Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok Kristrún Frostadóttir skrifar 5. júní 2023 16:01 Vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Þetta er verkefnalistinn sem Samfylkingin leggur fram núna fyrir þinglok. Þrjú einföld verkefni sem er hægt að fara í strax og sem munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Fleira þarf að gera — og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn ætti að geta fallist á, miðað við hvernig ráðherrarnir tala að minnsta kosti. Og þess vegna leggjum við þær fram núna. Vaxtabótaauki Vaxtabótaaukinn sem Samfylkingin leggur til léttir verulega undir með skuldsettum heimilum. Hann felur í sér eingreiðslu á árinu 2023 upp á allt að 200 þúsund krónur til einstaklinga og 350 þúsund krónur fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra. Stuðningurinn er bæði eigna- og tekjutengdur og rennur til heimila með þunga greiðslubyrði. Þannig má taka á bráðum vanda vegna snarpra vaxtahækkana. Leigubremsa Leigubremsan sem Samfylkingin leggur til er tímabundin og að danskri fyrirmynd. Hún ver fólk sem býr í leiguíbúðum fyrir stórfelldum hækkunum á leiguverði og er tímabundin aðgerð til að halda aftur af fyrirséðum vanda vegna þess sem hefur verið kallað snjóhengja á leigumarkaði. Orsök vandans er meðal annars of lítið framboð á leiguíbúðum, fólksfjölgun, ferðamannastraumur og skortur á ramma utan um leigumarkaðinn. Ívilnun til uppbyggingar Loks hefur Samfylkingin lagt til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða fái áfram ívilnun með 60 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað. Tilgangur breytingarinnar er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða fjárhagsvanda Fjármögnun: Lokum ehf.-gatinu Ehf.-gatið er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og borga þannig lægri skatta en þorri almennings. Þetta er skattaglufa sem ætti að vera löngu búið að loka og sem myndi fjármagna að fullu verkefnalistann sem Samfylkingin hefur kynnt fyrir þinglok. Samfylkingin kallar eftir aðgerðum og leggur til lausnir Í allan vetur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir aðgerðum. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið hjá fólki. Við höfum stundað jákvæða pólitík, sett fram lausnir og lagt ofuráherslu á efnahags- og velferðarmálin. Aldrei ómálefnaleg. Alltaf ábyrg — sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu. Þetta vita allir sem hafa lagt við hlustir. Í september settum við fram samstöðuaðgerðir fyrir heimilin og við kynntum kjarapakka í tengslum við fjárlög fyrir síðustu jól. Verkefnalistinn fyrir þinglok er af sama meiði. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Samfylkingin Kristrún Frostadóttir Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Þetta er verkefnalistinn sem Samfylkingin leggur fram núna fyrir þinglok. Þrjú einföld verkefni sem er hægt að fara í strax og sem munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Fleira þarf að gera — og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn ætti að geta fallist á, miðað við hvernig ráðherrarnir tala að minnsta kosti. Og þess vegna leggjum við þær fram núna. Vaxtabótaauki Vaxtabótaaukinn sem Samfylkingin leggur til léttir verulega undir með skuldsettum heimilum. Hann felur í sér eingreiðslu á árinu 2023 upp á allt að 200 þúsund krónur til einstaklinga og 350 þúsund krónur fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra. Stuðningurinn er bæði eigna- og tekjutengdur og rennur til heimila með þunga greiðslubyrði. Þannig má taka á bráðum vanda vegna snarpra vaxtahækkana. Leigubremsa Leigubremsan sem Samfylkingin leggur til er tímabundin og að danskri fyrirmynd. Hún ver fólk sem býr í leiguíbúðum fyrir stórfelldum hækkunum á leiguverði og er tímabundin aðgerð til að halda aftur af fyrirséðum vanda vegna þess sem hefur verið kallað snjóhengja á leigumarkaði. Orsök vandans er meðal annars of lítið framboð á leiguíbúðum, fólksfjölgun, ferðamannastraumur og skortur á ramma utan um leigumarkaðinn. Ívilnun til uppbyggingar Loks hefur Samfylkingin lagt til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða fái áfram ívilnun með 60 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað. Tilgangur breytingarinnar er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða fjárhagsvanda Fjármögnun: Lokum ehf.-gatinu Ehf.-gatið er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og borga þannig lægri skatta en þorri almennings. Þetta er skattaglufa sem ætti að vera löngu búið að loka og sem myndi fjármagna að fullu verkefnalistann sem Samfylkingin hefur kynnt fyrir þinglok. Samfylkingin kallar eftir aðgerðum og leggur til lausnir Í allan vetur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir aðgerðum. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið hjá fólki. Við höfum stundað jákvæða pólitík, sett fram lausnir og lagt ofuráherslu á efnahags- og velferðarmálin. Aldrei ómálefnaleg. Alltaf ábyrg — sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu. Þetta vita allir sem hafa lagt við hlustir. Í september settum við fram samstöðuaðgerðir fyrir heimilin og við kynntum kjarapakka í tengslum við fjárlög fyrir síðustu jól. Verkefnalistinn fyrir þinglok er af sama meiði. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun