„Verðum að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2023 10:58 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Björk Guðmundsdóttir er meðal listamanna sem koma fram á viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Hún segir að um sé að ræða einskonar gleðigöngu til stuðnings þess að hvalveiðar verði stöðvaðar í eitt skipti fyrir öll. „Nú liggur fyrir ný könnun sem sýnir að það er vilji meirihluta þjóðarinnar og auk þess liggur fyrir að þessar veiðar eru stundaðar í fullkominni andstöðu við lög og reglur sem gilda í landinu," segir Katrín.“ „Þannig ég held að fólk vilji bara einhvernveginn láta í það skína að hingað sé komið nógu mikið af fólki til þess að segja stopp og hjálpa yfirvöldum að taka hina einu réttu ákvörðun í málinu, sem er að stöðva þetta strax.“ Björk Guðmundsdóttir mun þeyta skífum á Hjartatorgi í dag. Getty Aðspurð um dagskrána segir Katrín að fólk muni safnast saman klukkan tvö við gömlu höfnina. Þar sé kaldhæðislegt að þar liggi hlið við hlið annarsvegar hvalaskoðunarbátar og hinsvegar hvalveiðibátar. „Þar verða einhverjir gjörningar og kórar munu syngja og annað og svo verður gengið fylgtu liði að Hjartatorginu þar sem verður ýmiskonar dagskrá, ræður og tónlist. Högni, og Björk mun þeyta skífum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta stendur alla leið til klukkan sjö í kvöld. Það verður listasmiðja fyrir börn til að búa til sín eigin plögg og skilti og allir velkomnir.“ Katrín segist bjartsýn á að viðburðir sem þessi skapi pressu á stjórnvöld og að það takist að stöðva veiðarnar. „Þessar veiðar og þessi vinnsla er í andstöðu við lög og reglur í landinu. Almenningur og listafólk og bara öll sem geta verða að sjálfsögðu að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga.“ Hvalir Dýr Menning Hvalveiðar Tengdar fréttir Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07 Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Hún segir að um sé að ræða einskonar gleðigöngu til stuðnings þess að hvalveiðar verði stöðvaðar í eitt skipti fyrir öll. „Nú liggur fyrir ný könnun sem sýnir að það er vilji meirihluta þjóðarinnar og auk þess liggur fyrir að þessar veiðar eru stundaðar í fullkominni andstöðu við lög og reglur sem gilda í landinu," segir Katrín.“ „Þannig ég held að fólk vilji bara einhvernveginn láta í það skína að hingað sé komið nógu mikið af fólki til þess að segja stopp og hjálpa yfirvöldum að taka hina einu réttu ákvörðun í málinu, sem er að stöðva þetta strax.“ Björk Guðmundsdóttir mun þeyta skífum á Hjartatorgi í dag. Getty Aðspurð um dagskrána segir Katrín að fólk muni safnast saman klukkan tvö við gömlu höfnina. Þar sé kaldhæðislegt að þar liggi hlið við hlið annarsvegar hvalaskoðunarbátar og hinsvegar hvalveiðibátar. „Þar verða einhverjir gjörningar og kórar munu syngja og annað og svo verður gengið fylgtu liði að Hjartatorginu þar sem verður ýmiskonar dagskrá, ræður og tónlist. Högni, og Björk mun þeyta skífum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta stendur alla leið til klukkan sjö í kvöld. Það verður listasmiðja fyrir börn til að búa til sín eigin plögg og skilti og allir velkomnir.“ Katrín segist bjartsýn á að viðburðir sem þessi skapi pressu á stjórnvöld og að það takist að stöðva veiðarnar. „Þessar veiðar og þessi vinnsla er í andstöðu við lög og reglur í landinu. Almenningur og listafólk og bara öll sem geta verða að sjálfsögðu að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga.“
Hvalir Dýr Menning Hvalveiðar Tengdar fréttir Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07 Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07
Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06