Stefna Snæfellsbæ: „Verkfallsbrot af öllu tagi eru algerlega óþolandi“ Margrét Björk Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 3. júní 2023 14:34 Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB. Vísir/Ívar BSRB hefur stefnt Snæfellsbæ fyrir Félagsdóm þar sem talið er að ítrekuð verkfallsbrot hafi verið framin á leikskólum. Varaformaður bandalagsins segir verkfallsbrot óþolandi en þau þétti fólk saman og styrki í baráttunni um betri kjör. Fyrst var sagt frá stefnunni á vef Ríkisútvarpsins, þar sem fram kemur að umrædd brot séu talin hafa verið framin á leikskólum í Ólafsvík og á Hellissandi. Fólk hafi verið fært milli vinnustaða og gengið hafi verið í störf fólks í verkfalli. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, segir að upp hafi komið atvik, þó ekki víða, þar sem hann telji að streitan í kringum verkfallið og skerta þjónustu hafi valdið því að fólk hafi ekki séð við því á öllum stöðum. „Sem betur fer er þetta ekki víða. Í langsamlega flestum tilfellum skilja stjórnendur ástæður þess að við erum i þessari baráttu. Þau vita alveg á hvaða launum okkar félagsmenn eru og bera virðingu fyrir baráttunni,“ segir Þórarinn. Hann segir að ef vekja þurfi athygli á verkfallsbrotum og koma í veg fyrir þau, sé það gert. Aðspurður um það hvernig svona verkfallsbrot koma upp, segir Þórarinn að félagsmenn á svæðinu hafi heyrt sögur og þetta rati til BSRB í gegnum öflugt samtalsnet bandalagsins. Fylgst sé með um allt land hvernig verkfallið gangi. „Við sjáum að í langflestum tilvikum er framganga allra alveg til sóma og engir hnökrar á því. En það geta komið upp tilvik þar sem eitthvað fer aðeins út af sporinu. Þá bara vinnum við að því að koma því aftur á sporið.“ Þórarinn segir að ákvörðunin um að stefna Snæfellsbæ hafi verið tekin því það þurfi að bregðast við þar sem „hlutirnir ganga aðeins of mikið úr skorðum.“ Ekki er hægt að segja til um afleiðingar þess að BSRB hafi höfðað mál gegn Snæfellsbæ. Um sé að ræða leið til að stöðva brotin. „Áhrifin á baráttuna og áhrifin á móralinn eru þau að þetta þéttir fólk enn betur saman,“ segir Þórarinn. Þetta styrki aðra í baráttunni. Hann segir að þegar búið sé að þvinga launafólk í baráttu af þessu tagi sé ekki boðlegt að standa í stríði við fólk sem sé eingöngu að verja rétt sinn og leggja áherslu á kröfur sínar. Verkfallsbrot af öllu tagi séu algerlega óþolandi. „Þau eru það og þá erum við bara farin með það í réttan farveg, sem er þessi formlegi farvegur,“ segir Þórarinn. „En það er auðvitað skrítið að fólk skuli ekki vera fljótara til. Það er alltaf betra.“ Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Snæfellsbær Tengdar fréttir Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27 Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Fyrst var sagt frá stefnunni á vef Ríkisútvarpsins, þar sem fram kemur að umrædd brot séu talin hafa verið framin á leikskólum í Ólafsvík og á Hellissandi. Fólk hafi verið fært milli vinnustaða og gengið hafi verið í störf fólks í verkfalli. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, segir að upp hafi komið atvik, þó ekki víða, þar sem hann telji að streitan í kringum verkfallið og skerta þjónustu hafi valdið því að fólk hafi ekki séð við því á öllum stöðum. „Sem betur fer er þetta ekki víða. Í langsamlega flestum tilfellum skilja stjórnendur ástæður þess að við erum i þessari baráttu. Þau vita alveg á hvaða launum okkar félagsmenn eru og bera virðingu fyrir baráttunni,“ segir Þórarinn. Hann segir að ef vekja þurfi athygli á verkfallsbrotum og koma í veg fyrir þau, sé það gert. Aðspurður um það hvernig svona verkfallsbrot koma upp, segir Þórarinn að félagsmenn á svæðinu hafi heyrt sögur og þetta rati til BSRB í gegnum öflugt samtalsnet bandalagsins. Fylgst sé með um allt land hvernig verkfallið gangi. „Við sjáum að í langflestum tilvikum er framganga allra alveg til sóma og engir hnökrar á því. En það geta komið upp tilvik þar sem eitthvað fer aðeins út af sporinu. Þá bara vinnum við að því að koma því aftur á sporið.“ Þórarinn segir að ákvörðunin um að stefna Snæfellsbæ hafi verið tekin því það þurfi að bregðast við þar sem „hlutirnir ganga aðeins of mikið úr skorðum.“ Ekki er hægt að segja til um afleiðingar þess að BSRB hafi höfðað mál gegn Snæfellsbæ. Um sé að ræða leið til að stöðva brotin. „Áhrifin á baráttuna og áhrifin á móralinn eru þau að þetta þéttir fólk enn betur saman,“ segir Þórarinn. Þetta styrki aðra í baráttunni. Hann segir að þegar búið sé að þvinga launafólk í baráttu af þessu tagi sé ekki boðlegt að standa í stríði við fólk sem sé eingöngu að verja rétt sinn og leggja áherslu á kröfur sínar. Verkfallsbrot af öllu tagi séu algerlega óþolandi. „Þau eru það og þá erum við bara farin með það í réttan farveg, sem er þessi formlegi farvegur,“ segir Þórarinn. „En það er auðvitað skrítið að fólk skuli ekki vera fljótara til. Það er alltaf betra.“
Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Snæfellsbær Tengdar fréttir Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27 Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27
Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24
„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46