Fjölnir og Afturelding á toppnum eftir góða sigra Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 21:22 Fjölnismenn eru á toppi Lengjudeildarinnar. Vísir/Vilhelm Fjölnir og Afturelding eru efst og jöfn á toppi Lengjudeildarinnar eftir góða sigra í leikjum kvöldsins. Selfoss er ekki langt undan eftir sigur á Þrótturum. Fjölnir sótti Skagamenn heim á Akranes í leik sem Skagamenn máttu helst ekki tapa ætluðu þeir sér ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Fjölnir var í efsta sæti fyrir leikinn, sátu þar með 10 stig líkt og Afturelding og Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 10. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu gestanna en á lokamínútunni minnkaði Viktor Jónsson muninn og kom spennu í leikinn. Skagamönnum tókst hins vegar ekki að jafna og þeir eru nú átta stigum á eftir toppliðum deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Í Grindavík var toppslagur þar sem heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Leikurinn suður með sjó varð í raun aldrei spennandi því Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Aron Elí Sævarsson skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk síðan rautt spjald um miðjan hálfleikinn og heimamenn einum færri. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ásgeir Marteinsson við öðru marki fyrir Aftureldingu og staðan orðin erfið fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik bættist eitt mark við, það kom á 86. mínútu þegar Elmar Smári Enesson Cogic skoraði þriðja mark gestanna. Lokatölur 3-0 og Afturelding deilir nú toppsætinu með Fjölni. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti. Adrian Sanchez kom Selfyssingum í 1-0 á 9. mínútu og sjálfsmark Eiríks Þorsteinssonar tvöfaldaði forystu heimamanna á 21. mínútu. Selfyssingurinn Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 54. mínútu eftir glórulausa tæklingu en Þrótturum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Izaro Sanchez skoraði. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar fögnuðu 2-1 sigri. Selfoss er nú í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara og atvik í leikjum eru fengnar frá Fótbolti.net Lengjudeild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Sjá meira
Fjölnir sótti Skagamenn heim á Akranes í leik sem Skagamenn máttu helst ekki tapa ætluðu þeir sér ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Fjölnir var í efsta sæti fyrir leikinn, sátu þar með 10 stig líkt og Afturelding og Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 10. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu gestanna en á lokamínútunni minnkaði Viktor Jónsson muninn og kom spennu í leikinn. Skagamönnum tókst hins vegar ekki að jafna og þeir eru nú átta stigum á eftir toppliðum deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Í Grindavík var toppslagur þar sem heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Leikurinn suður með sjó varð í raun aldrei spennandi því Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Aron Elí Sævarsson skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk síðan rautt spjald um miðjan hálfleikinn og heimamenn einum færri. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ásgeir Marteinsson við öðru marki fyrir Aftureldingu og staðan orðin erfið fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik bættist eitt mark við, það kom á 86. mínútu þegar Elmar Smári Enesson Cogic skoraði þriðja mark gestanna. Lokatölur 3-0 og Afturelding deilir nú toppsætinu með Fjölni. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti. Adrian Sanchez kom Selfyssingum í 1-0 á 9. mínútu og sjálfsmark Eiríks Þorsteinssonar tvöfaldaði forystu heimamanna á 21. mínútu. Selfyssingurinn Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 54. mínútu eftir glórulausa tæklingu en Þrótturum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Izaro Sanchez skoraði. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar fögnuðu 2-1 sigri. Selfoss er nú í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara og atvik í leikjum eru fengnar frá Fótbolti.net
Lengjudeild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Sjá meira