Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 08:09 Úkraínskur hermaður skýtur úr sprengjuvörpu við framlínuna nálægt Bakhmut. AP/Efrem Lukatsky Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. Hanna Maliar, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði Rússa reyna að skapa ímynd rólegheita í kringum Bakhmut en í raun mætti sjá jafn mikið af fallbyssuskotum og var á hápunkti bardagans um borgina. Hún segir bardagann vera að þróast í nýjan fasa. „Bardaginn um Bakhmut-svæðið hefur ekki stoppað, hann heldur áfram og tekur á sig ólík form,“ sagði Maliar í viðtali við AP í Kænugarði. Rússar reyni nú að hrekja úkraínska hermenn úr hæðunum í kringum Bakhmut. „Við höldum þeim staðfastlega,“ sagði hún um Rússana í Bakhmut. Brotthvarf málaliða gæti haft afdrifarík áhrif Rússar litu á sigurinn í Bakhmut sem þátt í því að ná stjórn á austurhluta Donbas-svæðisin. Þá er borgin hluti af meira en þúsund kílómetra framlínu sem rússneski herinn telur sig verða að viðhalda. Það gæti reynst erfitt vegna brotthvarfs málaliða á vegum rússneska verktakafyrirtækisins Wagner Group frá borginni en þeir áttu stóran þátt í að Rússar náðu henni á vald sitt. Eigandi Wagner lýsti yfir brotthvarfi hópsins eftir að hafa staðfest að meira en tuttugu þúsund hermenn á vegum þeirra hefðu dáið í átökum. Í þeirra stað munu koma rússneskir hermenn. Úkraínumenn bjartsýnir Að sögn úkraínskra fulltrúa hersins hefur gengið vel að ná litlum sigrum, að ná strategískum staðsetningum Rússanna á sitt vald, sérstaklega á norðvestur og suðvestur síðu borgarinnar þar sem sveitir hersins hafa verið virkar. Átökin við Bakhmut hafa verið minna í sviðsljósinu undanfarna daga vegna linnulausra árása Rússa á Kænugarð. En áframhaldandi barátta um borgina gæti haft mikil áhrif. Rússar hafa gert mikið úr sigrinum heima fyrir og því væri áfall fyrir Pútín og hans menn að missa borgina aftur til Úkraínumanna. Michael Kofman, bandarískur rýnir, sagði í viðtali við War on the Rocks að Rússar muni einblína þeim mun meira á Bkahmut á næstunni og vegna brotthvarfs hermanna Wagner verði erfitt að verja borgina. Það gæti farið að Rússar missi borgina og þá verði blóðug átökin til einskis. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Hanna Maliar, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði Rússa reyna að skapa ímynd rólegheita í kringum Bakhmut en í raun mætti sjá jafn mikið af fallbyssuskotum og var á hápunkti bardagans um borgina. Hún segir bardagann vera að þróast í nýjan fasa. „Bardaginn um Bakhmut-svæðið hefur ekki stoppað, hann heldur áfram og tekur á sig ólík form,“ sagði Maliar í viðtali við AP í Kænugarði. Rússar reyni nú að hrekja úkraínska hermenn úr hæðunum í kringum Bakhmut. „Við höldum þeim staðfastlega,“ sagði hún um Rússana í Bakhmut. Brotthvarf málaliða gæti haft afdrifarík áhrif Rússar litu á sigurinn í Bakhmut sem þátt í því að ná stjórn á austurhluta Donbas-svæðisin. Þá er borgin hluti af meira en þúsund kílómetra framlínu sem rússneski herinn telur sig verða að viðhalda. Það gæti reynst erfitt vegna brotthvarfs málaliða á vegum rússneska verktakafyrirtækisins Wagner Group frá borginni en þeir áttu stóran þátt í að Rússar náðu henni á vald sitt. Eigandi Wagner lýsti yfir brotthvarfi hópsins eftir að hafa staðfest að meira en tuttugu þúsund hermenn á vegum þeirra hefðu dáið í átökum. Í þeirra stað munu koma rússneskir hermenn. Úkraínumenn bjartsýnir Að sögn úkraínskra fulltrúa hersins hefur gengið vel að ná litlum sigrum, að ná strategískum staðsetningum Rússanna á sitt vald, sérstaklega á norðvestur og suðvestur síðu borgarinnar þar sem sveitir hersins hafa verið virkar. Átökin við Bakhmut hafa verið minna í sviðsljósinu undanfarna daga vegna linnulausra árása Rússa á Kænugarð. En áframhaldandi barátta um borgina gæti haft mikil áhrif. Rússar hafa gert mikið úr sigrinum heima fyrir og því væri áfall fyrir Pútín og hans menn að missa borgina aftur til Úkraínumanna. Michael Kofman, bandarískur rýnir, sagði í viðtali við War on the Rocks að Rússar muni einblína þeim mun meira á Bkahmut á næstunni og vegna brotthvarfs hermanna Wagner verði erfitt að verja borgina. Það gæti farið að Rússar missi borgina og þá verði blóðug átökin til einskis.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira