„Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 13:39 Guðmundur B. Ólafsson kynnti nýjan landsliðsþjálfara til leiks á blaðamannafundi í dag. Dagur Sigurðsson var einn þeirra sem rætt var óformlega við vegna starfsins en Degi blöskraði hvernig HSÍ vann málið. vísir/Vilhelm og Getty „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára. Snorri og Dagur voru á meðal fyrstu manna sem að HSÍ hafði samband við í leit að arftaka Guðmundar Guðmundssonar, fyrir þremur mánuðum síðan. Dagur, sem er núverandi landsliðsþjálfari Japans, sagðist hins vegar í viðtali við Vísi í apríl telja fund sinn með HSÍ hafa verið vísi að leikriti. Dagur gagnrýndi vinnubrögð HSÍ harðlega og sagðist skilja að „Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin“. Til að mynda hafi HSÍ stungið upp á því að funda með Degi á kaffihúsi, þó fundurinn hafi á endanum farið fram annars staðar, og að fimm vikum eftir fundinn hefði enn ekki heyrst múkk frá HSÍ. „Við Dagur áttum fund saman og ég ætla ekki að fara að greina neitt nánar frá því,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum í dag. „Við áttum mjög heiðarlegt og gott spjall. Hann upplýsti það, eins og hann hefur upplýst í fjölmiðlum, að hann er með samning við Japan til ágúst 2024, svo það setti þá mynd í ákveðna stöðu. Við vissum því bara af þeim kosti en sá kostur varð ekki ofan á.“ Spurður enn frekar út í gagnrýni Dags á vinnubrögð formannsins svaraði Guðmundur: „Ég fer ekkert út í nein persónuleg samtöl við Dag. Hann má alveg hafa sína gagnrýni á því. Ég held að við höfum alveg staðið rétt að þessu og hef ekki meira um það að segja. Ég fer ekki í hnútukast við menn fyrir að gagnrýna mig. Það er alveg sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt.“ Klippa: Guðmundur um gagnrýni Dags Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára. Snorri og Dagur voru á meðal fyrstu manna sem að HSÍ hafði samband við í leit að arftaka Guðmundar Guðmundssonar, fyrir þremur mánuðum síðan. Dagur, sem er núverandi landsliðsþjálfari Japans, sagðist hins vegar í viðtali við Vísi í apríl telja fund sinn með HSÍ hafa verið vísi að leikriti. Dagur gagnrýndi vinnubrögð HSÍ harðlega og sagðist skilja að „Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin“. Til að mynda hafi HSÍ stungið upp á því að funda með Degi á kaffihúsi, þó fundurinn hafi á endanum farið fram annars staðar, og að fimm vikum eftir fundinn hefði enn ekki heyrst múkk frá HSÍ. „Við Dagur áttum fund saman og ég ætla ekki að fara að greina neitt nánar frá því,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum í dag. „Við áttum mjög heiðarlegt og gott spjall. Hann upplýsti það, eins og hann hefur upplýst í fjölmiðlum, að hann er með samning við Japan til ágúst 2024, svo það setti þá mynd í ákveðna stöðu. Við vissum því bara af þeim kosti en sá kostur varð ekki ofan á.“ Spurður enn frekar út í gagnrýni Dags á vinnubrögð formannsins svaraði Guðmundur: „Ég fer ekkert út í nein persónuleg samtöl við Dag. Hann má alveg hafa sína gagnrýni á því. Ég held að við höfum alveg staðið rétt að þessu og hef ekki meira um það að segja. Ég fer ekki í hnútukast við menn fyrir að gagnrýna mig. Það er alveg sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt.“ Klippa: Guðmundur um gagnrýni Dags
Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00