Segir stórt umhverfisslys í uppsiglingu í Skerjafirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2023 14:51 Guðlaugur Þór segir Skerjafjörðinn eina fárra ósnertra strandlengja í borginni. Því megi ekki raska ró náttúrunnar þar. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir fyrirhugaða uppbyggingu í Skerjafirði stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Hann hvetur borgarstjórn til skipta um skoðun um framkvæmdir við strandlengjuna. Landfylling er áformuð í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hverfis. Hópur íbúa hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og sömuleiðis náttúruverndarsinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfirsráðherra tók í vikunni undir áhyggjur íbúa og lýst yfir áhyggjum um óafturkræfan skaða á náttúrna. Í kjölfarið lýsti Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, því yfir að yfirlýsingar ráðherrans væru óábyrgar. Þó Guðlaugur hafi ekki skipulagsvald í borginni segir hann umhverfiráðherra geta beitt sér með öðrum leiðum. „Hann getur vakið athygli á málinu og hvatt borgaryfirvöld til að hugsa málið betur. Hér er stórt umhverfisslys í uppsiglingu. Við þekkjum það að sveitarstjórnir hafa skipt um skoðun, meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þarna sé ósnortin strandlengja og mikið dýralíf sem ekki myndi ná sér á strik eftir framkvæmdir. Alexandra sagði í vikunni að ekkert væri fast í hendi varðandi landfyllinguna. „Já, þá er þetta nú auðvelt. Ef menn geta strax tekið þá ákvörðun að við ætlum ekki að gera þetta. Það sjá það allir sem skoða þetta mál sjá það að það er ekkert unnið með því, þvert á móti, að fara í þessar óafturkræfu aðgerðir. Ef við gerum það verður því aldrei breytt,“ segir Guðlaugur. „Þetta eru slæm áhrif á lífríkið, þetta eru slæm áhrif á loftslagsmálin og það er ekkert sem mælir með því að menn gangi fram með þessum hætti. Menn yrðu menn að meiru ef þeir segðu, eins og oft er gert: Heyrðu, við höfum skipt um skoðun.“ Umhverfismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Landfylling er áformuð í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hverfis. Hópur íbúa hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og sömuleiðis náttúruverndarsinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfirsráðherra tók í vikunni undir áhyggjur íbúa og lýst yfir áhyggjum um óafturkræfan skaða á náttúrna. Í kjölfarið lýsti Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, því yfir að yfirlýsingar ráðherrans væru óábyrgar. Þó Guðlaugur hafi ekki skipulagsvald í borginni segir hann umhverfiráðherra geta beitt sér með öðrum leiðum. „Hann getur vakið athygli á málinu og hvatt borgaryfirvöld til að hugsa málið betur. Hér er stórt umhverfisslys í uppsiglingu. Við þekkjum það að sveitarstjórnir hafa skipt um skoðun, meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þarna sé ósnortin strandlengja og mikið dýralíf sem ekki myndi ná sér á strik eftir framkvæmdir. Alexandra sagði í vikunni að ekkert væri fast í hendi varðandi landfyllinguna. „Já, þá er þetta nú auðvelt. Ef menn geta strax tekið þá ákvörðun að við ætlum ekki að gera þetta. Það sjá það allir sem skoða þetta mál sjá það að það er ekkert unnið með því, þvert á móti, að fara í þessar óafturkræfu aðgerðir. Ef við gerum það verður því aldrei breytt,“ segir Guðlaugur. „Þetta eru slæm áhrif á lífríkið, þetta eru slæm áhrif á loftslagsmálin og það er ekkert sem mælir með því að menn gangi fram með þessum hætti. Menn yrðu menn að meiru ef þeir segðu, eins og oft er gert: Heyrðu, við höfum skipt um skoðun.“
Umhverfismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01