Dreymir um að komast aftur á völlinn: „Það sem ég er best í“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2023 23:01 Dreymir um að spila handbolta á nýjan leik. Vísir/Hulda Margrét Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki spilað handbolta undanfarna 16 mánuði eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hún segist nú loks finna fyrir batamerkjum og lætur sig dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. Frá þessu er greint í Íþróttavarpi RÚV sem er vikulegt hlaðvarp að er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum Ríkisútvarpsins. Í viðtalinu fer Ragnheiður yfir þá þrautagöngu sem hún hefur gengið undanfarna 16 mánuði og hvernig það er að geta ekki iðkað íþróttina sem hún elskar. Ragnheiður hefur ekki spilað síðan 29. janúar á síðasta ári. Hún hefur lengi vel glímt við POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Um er að ræða heilkenni sem orsakar að hjartsláttartíðnin eykst við að standa upp eða setjast. Það hafði ekki háð Ragnheiði of mikið, það er þangað til hún fékk kórónuveiruna. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur ekki spilað neinn handbolta í 16 mánuði vegna veikinda og lýsir þessum tíma sem hreinu helvíti í viðtali. https://t.co/HTArYhIRJE— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) June 6, 2023 „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi þann 23. febrúar 2022. Síðan þá hefur hún ekki spilað né æft. Hún „hefur ekki fengið staðfest að covid sé ástæða þess að einkennin mögnuðust svona upp en rannsóknir hjá læknum hafa komið eðlilega út,“ segir í frétt RÚV. Ragnheiður segir í viðtalinu að það hafi verið erfiðast að horfa á liðsfélagana spila. Hún hafi grátið mest yfir leikjum Fram. Þá hafði allt áreitið sem fylgir því að mæta á handboltaleik haft áhrif á hana. Í viðtalinu segist Ragnheiður „bara taka einn dag í einu og hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið. Hún hefur ekki getað unnið, stundað nám eða handbolta.“ djöful sakna ég þess að negla á markið einn skemmtilegasti sigur á mínum ferli & gaman að fá svona moment inná ehf. Eins og alheimurinn vissi að eitthvað væri að fara að gerast https://t.co/hInglN2n1b— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) May 16, 2023 Það virðist þó vera ljós við enda ganganna. Hún segir að undanfarnar tvær til þrjár vikur hafi henni liðið ágætlega og var það ein helsta ástæða þess að hún gaf RÚV viðtal. Þrátt fyrir að hún taki engu sem gefnu og hafi lært af gefinni reynslu að það sé erfitt að segja til um framtíðina þá leyfir Ragnheiður sér að dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. „Draumurinn minn númer eitt er að spila aftur, þetta er bara mitt passion og það sem mér finnst ég eiga að gera í lífinu. Þetta er það það sem ég er best í,“ segir að endingu í viðtalinu sem má í heild sinni finna á vef RÚV. Handbolti Fram Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
Frá þessu er greint í Íþróttavarpi RÚV sem er vikulegt hlaðvarp að er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum Ríkisútvarpsins. Í viðtalinu fer Ragnheiður yfir þá þrautagöngu sem hún hefur gengið undanfarna 16 mánuði og hvernig það er að geta ekki iðkað íþróttina sem hún elskar. Ragnheiður hefur ekki spilað síðan 29. janúar á síðasta ári. Hún hefur lengi vel glímt við POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Um er að ræða heilkenni sem orsakar að hjartsláttartíðnin eykst við að standa upp eða setjast. Það hafði ekki háð Ragnheiði of mikið, það er þangað til hún fékk kórónuveiruna. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur ekki spilað neinn handbolta í 16 mánuði vegna veikinda og lýsir þessum tíma sem hreinu helvíti í viðtali. https://t.co/HTArYhIRJE— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) June 6, 2023 „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi þann 23. febrúar 2022. Síðan þá hefur hún ekki spilað né æft. Hún „hefur ekki fengið staðfest að covid sé ástæða þess að einkennin mögnuðust svona upp en rannsóknir hjá læknum hafa komið eðlilega út,“ segir í frétt RÚV. Ragnheiður segir í viðtalinu að það hafi verið erfiðast að horfa á liðsfélagana spila. Hún hafi grátið mest yfir leikjum Fram. Þá hafði allt áreitið sem fylgir því að mæta á handboltaleik haft áhrif á hana. Í viðtalinu segist Ragnheiður „bara taka einn dag í einu og hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið. Hún hefur ekki getað unnið, stundað nám eða handbolta.“ djöful sakna ég þess að negla á markið einn skemmtilegasti sigur á mínum ferli & gaman að fá svona moment inná ehf. Eins og alheimurinn vissi að eitthvað væri að fara að gerast https://t.co/hInglN2n1b— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) May 16, 2023 Það virðist þó vera ljós við enda ganganna. Hún segir að undanfarnar tvær til þrjár vikur hafi henni liðið ágætlega og var það ein helsta ástæða þess að hún gaf RÚV viðtal. Þrátt fyrir að hún taki engu sem gefnu og hafi lært af gefinni reynslu að það sé erfitt að segja til um framtíðina þá leyfir Ragnheiður sér að dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. „Draumurinn minn númer eitt er að spila aftur, þetta er bara mitt passion og það sem mér finnst ég eiga að gera í lífinu. Þetta er það það sem ég er best í,“ segir að endingu í viðtalinu sem má í heild sinni finna á vef RÚV.
Handbolti Fram Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira