en naut mín kannski ekki eins vel og ég hef gert undir stjórn þessa nýja þjálfara,“ segir Glódís. Verandi hjá Bayern getur Glódís í raun varla tekið skref upp á við, í stærra félag og betra lið, en ljóst er að hún er í sigti fleiri félaga. Mikill uppgangur í Þýskalandi og Englandi Greint var frá því á mbl.is að Glódís væri á óskalista Arsenal en hún kveðst samningsbundin Bayern og ekki með annað í huga en að halda áfram hjá félaginu. Hún tekur þó undir að enska úrvalsdeildin sé spennandi kostur: „Það er mjög mikill uppgangur í ensku deildinni, sérstaklega eftir EM í fyrra, og mikill peningur og metnaður lagður í hana. Það er því klárlega spennandi deild en á sama tíma er þýska deildin einnig á ákveðinni uppleið, með meiri peningum, áhorfendum og áhuga. Það er gríðarlegur munur á áhorfendatölum. Kvennaboltinn alls staðar í heiminum er á mikilli uppleið og Englendingarnir eru rosalega góðir í að markaðssetja sig, svo sú deild er áberandi. Það eru mjög spennandi ár fram undan í kvennaboltanum, hjá öllum þessum stóru félögum sem eru að leggja pening og áhuga í kvennaliðin sín,“ segir Glódís.
Þýski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira