Þarf ég að ganga heim? Máni Þór Magnason skrifar 1. júní 2023 08:30 Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu. Ein helsta ástæða þess er skortur á almenningssamgöngum á nóttinni, en slíka þjónustu er aðeins að fá innan Reykjavíkur. Endurkoma á næturstrætó væru ekki aðeins miklar umbætur á samgöngumálum stórhöfuðborgarsvæðisins, heldur er einnig um mikilvægt öryggismál að ræða. Það á að vera sjálfsagt fyrir okkur öll að komast örugg heim, en þetta takmarkaða aðgengi á almenningssamgöngum ýtir undir að ýmsir hópar fólks finna fyrir óöryggi á nóttunni. Einnig getur þetta leitt til þess að fólk keyri sjálft heim, undir áhrifum áfengis, með þeim hættum sem því fylgir. En hver er ástæðan fyrir því að nágrannar höfuðborgarinnar hafi ekki endurvakið næturstrætó? Þegar þessari spurningu er kastað fram er oftast vísað í hve kostnaðarsamt það er að halda næturstrætó úti. Ef litið er á kostnaðaráætlun kemur hins vegar annað í ljós, en í upplýsingum frá Strætó má sjá áætlaðan kostnað fyrir nokkur af nágrannasveitafélögum Reykjavíkur, verði þau samtaka um að taka þjónustuna upp, eins og sjá má í töflu hér að neðan. Í kostnaðargreiningunni er búist við 5 m.kr hagnaði á þjónustunni, miðað við að allir notendur myndu borga tvöfalt strætógjald fyrir þjónustuna, eða um 1100 krónur. Ég vil hvetja þessi bæjarfélög til að hugsa um hagsmuni íbúa sinna og koma þessari nauðsynlegu þjónustu aftur á laggirnar. Höfundur er ritari Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Hafnarfjörður Strætó Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu. Ein helsta ástæða þess er skortur á almenningssamgöngum á nóttinni, en slíka þjónustu er aðeins að fá innan Reykjavíkur. Endurkoma á næturstrætó væru ekki aðeins miklar umbætur á samgöngumálum stórhöfuðborgarsvæðisins, heldur er einnig um mikilvægt öryggismál að ræða. Það á að vera sjálfsagt fyrir okkur öll að komast örugg heim, en þetta takmarkaða aðgengi á almenningssamgöngum ýtir undir að ýmsir hópar fólks finna fyrir óöryggi á nóttunni. Einnig getur þetta leitt til þess að fólk keyri sjálft heim, undir áhrifum áfengis, með þeim hættum sem því fylgir. En hver er ástæðan fyrir því að nágrannar höfuðborgarinnar hafi ekki endurvakið næturstrætó? Þegar þessari spurningu er kastað fram er oftast vísað í hve kostnaðarsamt það er að halda næturstrætó úti. Ef litið er á kostnaðaráætlun kemur hins vegar annað í ljós, en í upplýsingum frá Strætó má sjá áætlaðan kostnað fyrir nokkur af nágrannasveitafélögum Reykjavíkur, verði þau samtaka um að taka þjónustuna upp, eins og sjá má í töflu hér að neðan. Í kostnaðargreiningunni er búist við 5 m.kr hagnaði á þjónustunni, miðað við að allir notendur myndu borga tvöfalt strætógjald fyrir þjónustuna, eða um 1100 krónur. Ég vil hvetja þessi bæjarfélög til að hugsa um hagsmuni íbúa sinna og koma þessari nauðsynlegu þjónustu aftur á laggirnar. Höfundur er ritari Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar