„Ein og hálf fokking mínúta“ Atli Arason skrifar 2. júní 2023 22:11 Arnar var allt annað en sáttur með Ívar Orra dómara. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. „Það kemur uppbótartími en svo fer hann eina og hálfa mínútu fram yfir uppbótartímann. Hvað gerist eiginlega? Ég er búinn að standa með þessum dómurum í ansi mörg ár en núna hef ég virkilegar áhyggjur. Það er svo mikið af atriðum sem er að hjá dómurunum, svona grundvallaratriði. Ein og hálf fokking mínúta fram yfir venjulegan uppbótartíma í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo eru þeir hissa að menn missa sig í skapinu, það eru tilfinningar í þessum leik og mikið í gangi, svo standa þeir og veifa þeir gulum og rauðum spjöldum. Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan,“ sagði foxillur Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leik. „Við vorum með alla stjórn á leiknum. Þeir [Breiðablik] gutluðu með boltann og voru flottir í því en fengu ekkert einasta færi. Þetta var hinn fullkomnir leikur þangað til að Ívar Orri [dómari leiksins] var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm. Horfa þeir einhvern tíma á leik í enska boltanum? Þeir eru að dæma einhver smábrot hingað og þangað, út og suður. Djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ bætti Arnar við. Í leikslok virtist allt sjóða upp úr og menn virtust hreinlega ætla að ganga í skrokk á hvorum öðrum og það þurfti að skerast í leikinn til að róa leikmenn beggja liða niður. „Það er hiti í leiknum og hiti sem skapast af því að ákvörðunartakan er svo fáránleg inn á vellinum,“ svaraði Arnar, aðspurður út í hvað skeði á hliðarlínunni eftir lokaflautið. „Annað liðið er svikið, þetta er ekkert flóknara en það, á meðan hitt liðið gafst ekki upp og græðir á því með að jafna leikinn en þeir jafna leikinn þegar leikurinn var fokking löngu búinn. Hitinn er ekki út af einhverju hatri, hitinn er út af aðstæðum sem dómararnir skapa á meðan leiknum stendur með einhverjum bjánalegum ákvörðunum hægri vinstri og út og suður. Fokkings þvæla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að endingu. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ein og hálf fokking mínúta Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
„Það kemur uppbótartími en svo fer hann eina og hálfa mínútu fram yfir uppbótartímann. Hvað gerist eiginlega? Ég er búinn að standa með þessum dómurum í ansi mörg ár en núna hef ég virkilegar áhyggjur. Það er svo mikið af atriðum sem er að hjá dómurunum, svona grundvallaratriði. Ein og hálf fokking mínúta fram yfir venjulegan uppbótartíma í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo eru þeir hissa að menn missa sig í skapinu, það eru tilfinningar í þessum leik og mikið í gangi, svo standa þeir og veifa þeir gulum og rauðum spjöldum. Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan,“ sagði foxillur Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leik. „Við vorum með alla stjórn á leiknum. Þeir [Breiðablik] gutluðu með boltann og voru flottir í því en fengu ekkert einasta færi. Þetta var hinn fullkomnir leikur þangað til að Ívar Orri [dómari leiksins] var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm. Horfa þeir einhvern tíma á leik í enska boltanum? Þeir eru að dæma einhver smábrot hingað og þangað, út og suður. Djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ bætti Arnar við. Í leikslok virtist allt sjóða upp úr og menn virtust hreinlega ætla að ganga í skrokk á hvorum öðrum og það þurfti að skerast í leikinn til að róa leikmenn beggja liða niður. „Það er hiti í leiknum og hiti sem skapast af því að ákvörðunartakan er svo fáránleg inn á vellinum,“ svaraði Arnar, aðspurður út í hvað skeði á hliðarlínunni eftir lokaflautið. „Annað liðið er svikið, þetta er ekkert flóknara en það, á meðan hitt liðið gafst ekki upp og græðir á því með að jafna leikinn en þeir jafna leikinn þegar leikurinn var fokking löngu búinn. Hitinn er ekki út af einhverju hatri, hitinn er út af aðstæðum sem dómararnir skapa á meðan leiknum stendur með einhverjum bjánalegum ákvörðunum hægri vinstri og út og suður. Fokkings þvæla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að endingu. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ein og hálf fokking mínúta
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10