Hermann: Fengum Kjartan Másson inn í klefa hjá okkur fyrir leik Einar Kárason skrifar 1. júní 2023 21:26 Hermann, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var frábær leikur og ég er hrikalega stoltur af liðinu,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV eftir öruggan sigur á HK í Bestu deildinni í kvöld. „Við spiluðum okkar lang besta leik, ekki spurning, í níutíu mínútur. Við áttum þessi stig fyllilega skilið.“ Hermann nýtti tækifærið til að óska karlaliði ÍBV í handbolta til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn en Eyjamenn unnu Hauka í oddaleik í Vestmannaeyjum í gærkvöld. „Ég vil óska þeim til hamingju með titilinn. Þeir gáfu okkur orku. Það var svolítið búið að afskrifa þá í einvíginu, sama með okkur, og það var Eyjahugafar í þeim sem gaf okkur innblástur. Svo fengum við Kjartan Másson [goðsögn í Vestmannaeyjum og íslenskri knattspyrnu] inn í klefa hjá okkur fyrir leik sem gaf okkur vel valin orð. Það var rosa kraftur og orka. Við ætluðum okkur eitthvað í dag og leikurinn var frábær.” Sigur Eyjamanna var öruggur og lið HK, sem hefur komið mörgum á óvart í sumar, átti ekki sinn besta dag. „HK hefur sýnt að þeir eru stórskemmtilegt sóknarlið. Lið hafa átt í erfiðleikum með þá. Við þurftum að hafa fyrir þessu. Það er ekkert gefins í þessari deild og við vitum það manna best. Það var gott að geta stoppað þá alveg og við bjuggum til nóg af færum,“ sagði Hermann um lið gestanna. „Okkur hefur verið refsað illa fyrir klaufagang í okkar leik,“ sagði þjálfari Eyjamanna varðandi fimm leikja taphrinu sem tók enda gegn HK. Alex Freyr Hilmarsson fór meiddur af velli í liði ÍBV og virtist hafa tognað aftan í læri. „Það hafa verið skakkaföll og nokkur meiðsli. Það er hægt að fara og pæla mikið í því en það kemur maður í manns stað. Við sýndum það svo sannarlega hér í dag að liðsheildin er góð og menn stigu virkilega upp.“ Besta deild karla ÍBV HK Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
„Við spiluðum okkar lang besta leik, ekki spurning, í níutíu mínútur. Við áttum þessi stig fyllilega skilið.“ Hermann nýtti tækifærið til að óska karlaliði ÍBV í handbolta til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn en Eyjamenn unnu Hauka í oddaleik í Vestmannaeyjum í gærkvöld. „Ég vil óska þeim til hamingju með titilinn. Þeir gáfu okkur orku. Það var svolítið búið að afskrifa þá í einvíginu, sama með okkur, og það var Eyjahugafar í þeim sem gaf okkur innblástur. Svo fengum við Kjartan Másson [goðsögn í Vestmannaeyjum og íslenskri knattspyrnu] inn í klefa hjá okkur fyrir leik sem gaf okkur vel valin orð. Það var rosa kraftur og orka. Við ætluðum okkur eitthvað í dag og leikurinn var frábær.” Sigur Eyjamanna var öruggur og lið HK, sem hefur komið mörgum á óvart í sumar, átti ekki sinn besta dag. „HK hefur sýnt að þeir eru stórskemmtilegt sóknarlið. Lið hafa átt í erfiðleikum með þá. Við þurftum að hafa fyrir þessu. Það er ekkert gefins í þessari deild og við vitum það manna best. Það var gott að geta stoppað þá alveg og við bjuggum til nóg af færum,“ sagði Hermann um lið gestanna. „Okkur hefur verið refsað illa fyrir klaufagang í okkar leik,“ sagði þjálfari Eyjamanna varðandi fimm leikja taphrinu sem tók enda gegn HK. Alex Freyr Hilmarsson fór meiddur af velli í liði ÍBV og virtist hafa tognað aftan í læri. „Það hafa verið skakkaföll og nokkur meiðsli. Það er hægt að fara og pæla mikið í því en það kemur maður í manns stað. Við sýndum það svo sannarlega hér í dag að liðsheildin er góð og menn stigu virkilega upp.“
Besta deild karla ÍBV HK Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira