„Ein og hálf fokking mínúta“ Atli Arason skrifar 2. júní 2023 22:11 Arnar var allt annað en sáttur með Ívar Orra dómara. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. „Það kemur uppbótartími en svo fer hann eina og hálfa mínútu fram yfir uppbótartímann. Hvað gerist eiginlega? Ég er búinn að standa með þessum dómurum í ansi mörg ár en núna hef ég virkilegar áhyggjur. Það er svo mikið af atriðum sem er að hjá dómurunum, svona grundvallaratriði. Ein og hálf fokking mínúta fram yfir venjulegan uppbótartíma í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo eru þeir hissa að menn missa sig í skapinu, það eru tilfinningar í þessum leik og mikið í gangi, svo standa þeir og veifa þeir gulum og rauðum spjöldum. Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan,“ sagði foxillur Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leik. „Við vorum með alla stjórn á leiknum. Þeir [Breiðablik] gutluðu með boltann og voru flottir í því en fengu ekkert einasta færi. Þetta var hinn fullkomnir leikur þangað til að Ívar Orri [dómari leiksins] var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm. Horfa þeir einhvern tíma á leik í enska boltanum? Þeir eru að dæma einhver smábrot hingað og þangað, út og suður. Djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ bætti Arnar við. Í leikslok virtist allt sjóða upp úr og menn virtust hreinlega ætla að ganga í skrokk á hvorum öðrum og það þurfti að skerast í leikinn til að róa leikmenn beggja liða niður. „Það er hiti í leiknum og hiti sem skapast af því að ákvörðunartakan er svo fáránleg inn á vellinum,“ svaraði Arnar, aðspurður út í hvað skeði á hliðarlínunni eftir lokaflautið. „Annað liðið er svikið, þetta er ekkert flóknara en það, á meðan hitt liðið gafst ekki upp og græðir á því með að jafna leikinn en þeir jafna leikinn þegar leikurinn var fokking löngu búinn. Hitinn er ekki út af einhverju hatri, hitinn er út af aðstæðum sem dómararnir skapa á meðan leiknum stendur með einhverjum bjánalegum ákvörðunum hægri vinstri og út og suður. Fokkings þvæla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að endingu. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ein og hálf fokking mínúta Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira
„Það kemur uppbótartími en svo fer hann eina og hálfa mínútu fram yfir uppbótartímann. Hvað gerist eiginlega? Ég er búinn að standa með þessum dómurum í ansi mörg ár en núna hef ég virkilegar áhyggjur. Það er svo mikið af atriðum sem er að hjá dómurunum, svona grundvallaratriði. Ein og hálf fokking mínúta fram yfir venjulegan uppbótartíma í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo eru þeir hissa að menn missa sig í skapinu, það eru tilfinningar í þessum leik og mikið í gangi, svo standa þeir og veifa þeir gulum og rauðum spjöldum. Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan,“ sagði foxillur Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leik. „Við vorum með alla stjórn á leiknum. Þeir [Breiðablik] gutluðu með boltann og voru flottir í því en fengu ekkert einasta færi. Þetta var hinn fullkomnir leikur þangað til að Ívar Orri [dómari leiksins] var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm. Horfa þeir einhvern tíma á leik í enska boltanum? Þeir eru að dæma einhver smábrot hingað og þangað, út og suður. Djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ bætti Arnar við. Í leikslok virtist allt sjóða upp úr og menn virtust hreinlega ætla að ganga í skrokk á hvorum öðrum og það þurfti að skerast í leikinn til að róa leikmenn beggja liða niður. „Það er hiti í leiknum og hiti sem skapast af því að ákvörðunartakan er svo fáránleg inn á vellinum,“ svaraði Arnar, aðspurður út í hvað skeði á hliðarlínunni eftir lokaflautið. „Annað liðið er svikið, þetta er ekkert flóknara en það, á meðan hitt liðið gafst ekki upp og græðir á því með að jafna leikinn en þeir jafna leikinn þegar leikurinn var fokking löngu búinn. Hitinn er ekki út af einhverju hatri, hitinn er út af aðstæðum sem dómararnir skapa á meðan leiknum stendur með einhverjum bjánalegum ákvörðunum hægri vinstri og út og suður. Fokkings þvæla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að endingu. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ein og hálf fokking mínúta
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10