Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. júní 2023 21:31 Gísli B. Árnason hefur greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í 25 ár og sér nú fram á skert lífeyrisréttindi. Aðsend samsett mynd Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. Skerðingin nemur um tíu prósent og á það við um þau sem fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni. Réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent. Lífeyrisþegi sem greitt hefur í sjóðinn í 25 ár fór á eftirlaun í lok árs í fyrra sér fram á 4,1 prósent skerðingu. „Þetta er náttúrulega hlutur sem ég hefði aldrei trúað upp á neina ríkisstjórn á Íslandi að þeir skyldu leggjast svo lágt að þeir skyldu skerða lífeyri fólks sem er komið út af vinnumarkaði. Mér finnst það með ólíkindum,“ segir Gísli B. Árnason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og lífeyrisþegi.Gísli fékk tilkynningu frá LSR um breytinguna þann 31. maí síðastliðinn. „Ég fór á eftirlaun í desember 2022. Ég er búin að greiða í 25 ár í þennan lífeyrissjóð og ég á inneign, 25 ára inneign. Minn reikningur sem ég er búinn að borga inn á sem er mín trygging til efri áranna. Að leggjast svo lágt að ætla fara skerða þetta er alveg með ólíkindum. Það mun ég ekki láta líðast það er alveg klárt,“ segir Gísli. Málið er að fólk er ábyggilega ekkert farið að kynna sér þetta. Maður fer að gera það þegar það fer að líða að starfslokum og það var hjá mér í haust og þá uppgötvaði ég þetta Fyrirhuguð skerðing hefur sætt gagnrýni enda tekist á um háar fjárhæðir. Þá hefur komið fram að vafi leiki á því hvort skerðingin standist lög. Framkvæmdastjóri LSR sagði í dag sjóðinn fylgja lögum en að hún ætti allt eins von á því að einhverjir myndu leita réttar síns. „Við munum stefna ríkinu fyrir héraðsdóm og bara keyra á það að fá þessi ósköp leiðrétt,“ segir Gísli og bætir við: „Þetta þarf að vera byrjað að skerða og skerðingin mun taka í gildi núna 1. Júlí næstkomandi og við fyrstu skerðingu þá er ég komin með mál í hendurnar.“ Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, segir nauðsynlegt að allur vafi verði tekinn af því hvort að skerðingin standist stjórnarskrárlög. Sambandið hafi stefnt ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrisjóði opinberra starfsmanna 2017 sem var vísað frá þar sem ekki hafði hlotist skaði af skerðingum. Staðan sé önnur núna og að málið verði skoðað. „Og við stöndum klár á því að við séum með öflugan lífeyrissjóð sem stendur undir því hlutverki sem við ætlum honum. En skiljiði gremju félagsfólks ykkar? Við erum félagsfólk, þetta snertir mig,“ segir Magnús Þór Jónsson. Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Skerðingin nemur um tíu prósent og á það við um þau sem fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni. Réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent. Lífeyrisþegi sem greitt hefur í sjóðinn í 25 ár fór á eftirlaun í lok árs í fyrra sér fram á 4,1 prósent skerðingu. „Þetta er náttúrulega hlutur sem ég hefði aldrei trúað upp á neina ríkisstjórn á Íslandi að þeir skyldu leggjast svo lágt að þeir skyldu skerða lífeyri fólks sem er komið út af vinnumarkaði. Mér finnst það með ólíkindum,“ segir Gísli B. Árnason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og lífeyrisþegi.Gísli fékk tilkynningu frá LSR um breytinguna þann 31. maí síðastliðinn. „Ég fór á eftirlaun í desember 2022. Ég er búin að greiða í 25 ár í þennan lífeyrissjóð og ég á inneign, 25 ára inneign. Minn reikningur sem ég er búinn að borga inn á sem er mín trygging til efri áranna. Að leggjast svo lágt að ætla fara skerða þetta er alveg með ólíkindum. Það mun ég ekki láta líðast það er alveg klárt,“ segir Gísli. Málið er að fólk er ábyggilega ekkert farið að kynna sér þetta. Maður fer að gera það þegar það fer að líða að starfslokum og það var hjá mér í haust og þá uppgötvaði ég þetta Fyrirhuguð skerðing hefur sætt gagnrýni enda tekist á um háar fjárhæðir. Þá hefur komið fram að vafi leiki á því hvort skerðingin standist lög. Framkvæmdastjóri LSR sagði í dag sjóðinn fylgja lögum en að hún ætti allt eins von á því að einhverjir myndu leita réttar síns. „Við munum stefna ríkinu fyrir héraðsdóm og bara keyra á það að fá þessi ósköp leiðrétt,“ segir Gísli og bætir við: „Þetta þarf að vera byrjað að skerða og skerðingin mun taka í gildi núna 1. Júlí næstkomandi og við fyrstu skerðingu þá er ég komin með mál í hendurnar.“ Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, segir nauðsynlegt að allur vafi verði tekinn af því hvort að skerðingin standist stjórnarskrárlög. Sambandið hafi stefnt ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrisjóði opinberra starfsmanna 2017 sem var vísað frá þar sem ekki hafði hlotist skaði af skerðingum. Staðan sé önnur núna og að málið verði skoðað. „Og við stöndum klár á því að við séum með öflugan lífeyrissjóð sem stendur undir því hlutverki sem við ætlum honum. En skiljiði gremju félagsfólks ykkar? Við erum félagsfólk, þetta snertir mig,“ segir Magnús Þór Jónsson.
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira