Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 21:32 Armie Hammer hefur verið sakaður um kynferðisbrot og ofbeldi af mörgum konum. Getty/Matt McClain Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. Ásakanirnar sem hafa verið til rannsóknar snúa að því að kona sem heitir Effie Angelova sakaði hann um nauðgun um árið en þau áttu í sambandi yfir nokkur ár. Angelova hélt blaðamannafund þar sem hún greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Hammer frá 2017. Þá sakaði hún hann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Birt var heimildarmynd um Hammer í fyrra þar sem meðal annars var fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann átti í sambandi við. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Sjá einnig: „Ég er hundrað prósent mannæta“ Hollywood Reporter hefur eftir saksóknurum í Los Angeles að oft sé erfitt að finna sannanir í nauðgunarmálum og því séu reynslumestu saksóknararnir settir í þau mál. Eftir ítarlega tveggja ára rannsókn sé niðurstaðan sú að ekki hafi fundist tilefni til ákæru. Það sé að miklu leyti vegna flókins sambands Angelova og Hammer og það geri erfitt að sanna að hann hafi þvingað hana til samræðis. Hammer hefur neitað ásökunum sem á hann hafa verið bornar en í kjölfarið missti hann fjölmörg verkefni og umboðsmenn hans slitu samstarfinu við hann. Hann birti færslu á Instagram í kvöld þar sem hann sagðist þakklátur saksóknurum í Los Angeles fyrir ítarlega rannsókn þeirra og þá niðurstöðu að hann verði ekki ákærður. Hammer heldur því fram í færslunni að hann hafi engan glæp framið og segist hlakka til þess að byggja líf sitt upp á nýjan leik. View this post on Instagram A post shared by @armiehammer Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ásakanirnar sem hafa verið til rannsóknar snúa að því að kona sem heitir Effie Angelova sakaði hann um nauðgun um árið en þau áttu í sambandi yfir nokkur ár. Angelova hélt blaðamannafund þar sem hún greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Hammer frá 2017. Þá sakaði hún hann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Birt var heimildarmynd um Hammer í fyrra þar sem meðal annars var fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann átti í sambandi við. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Sjá einnig: „Ég er hundrað prósent mannæta“ Hollywood Reporter hefur eftir saksóknurum í Los Angeles að oft sé erfitt að finna sannanir í nauðgunarmálum og því séu reynslumestu saksóknararnir settir í þau mál. Eftir ítarlega tveggja ára rannsókn sé niðurstaðan sú að ekki hafi fundist tilefni til ákæru. Það sé að miklu leyti vegna flókins sambands Angelova og Hammer og það geri erfitt að sanna að hann hafi þvingað hana til samræðis. Hammer hefur neitað ásökunum sem á hann hafa verið bornar en í kjölfarið missti hann fjölmörg verkefni og umboðsmenn hans slitu samstarfinu við hann. Hann birti færslu á Instagram í kvöld þar sem hann sagðist þakklátur saksóknurum í Los Angeles fyrir ítarlega rannsókn þeirra og þá niðurstöðu að hann verði ekki ákærður. Hammer heldur því fram í færslunni að hann hafi engan glæp framið og segist hlakka til þess að byggja líf sitt upp á nýjan leik. View this post on Instagram A post shared by @armiehammer
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira