Skipa Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 20:27 Ræðismannsskrifstofa Rússa í Frankfurt í Þýskalandi. AP/Michael Probst Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. Þjóðverjar mega ekki vera með fleiri en 350 opinbera starfsmenn í Rússlandi. Það á við fólk sem vinnur á menningarstofnunum, skólum og sendiráðum og ræðismannsskrifstofum, samkvæmt frétt DW. Nokkur hundruð manna þurfa að flytja frá Rússlandi. Miðillinn hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Þýskalands að Þjóðverjar hafi svarað fyrir sig og skipunin um lokun ræðismannsskrifstofanna sé til samræmis við takmarkanir á Þjóðverja í Rússlandi. Eftir breytingarnar í lok þessa árs munu Rússar eingöngu vera með sendiráðið í Berlín og eina ræðismannsskrifstofu í Þýskalandi. Sjá einnig: Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Talsmaðurinn sagði miður að taka þyrfti þessa ákvörðun en bætti við að stríðsrekstur Rússa hefði í för með sér að enginn grunnur væri fyrir eins umfangsmiklum samskiptum ríkjanna á milli og þau voru fyrir. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri Í frétt Süddeutsche Zeitung segir að Þjóðverjar séu að loka skrifstofum sínum í Kaliningrad, Yekateriburg og Novosiberisk. Sendiráðið í Moskvu og ræðismannsskrifstofan í Pétursborg sömuleiðis. Samband Rússlands og Þýskalands hefur á undanförnum árum verið nokkuð náið. Það hefur beðið verulega hnekki í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en Þjóðverjar eru meðal þeirra ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum hvað mesta hernaðaraðstoð. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Þjóðverjar mega ekki vera með fleiri en 350 opinbera starfsmenn í Rússlandi. Það á við fólk sem vinnur á menningarstofnunum, skólum og sendiráðum og ræðismannsskrifstofum, samkvæmt frétt DW. Nokkur hundruð manna þurfa að flytja frá Rússlandi. Miðillinn hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Þýskalands að Þjóðverjar hafi svarað fyrir sig og skipunin um lokun ræðismannsskrifstofanna sé til samræmis við takmarkanir á Þjóðverja í Rússlandi. Eftir breytingarnar í lok þessa árs munu Rússar eingöngu vera með sendiráðið í Berlín og eina ræðismannsskrifstofu í Þýskalandi. Sjá einnig: Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Talsmaðurinn sagði miður að taka þyrfti þessa ákvörðun en bætti við að stríðsrekstur Rússa hefði í för með sér að enginn grunnur væri fyrir eins umfangsmiklum samskiptum ríkjanna á milli og þau voru fyrir. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri Í frétt Süddeutsche Zeitung segir að Þjóðverjar séu að loka skrifstofum sínum í Kaliningrad, Yekateriburg og Novosiberisk. Sendiráðið í Moskvu og ræðismannsskrifstofan í Pétursborg sömuleiðis. Samband Rússlands og Þýskalands hefur á undanförnum árum verið nokkuð náið. Það hefur beðið verulega hnekki í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en Þjóðverjar eru meðal þeirra ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum hvað mesta hernaðaraðstoð.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira