Logi og Sölvi fengu vægustu refsingu Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 16:42 Loga Tómassyni var heitt í hamsi líkt og fleirum, eftir jafnteflið við Breiðablik á föstudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingarnir Logi Tómasson og Sölvi Geir Ottesen voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann vegna hegðunar sinnar eftir hitaleikinn gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í fótbolta á föstudagskvöld. Upp úr sauð í leikslok eftir að Breiðablik hafði skorað tvö mörk á örskömmum tíma og tryggt sér 2-2 jafntefli. Sölvi Geir fékk að líta rauða spjaldið, að því er virtist fyrir kjaftbrúk en sjá mátti þá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, öskra hvor til annars í leikslok. Logi fékk einnig rautt spjald en hann ýtti við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, á leið sinni af vellinum og í átt til búningsklefa. Þeir Sölvi missa af leik Víkings við Fram á sunnudaginn. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að frekari eftirmálar verði af því sem gerðist í leikslok en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki geta staðfest hvort að ummæli manna í viðtölum eftir leik væru þess efnis að hún myndi vísa þeim til aga- og úrskurðarnefndar. Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald vegna framkomu sinnar í leikslok í Kópavogi á föstudag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar fengu hins vegar 20.000 króna sekt vegna brottvísunar Sölva, og 4.000 króna sekt að auki vegna uppsafnaðra refsistiga. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag var sömuleiðis staðfest að Ágúst Eðvald Hlynsson yrði í leikbanni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, eftir að hafa fengið sína aðra áminningu í keppninni í sigrinum gegn FH í gær. FH-ingurinn Eggert Gunnþór Jónsson fékk eins leiks bann, vegna rauða spjaldsins í sama leik, sem hann getur ekki tekið út fyrr en á næsta ári. Elvis Bwomono missir af næsta leik ÍBV í Bestu deildinni vegna uppsafnaðra áminninga, líkt og Keflvíkingurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson sem er þegar kominn með sjö gul spjöld í Bestu deildinni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Upp úr sauð í leikslok eftir að Breiðablik hafði skorað tvö mörk á örskömmum tíma og tryggt sér 2-2 jafntefli. Sölvi Geir fékk að líta rauða spjaldið, að því er virtist fyrir kjaftbrúk en sjá mátti þá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, öskra hvor til annars í leikslok. Logi fékk einnig rautt spjald en hann ýtti við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, á leið sinni af vellinum og í átt til búningsklefa. Þeir Sölvi missa af leik Víkings við Fram á sunnudaginn. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að frekari eftirmálar verði af því sem gerðist í leikslok en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki geta staðfest hvort að ummæli manna í viðtölum eftir leik væru þess efnis að hún myndi vísa þeim til aga- og úrskurðarnefndar. Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald vegna framkomu sinnar í leikslok í Kópavogi á föstudag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar fengu hins vegar 20.000 króna sekt vegna brottvísunar Sölva, og 4.000 króna sekt að auki vegna uppsafnaðra refsistiga. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag var sömuleiðis staðfest að Ágúst Eðvald Hlynsson yrði í leikbanni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, eftir að hafa fengið sína aðra áminningu í keppninni í sigrinum gegn FH í gær. FH-ingurinn Eggert Gunnþór Jónsson fékk eins leiks bann, vegna rauða spjaldsins í sama leik, sem hann getur ekki tekið út fyrr en á næsta ári. Elvis Bwomono missir af næsta leik ÍBV í Bestu deildinni vegna uppsafnaðra áminninga, líkt og Keflvíkingurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson sem er þegar kominn með sjö gul spjöld í Bestu deildinni.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti