Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 14:54 Úkraínskir hermenn í Dónetskhéraði. Getty/Muhammed Enes Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. Frá Kænugarði heyrst lítið um árásirnar, annað en að yfirlýsingar Rússar sem segjast hafa stöðvað þær, séu þvæla. Rússneskir herbloggarar hafa hins vegar farið mikinn í morgun en samkvæmt þeim hafa Úkraínumenn gert árásir víða í héruðunum tveimur í gær og í dag. Þá segja umræddir herbloggarar að Úkraínumenn hafi náð árangri á nokkrum stöðum. Gagnsóknar Úkraínumanna hefur verið beðið um nokkuð skeið en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti um helgina að Úkraínumenn væru tilbúnir. Hersveitir Úkraínu hafa verið að þreifa fyrir sér, ef svo má segja, á víglínunum í austurhluta Úkraínu um nokkuð skeið en umfang þessara árása hefur aukist nokkuð. Sjá einnig: Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Myndefni sem búið er að birta hefur þó ekki sýnt vestræna skrið- og bryndreka á víglínunum. Háttsettur maður í sveitum Rússa í Dónetsk segir þó að Leopard-skriðdrekar hafi sést á víglínunni nærri Novodonetske og Velika Novosilka. Hann segir Úkraínumenn hafa fundið veikleika þar og ástandið sé erfitt fyrir rússneska hermenn. Í gær birtu Úkraínumenn myndband af bardgaga áhafna skriðdreka nærri Novodonetske, þar sem minnst einum rússneskum skriðdreka var grandað. Ukrainian tanks assaulting Novodarivka settlement in #Zaporizhzhia Oblast, and meet with Russian tanks at close range.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/M5tf4VrKN6— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) June 4, 2023 Rússar héldu því fram í morgun að árásin hefði verið stöðvuð og Úkraínumenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli en yfirvöld í Kænugarði segja það rangt. Sjá einnig: Rússar segjast hafa fellt 250 úkraínska hermenn Úkraínumenn eru einnig sagðir hafa sótt fram nærri Bakhmut. Aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu sagði fyrr í dag að Úkraínumenn væru að gera gagnárásir gegn Rússum á nokkrum svæðum. Mest áhersla væri þó lögð á Bakhmut. Nýju sveitirnar ekki sýnilegar enn Economist hefur eftir vestrænum embættismönnum að gagnsóknin sé hafin og Úkraínumenn séu ekki bara að gera árásir í suðaustri. Hinar nýju hersveitir Úkraínumanna eru þó ekki enn mættar á víglínuna. Úkraínumenn hafa í vetur byggt upp ný stórfylki, sem eru að mestu skipuð kvaðmönnum búnum vestrænum vopnum og skrið- og bryndrekum. Þegar þessi gagnsókn hefst að fullu verður það ekki tilkynnt með einhverjum hætti. Úkraínskir hermenn munu ekki rísa allir sem einn upp úr skotgröfum sínum og hlaupa í átt að Rússum. Þess í stað mun hún líklega fara hægt af stað, þar sem Úkraínumenn reyna að skapa aðstæður til að ná árangri. Það geta þeir meðal annars gert með því að gera árásir víða og reyna að þvinga Rússa til að byrja að flytja hersveitir og dreifa úr þeim. Þannig gætu Úkraínumenn mögulega skapað veikleika á vörnum Rússa sem þeir gætu svo reynt að nýta sér og reyna að brjóta sér leið í gegnum varnirnar. Áhlaup sveita rússneskra manna sem njóta stuðnings Úkraínumanna á Belgorod-hérað í Rússlandi eru liður í þessu. Með þeim vilja Úkraínumenn skapa usla í Rússlandi og þvinga forsvarsmenn rússneska hersins til að flytja hersveitir af víglínunum í austri til að verja landamærin. Í morgun heyrðu íbúar þriggja héraða í suðurhluta Rússlands, neyðarútsendingu þar sem Vladimír Pútín, forseti, lýsti yfir herlögum og boðaði herkvaðningu. Það var falsað myndband af forsetanum, sem yfirvöld í Moskvu hafa lýst sem tölvuárás. Russia s partial mobilization last year remains the most unpopular thing about the war domestically, so it makes sense that Ukrainian psyops would try to amplify the fears that this fake speech instigates. https://t.co/pXwPHsDMls pic.twitter.com/IjOTxUNAYg— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) June 5, 2023 Sérfræðingar hafa lengi talið Úkraínumenn líklega til að reyna að sækja til suðurs í Dónetsk og Sapórisjía, með því markmiði að skera á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga. Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Bæði héruðin eru meðal þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Tengdar fréttir Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana. 5. júní 2023 12:45 Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09 Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Frá Kænugarði heyrst lítið um árásirnar, annað en að yfirlýsingar Rússar sem segjast hafa stöðvað þær, séu þvæla. Rússneskir herbloggarar hafa hins vegar farið mikinn í morgun en samkvæmt þeim hafa Úkraínumenn gert árásir víða í héruðunum tveimur í gær og í dag. Þá segja umræddir herbloggarar að Úkraínumenn hafi náð árangri á nokkrum stöðum. Gagnsóknar Úkraínumanna hefur verið beðið um nokkuð skeið en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti um helgina að Úkraínumenn væru tilbúnir. Hersveitir Úkraínu hafa verið að þreifa fyrir sér, ef svo má segja, á víglínunum í austurhluta Úkraínu um nokkuð skeið en umfang þessara árása hefur aukist nokkuð. Sjá einnig: Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Myndefni sem búið er að birta hefur þó ekki sýnt vestræna skrið- og bryndreka á víglínunum. Háttsettur maður í sveitum Rússa í Dónetsk segir þó að Leopard-skriðdrekar hafi sést á víglínunni nærri Novodonetske og Velika Novosilka. Hann segir Úkraínumenn hafa fundið veikleika þar og ástandið sé erfitt fyrir rússneska hermenn. Í gær birtu Úkraínumenn myndband af bardgaga áhafna skriðdreka nærri Novodonetske, þar sem minnst einum rússneskum skriðdreka var grandað. Ukrainian tanks assaulting Novodarivka settlement in #Zaporizhzhia Oblast, and meet with Russian tanks at close range.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/M5tf4VrKN6— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) June 4, 2023 Rússar héldu því fram í morgun að árásin hefði verið stöðvuð og Úkraínumenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli en yfirvöld í Kænugarði segja það rangt. Sjá einnig: Rússar segjast hafa fellt 250 úkraínska hermenn Úkraínumenn eru einnig sagðir hafa sótt fram nærri Bakhmut. Aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu sagði fyrr í dag að Úkraínumenn væru að gera gagnárásir gegn Rússum á nokkrum svæðum. Mest áhersla væri þó lögð á Bakhmut. Nýju sveitirnar ekki sýnilegar enn Economist hefur eftir vestrænum embættismönnum að gagnsóknin sé hafin og Úkraínumenn séu ekki bara að gera árásir í suðaustri. Hinar nýju hersveitir Úkraínumanna eru þó ekki enn mættar á víglínuna. Úkraínumenn hafa í vetur byggt upp ný stórfylki, sem eru að mestu skipuð kvaðmönnum búnum vestrænum vopnum og skrið- og bryndrekum. Þegar þessi gagnsókn hefst að fullu verður það ekki tilkynnt með einhverjum hætti. Úkraínskir hermenn munu ekki rísa allir sem einn upp úr skotgröfum sínum og hlaupa í átt að Rússum. Þess í stað mun hún líklega fara hægt af stað, þar sem Úkraínumenn reyna að skapa aðstæður til að ná árangri. Það geta þeir meðal annars gert með því að gera árásir víða og reyna að þvinga Rússa til að byrja að flytja hersveitir og dreifa úr þeim. Þannig gætu Úkraínumenn mögulega skapað veikleika á vörnum Rússa sem þeir gætu svo reynt að nýta sér og reyna að brjóta sér leið í gegnum varnirnar. Áhlaup sveita rússneskra manna sem njóta stuðnings Úkraínumanna á Belgorod-hérað í Rússlandi eru liður í þessu. Með þeim vilja Úkraínumenn skapa usla í Rússlandi og þvinga forsvarsmenn rússneska hersins til að flytja hersveitir af víglínunum í austri til að verja landamærin. Í morgun heyrðu íbúar þriggja héraða í suðurhluta Rússlands, neyðarútsendingu þar sem Vladimír Pútín, forseti, lýsti yfir herlögum og boðaði herkvaðningu. Það var falsað myndband af forsetanum, sem yfirvöld í Moskvu hafa lýst sem tölvuárás. Russia s partial mobilization last year remains the most unpopular thing about the war domestically, so it makes sense that Ukrainian psyops would try to amplify the fears that this fake speech instigates. https://t.co/pXwPHsDMls pic.twitter.com/IjOTxUNAYg— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) June 5, 2023 Sérfræðingar hafa lengi talið Úkraínumenn líklega til að reyna að sækja til suðurs í Dónetsk og Sapórisjía, með því markmiði að skera á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga. Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Bæði héruðin eru meðal þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Tengdar fréttir Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana. 5. júní 2023 12:45 Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09 Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana. 5. júní 2023 12:45
Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09
Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51
Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41