Þarf ég að ganga heim? Máni Þór Magnason skrifar 1. júní 2023 08:30 Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu. Ein helsta ástæða þess er skortur á almenningssamgöngum á nóttinni, en slíka þjónustu er aðeins að fá innan Reykjavíkur. Endurkoma á næturstrætó væru ekki aðeins miklar umbætur á samgöngumálum stórhöfuðborgarsvæðisins, heldur er einnig um mikilvægt öryggismál að ræða. Það á að vera sjálfsagt fyrir okkur öll að komast örugg heim, en þetta takmarkaða aðgengi á almenningssamgöngum ýtir undir að ýmsir hópar fólks finna fyrir óöryggi á nóttunni. Einnig getur þetta leitt til þess að fólk keyri sjálft heim, undir áhrifum áfengis, með þeim hættum sem því fylgir. En hver er ástæðan fyrir því að nágrannar höfuðborgarinnar hafi ekki endurvakið næturstrætó? Þegar þessari spurningu er kastað fram er oftast vísað í hve kostnaðarsamt það er að halda næturstrætó úti. Ef litið er á kostnaðaráætlun kemur hins vegar annað í ljós, en í upplýsingum frá Strætó má sjá áætlaðan kostnað fyrir nokkur af nágrannasveitafélögum Reykjavíkur, verði þau samtaka um að taka þjónustuna upp, eins og sjá má í töflu hér að neðan. Í kostnaðargreiningunni er búist við 5 m.kr hagnaði á þjónustunni, miðað við að allir notendur myndu borga tvöfalt strætógjald fyrir þjónustuna, eða um 1100 krónur. Ég vil hvetja þessi bæjarfélög til að hugsa um hagsmuni íbúa sinna og koma þessari nauðsynlegu þjónustu aftur á laggirnar. Höfundur er ritari Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Hafnarfjörður Strætó Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu. Ein helsta ástæða þess er skortur á almenningssamgöngum á nóttinni, en slíka þjónustu er aðeins að fá innan Reykjavíkur. Endurkoma á næturstrætó væru ekki aðeins miklar umbætur á samgöngumálum stórhöfuðborgarsvæðisins, heldur er einnig um mikilvægt öryggismál að ræða. Það á að vera sjálfsagt fyrir okkur öll að komast örugg heim, en þetta takmarkaða aðgengi á almenningssamgöngum ýtir undir að ýmsir hópar fólks finna fyrir óöryggi á nóttunni. Einnig getur þetta leitt til þess að fólk keyri sjálft heim, undir áhrifum áfengis, með þeim hættum sem því fylgir. En hver er ástæðan fyrir því að nágrannar höfuðborgarinnar hafi ekki endurvakið næturstrætó? Þegar þessari spurningu er kastað fram er oftast vísað í hve kostnaðarsamt það er að halda næturstrætó úti. Ef litið er á kostnaðaráætlun kemur hins vegar annað í ljós, en í upplýsingum frá Strætó má sjá áætlaðan kostnað fyrir nokkur af nágrannasveitafélögum Reykjavíkur, verði þau samtaka um að taka þjónustuna upp, eins og sjá má í töflu hér að neðan. Í kostnaðargreiningunni er búist við 5 m.kr hagnaði á þjónustunni, miðað við að allir notendur myndu borga tvöfalt strætógjald fyrir þjónustuna, eða um 1100 krónur. Ég vil hvetja þessi bæjarfélög til að hugsa um hagsmuni íbúa sinna og koma þessari nauðsynlegu þjónustu aftur á laggirnar. Höfundur er ritari Viðreisnar í Hafnarfirði.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun