Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 15:40 Coinbase er stærsti miðlari rafmynta sem er skráður í Bandaríkjunum. AP/Richard Drew Coinbase, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, er sakað um ólöglega starfsemi í kæru bandarískrar verðbréfaeftirlitsstofnunar. Sama stofnun stefndi Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, fyrir aragrúa brota og blekkinga í gær. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) sakar Coinbase um að starfa sem miðlari með rafmyntir án tilskilinna leyfa frá árinu 2019 í síðasta lagi. Þetta hafi gert fyrirtækinu kleift að komast undan eftirliti sem sé ætlað að vernda fjárfesta, þar á meðal fyrir fjársvikum og blekkingum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hlutabréf í Coinbase féllu um 15,9 prósent eftir að SEC lagði stefnuna fram í morgun. Fyrirtækið sakaði SEC um ógegnsæi í eftirliti sínu með rafmyntum, að sögn AP-fréttastofunnar. SEC hafði þó varað Coinbaise við því í mars að fyrirtækið gæti sætt kæru vegna þess að það teldi sig ekki þurfa að beygja sig undir bandarísk lög um verðbréf. Viðskiptavinir Binance, sem SEC kærði fyrir að ýkja magn viðskipta, misferli með fjármuni viðskiptavina og fleira í gær, hafa brugðist við með því að taka út innistæður sínar. Reuters segir að úttektir á rafmyntinni ethereum hafi verið 790 milljónir dollara umfram innrennsli hjá Binance og bandarísku dótturfélagi þess síðasta sólarhringinn. Það er jafnvirði meira en 112 milljarða íslenskra króna. Í stefnu SEC gegn Binance er fyrirtækið sakað um „blekkingavef“ sem var ætlað að koma fyrirtækinu í kringum bandarísk lög. Binance er skráð á Cayman-eyjum og bandarískir notendur áttu aðeins að geta notað þjónustu dótturfélagsins Binance US. Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) sakar Coinbase um að starfa sem miðlari með rafmyntir án tilskilinna leyfa frá árinu 2019 í síðasta lagi. Þetta hafi gert fyrirtækinu kleift að komast undan eftirliti sem sé ætlað að vernda fjárfesta, þar á meðal fyrir fjársvikum og blekkingum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hlutabréf í Coinbase féllu um 15,9 prósent eftir að SEC lagði stefnuna fram í morgun. Fyrirtækið sakaði SEC um ógegnsæi í eftirliti sínu með rafmyntum, að sögn AP-fréttastofunnar. SEC hafði þó varað Coinbaise við því í mars að fyrirtækið gæti sætt kæru vegna þess að það teldi sig ekki þurfa að beygja sig undir bandarísk lög um verðbréf. Viðskiptavinir Binance, sem SEC kærði fyrir að ýkja magn viðskipta, misferli með fjármuni viðskiptavina og fleira í gær, hafa brugðist við með því að taka út innistæður sínar. Reuters segir að úttektir á rafmyntinni ethereum hafi verið 790 milljónir dollara umfram innrennsli hjá Binance og bandarísku dótturfélagi þess síðasta sólarhringinn. Það er jafnvirði meira en 112 milljarða íslenskra króna. Í stefnu SEC gegn Binance er fyrirtækið sakað um „blekkingavef“ sem var ætlað að koma fyrirtækinu í kringum bandarísk lög. Binance er skráð á Cayman-eyjum og bandarískir notendur áttu aðeins að geta notað þjónustu dótturfélagsins Binance US.
Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58