Spenna magnast vegna Prjónagleðinnar á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2023 21:03 Reiknað er með mjög mikilli þátttöku á Prjónagleðinni 2023 á Blönduósi 9. til 13. júní. Aðsend Mikil spenna og eftirvænting er á Blönduósi fyrir Prjónahátíð, sem haldin verður þar aðra helgina í júní þar sem prjónafólk af öllu landinu mun sameinast til að prjóna og miðla prjónasögum. Sveitarstjóri Húnabyggðar hefur skráð sig á námskeiðið „Karlar prjóna“ á hátíðinni. Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst Prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. „Hér sameinast prjónarar Íslands á svona árshátíð og hér er hægt að fara á námskeið, það er hægt að versla fullt af garni og fylgihlutum og það er hægt að vera með öðru prjónafólki. Það er hægt að sitja allan daginn á kaffihús og prjóna. Það eru kvöldvökur og þetta snýst bara allt um prjón þessi helgi,” segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar. Áttu ekki von á mikið af gestum og góðri stemming? „Jú, ég á von á mikið af gestum og bara feikilega góðum anda og mikilli gleði.” Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar á Blönduósi aðra helgina í júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstakur heiðursgestur frá Danmörku mætir á hátíðina. „Já, hápunktur hátíðarinnar erþað að við erum að fá stjörnu í heimsókn sem verður með okkur alla hátíðina en það er hún Leneholi Samsö, sem er danskur prjónahönnuður og mjög flink prjónakona. Ég hugsa að flestir íslenskir prjónarar hafa prjónað eitthvað eftir hana,” segir Svanhildur. Lene Holme Samsøe er gríðarstórt nafn í prjónaheiminum og þekkt fyrir sína sígildu og fáguðu hönnun þar sem einfaldleiki og áhugaverð smáatriði gera hverja flík einstaka. Hún verður heiðursgestur Prjónagleðinnar í ár og verður með fyrirlestur föstudaginn 9. júní klukkan 20:00.Aðsend Pétur Arason, sveitarstjóri ætlar ekki að missa af prjónahátíðinni enda búin að fá gjafabréf til þátttöku á námskeiðinu “Karlar prjóna”. „Já, nú er búið að kaupa fyrir mig námskeið í prjóni en nú þarf ég líka að taka þátt. Ég hlakka bara til þess,” segir Pétur. Og hvað ætlar þú að prjóna? „Það er spurningin, ætli ég byrji bara ekki á bókamerki, einhverju mjög einföldu, ég veit það ekki, ég ætla að láta kennarann kannski ráða því.” Um Prjónagleðina Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst Prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. „Hér sameinast prjónarar Íslands á svona árshátíð og hér er hægt að fara á námskeið, það er hægt að versla fullt af garni og fylgihlutum og það er hægt að vera með öðru prjónafólki. Það er hægt að sitja allan daginn á kaffihús og prjóna. Það eru kvöldvökur og þetta snýst bara allt um prjón þessi helgi,” segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar. Áttu ekki von á mikið af gestum og góðri stemming? „Jú, ég á von á mikið af gestum og bara feikilega góðum anda og mikilli gleði.” Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar á Blönduósi aðra helgina í júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstakur heiðursgestur frá Danmörku mætir á hátíðina. „Já, hápunktur hátíðarinnar erþað að við erum að fá stjörnu í heimsókn sem verður með okkur alla hátíðina en það er hún Leneholi Samsö, sem er danskur prjónahönnuður og mjög flink prjónakona. Ég hugsa að flestir íslenskir prjónarar hafa prjónað eitthvað eftir hana,” segir Svanhildur. Lene Holme Samsøe er gríðarstórt nafn í prjónaheiminum og þekkt fyrir sína sígildu og fáguðu hönnun þar sem einfaldleiki og áhugaverð smáatriði gera hverja flík einstaka. Hún verður heiðursgestur Prjónagleðinnar í ár og verður með fyrirlestur föstudaginn 9. júní klukkan 20:00.Aðsend Pétur Arason, sveitarstjóri ætlar ekki að missa af prjónahátíðinni enda búin að fá gjafabréf til þátttöku á námskeiðinu “Karlar prjóna”. „Já, nú er búið að kaupa fyrir mig námskeið í prjóni en nú þarf ég líka að taka þátt. Ég hlakka bara til þess,” segir Pétur. Og hvað ætlar þú að prjóna? „Það er spurningin, ætli ég byrji bara ekki á bókamerki, einhverju mjög einföldu, ég veit það ekki, ég ætla að láta kennarann kannski ráða því.” Um Prjónagleðina
Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira