Fjölnir og Afturelding á toppnum eftir góða sigra Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 21:22 Fjölnismenn eru á toppi Lengjudeildarinnar. Vísir/Vilhelm Fjölnir og Afturelding eru efst og jöfn á toppi Lengjudeildarinnar eftir góða sigra í leikjum kvöldsins. Selfoss er ekki langt undan eftir sigur á Þrótturum. Fjölnir sótti Skagamenn heim á Akranes í leik sem Skagamenn máttu helst ekki tapa ætluðu þeir sér ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Fjölnir var í efsta sæti fyrir leikinn, sátu þar með 10 stig líkt og Afturelding og Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 10. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu gestanna en á lokamínútunni minnkaði Viktor Jónsson muninn og kom spennu í leikinn. Skagamönnum tókst hins vegar ekki að jafna og þeir eru nú átta stigum á eftir toppliðum deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Í Grindavík var toppslagur þar sem heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Leikurinn suður með sjó varð í raun aldrei spennandi því Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Aron Elí Sævarsson skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk síðan rautt spjald um miðjan hálfleikinn og heimamenn einum færri. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ásgeir Marteinsson við öðru marki fyrir Aftureldingu og staðan orðin erfið fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik bættist eitt mark við, það kom á 86. mínútu þegar Elmar Smári Enesson Cogic skoraði þriðja mark gestanna. Lokatölur 3-0 og Afturelding deilir nú toppsætinu með Fjölni. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti. Adrian Sanchez kom Selfyssingum í 1-0 á 9. mínútu og sjálfsmark Eiríks Þorsteinssonar tvöfaldaði forystu heimamanna á 21. mínútu. Selfyssingurinn Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 54. mínútu eftir glórulausa tæklingu en Þrótturum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Izaro Sanchez skoraði. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar fögnuðu 2-1 sigri. Selfoss er nú í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara og atvik í leikjum eru fengnar frá Fótbolti.net Lengjudeild karla Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Sjá meira
Fjölnir sótti Skagamenn heim á Akranes í leik sem Skagamenn máttu helst ekki tapa ætluðu þeir sér ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Fjölnir var í efsta sæti fyrir leikinn, sátu þar með 10 stig líkt og Afturelding og Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 10. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu gestanna en á lokamínútunni minnkaði Viktor Jónsson muninn og kom spennu í leikinn. Skagamönnum tókst hins vegar ekki að jafna og þeir eru nú átta stigum á eftir toppliðum deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Í Grindavík var toppslagur þar sem heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Leikurinn suður með sjó varð í raun aldrei spennandi því Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Aron Elí Sævarsson skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk síðan rautt spjald um miðjan hálfleikinn og heimamenn einum færri. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ásgeir Marteinsson við öðru marki fyrir Aftureldingu og staðan orðin erfið fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik bættist eitt mark við, það kom á 86. mínútu þegar Elmar Smári Enesson Cogic skoraði þriðja mark gestanna. Lokatölur 3-0 og Afturelding deilir nú toppsætinu með Fjölni. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti. Adrian Sanchez kom Selfyssingum í 1-0 á 9. mínútu og sjálfsmark Eiríks Þorsteinssonar tvöfaldaði forystu heimamanna á 21. mínútu. Selfyssingurinn Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 54. mínútu eftir glórulausa tæklingu en Þrótturum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Izaro Sanchez skoraði. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar fögnuðu 2-1 sigri. Selfoss er nú í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara og atvik í leikjum eru fengnar frá Fótbolti.net
Lengjudeild karla Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Sjá meira