Þarf ég að ganga heim? Máni Þór Magnason skrifar 1. júní 2023 08:30 Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu. Ein helsta ástæða þess er skortur á almenningssamgöngum á nóttinni, en slíka þjónustu er aðeins að fá innan Reykjavíkur. Endurkoma á næturstrætó væru ekki aðeins miklar umbætur á samgöngumálum stórhöfuðborgarsvæðisins, heldur er einnig um mikilvægt öryggismál að ræða. Það á að vera sjálfsagt fyrir okkur öll að komast örugg heim, en þetta takmarkaða aðgengi á almenningssamgöngum ýtir undir að ýmsir hópar fólks finna fyrir óöryggi á nóttunni. Einnig getur þetta leitt til þess að fólk keyri sjálft heim, undir áhrifum áfengis, með þeim hættum sem því fylgir. En hver er ástæðan fyrir því að nágrannar höfuðborgarinnar hafi ekki endurvakið næturstrætó? Þegar þessari spurningu er kastað fram er oftast vísað í hve kostnaðarsamt það er að halda næturstrætó úti. Ef litið er á kostnaðaráætlun kemur hins vegar annað í ljós, en í upplýsingum frá Strætó má sjá áætlaðan kostnað fyrir nokkur af nágrannasveitafélögum Reykjavíkur, verði þau samtaka um að taka þjónustuna upp, eins og sjá má í töflu hér að neðan. Í kostnaðargreiningunni er búist við 5 m.kr hagnaði á þjónustunni, miðað við að allir notendur myndu borga tvöfalt strætógjald fyrir þjónustuna, eða um 1100 krónur. Ég vil hvetja þessi bæjarfélög til að hugsa um hagsmuni íbúa sinna og koma þessari nauðsynlegu þjónustu aftur á laggirnar. Höfundur er ritari Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Hafnarfjörður Strætó Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu. Ein helsta ástæða þess er skortur á almenningssamgöngum á nóttinni, en slíka þjónustu er aðeins að fá innan Reykjavíkur. Endurkoma á næturstrætó væru ekki aðeins miklar umbætur á samgöngumálum stórhöfuðborgarsvæðisins, heldur er einnig um mikilvægt öryggismál að ræða. Það á að vera sjálfsagt fyrir okkur öll að komast örugg heim, en þetta takmarkaða aðgengi á almenningssamgöngum ýtir undir að ýmsir hópar fólks finna fyrir óöryggi á nóttunni. Einnig getur þetta leitt til þess að fólk keyri sjálft heim, undir áhrifum áfengis, með þeim hættum sem því fylgir. En hver er ástæðan fyrir því að nágrannar höfuðborgarinnar hafi ekki endurvakið næturstrætó? Þegar þessari spurningu er kastað fram er oftast vísað í hve kostnaðarsamt það er að halda næturstrætó úti. Ef litið er á kostnaðaráætlun kemur hins vegar annað í ljós, en í upplýsingum frá Strætó má sjá áætlaðan kostnað fyrir nokkur af nágrannasveitafélögum Reykjavíkur, verði þau samtaka um að taka þjónustuna upp, eins og sjá má í töflu hér að neðan. Í kostnaðargreiningunni er búist við 5 m.kr hagnaði á þjónustunni, miðað við að allir notendur myndu borga tvöfalt strætógjald fyrir þjónustuna, eða um 1100 krónur. Ég vil hvetja þessi bæjarfélög til að hugsa um hagsmuni íbúa sinna og koma þessari nauðsynlegu þjónustu aftur á laggirnar. Höfundur er ritari Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar