Hver eru forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Guðjón Jensson skrifar 5. júní 2023 11:30 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Þau tíðindi hafa borist þjóðinni að hundruðum milljóna sé varið til vopnakaupa til handa lögreglunni. Hvers vegna skyldi vera meiri áhugi fyrir því að vopna lögregluna fremur en að ríkið sinni eðlilegum skyldum sínum gagnvart borgurunum? Að flestra áliti ætti að vera meginmarkmið að temja lögreglunni að kunna að meta rétt aðstæður hverju sinni þgar á reynir. Nær alltaf má leysa mál með góðum fortölum og réttri sálfræði. Það er fremur sjaldgæft að þegar aðstoðar lögreglu sé leitað að hún þurfi að beita ofbeldi jafnvel með tilteknum hernaðaraðgerðum. Það hefur aldrei þótt gott að skjóta fyrst og spyrja svo. Allir lögreglumenn ættu að kunna góða mannasiði og bregðast hárrétt við að draga úr vandræðum fremur en að auka þau. Það er allt í einu til gríðarmiklð fé sem varið er í að byssuvæða lögregluna. Hver er raunverulegur tilgangurinn? Á að vopna lögregluna á Íslandi og gera að hálfgerðum her án þess að nokkur opinber umræða fari fram í þjóðfélaginu? Ísland hefur verið lengi verið þekkt fyrir að hér sé tiltölulega friðsamt samfélag. Friðarspillar eru fremur fáir hjér á landi og deilur má alltaf leysa á friðsamlegan hátt. Ofbeldisbrot eru alltaf einhver en úr mætti bæta með því að gera samfélagið manneskjulegra. Við höfum aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir ef undan eru skilin átök við Breta í landhelgisdeilum einkum fyrir um og yfir hálfri öld. Þau mál voru leyst með samningum sem hafa orðið báðum þjóðunum til vegsauka enda eru farsælir og sanngjarnir samningar betri en átök og jafnvel styrjöld., Ein frægasta ekkja heims, Yoko Ono, hefur verið einn af bestu árlegu gestum okkar eftir að hún ákvað að reisa friðarsúlu sína í Viðey til minningar um eiginmann sinn, John Lennon tónlistamann. Telur hún að Ísland sé eitt friðsælasta land heims og ættum við landsmenn að vera stoltir af þessu. Þá er spurning varðandi þessa miklu fjármuni sem varið er til hervæðingar lögreglunnar: Hefur þjóðin efni á þessu? Er forgangsröðun rétt?, Við stöndum frammi fyrir því að flest ef ekki nánast allt þurfi að bæta í okkar samfélagi. Oftast hefur strandað á nægjum fjárveitingum til nánast allra mála sem eru á verkefnalista ríkis og sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er því að stjórnmálamenn forgangsraði rétt. Heilbrigðiskerfið þarf að bæta. Of langir biðlistar vegna brýnna aðgerða eru of langir. Nýr Landspítali þarfnast meira af velmenntuðu starfsfólki, tækjum og öðrum búnaði. Það þarf að að bæta verulega vinnuaðstæður starfsfólksins sem og kjör þess og réttindi að njóta hvíldar frá óhóflega löngum vinnutíma sem oft veldur ýmsum vandræðum. Þá er ljóst að menntun þurfi að bæta, auka fé til skóla og uppeldisstofnan. Vegakerfið er víða bágborið og jafnvel úr sér gengið. Þar þarf að veita mun meira fé. Og félagsmálin eru á mörgum sviðum langt á eftir sem er stjórnmálamönnum til vansa. Þannig mætti áfram halda að telja það sem betur mætti fara. Á vakt Sjálfstæðisflokksins undanfarinn þriðjung aldar hefur verið lögð megináhersla á að lækka skatta en einungis þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið stéttaskiptinguna með því að færa skattbyrðina sífellt meira yfir á herðar láglaunafólksins í landinu. Það er gert á þann lævíslegan hátt að skattleysismörk hafa ekki verið látin fylgja vísitölum undanfarna þrjá áratugi. Er því von að spurt sé: Á vopnavæðing lögreglunnar að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er tómstundablaðamaður og leiðsögumaður, eldri borgari í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Þau tíðindi hafa borist þjóðinni að hundruðum milljóna sé varið til vopnakaupa til handa lögreglunni. Hvers vegna skyldi vera meiri áhugi fyrir því að vopna lögregluna fremur en að ríkið sinni eðlilegum skyldum sínum gagnvart borgurunum? Að flestra áliti ætti að vera meginmarkmið að temja lögreglunni að kunna að meta rétt aðstæður hverju sinni þgar á reynir. Nær alltaf má leysa mál með góðum fortölum og réttri sálfræði. Það er fremur sjaldgæft að þegar aðstoðar lögreglu sé leitað að hún þurfi að beita ofbeldi jafnvel með tilteknum hernaðaraðgerðum. Það hefur aldrei þótt gott að skjóta fyrst og spyrja svo. Allir lögreglumenn ættu að kunna góða mannasiði og bregðast hárrétt við að draga úr vandræðum fremur en að auka þau. Það er allt í einu til gríðarmiklð fé sem varið er í að byssuvæða lögregluna. Hver er raunverulegur tilgangurinn? Á að vopna lögregluna á Íslandi og gera að hálfgerðum her án þess að nokkur opinber umræða fari fram í þjóðfélaginu? Ísland hefur verið lengi verið þekkt fyrir að hér sé tiltölulega friðsamt samfélag. Friðarspillar eru fremur fáir hjér á landi og deilur má alltaf leysa á friðsamlegan hátt. Ofbeldisbrot eru alltaf einhver en úr mætti bæta með því að gera samfélagið manneskjulegra. Við höfum aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir ef undan eru skilin átök við Breta í landhelgisdeilum einkum fyrir um og yfir hálfri öld. Þau mál voru leyst með samningum sem hafa orðið báðum þjóðunum til vegsauka enda eru farsælir og sanngjarnir samningar betri en átök og jafnvel styrjöld., Ein frægasta ekkja heims, Yoko Ono, hefur verið einn af bestu árlegu gestum okkar eftir að hún ákvað að reisa friðarsúlu sína í Viðey til minningar um eiginmann sinn, John Lennon tónlistamann. Telur hún að Ísland sé eitt friðsælasta land heims og ættum við landsmenn að vera stoltir af þessu. Þá er spurning varðandi þessa miklu fjármuni sem varið er til hervæðingar lögreglunnar: Hefur þjóðin efni á þessu? Er forgangsröðun rétt?, Við stöndum frammi fyrir því að flest ef ekki nánast allt þurfi að bæta í okkar samfélagi. Oftast hefur strandað á nægjum fjárveitingum til nánast allra mála sem eru á verkefnalista ríkis og sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er því að stjórnmálamenn forgangsraði rétt. Heilbrigðiskerfið þarf að bæta. Of langir biðlistar vegna brýnna aðgerða eru of langir. Nýr Landspítali þarfnast meira af velmenntuðu starfsfólki, tækjum og öðrum búnaði. Það þarf að að bæta verulega vinnuaðstæður starfsfólksins sem og kjör þess og réttindi að njóta hvíldar frá óhóflega löngum vinnutíma sem oft veldur ýmsum vandræðum. Þá er ljóst að menntun þurfi að bæta, auka fé til skóla og uppeldisstofnan. Vegakerfið er víða bágborið og jafnvel úr sér gengið. Þar þarf að veita mun meira fé. Og félagsmálin eru á mörgum sviðum langt á eftir sem er stjórnmálamönnum til vansa. Þannig mætti áfram halda að telja það sem betur mætti fara. Á vakt Sjálfstæðisflokksins undanfarinn þriðjung aldar hefur verið lögð megináhersla á að lækka skatta en einungis þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið stéttaskiptinguna með því að færa skattbyrðina sífellt meira yfir á herðar láglaunafólksins í landinu. Það er gert á þann lævíslegan hátt að skattleysismörk hafa ekki verið látin fylgja vísitölum undanfarna þrjá áratugi. Er því von að spurt sé: Á vopnavæðing lögreglunnar að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er tómstundablaðamaður og leiðsögumaður, eldri borgari í Mosfellsbæ.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun