Birgir: Draumur hjá mér að vinna þennan bikar Árni Gísli Magnússon skrifar 6. júní 2023 20:21 Birgir samdi við KA til 2025 fyrir leiktíðina. KA Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri KA á Grindavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á Akureyri í dag. Birgir var kampakátur strax eftir leik sér bikarúrslitin í hyllingum. „Bara ógeðslega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar og það er draumur hjá mér að vinna þennan bikar. Við erum alltaf að tala um að við ætlum alla leið í þessu þannig tilfinningin er ógeðslega góð.” Birgir skoraði fyrsta mark leikins í blálok fyrri hálfleiks og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum KA. Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Birgis með KA en hann hefur verið á láni hjá Leikni R. undanfarin ár. „Ég var mjög ánægður með þetta, langt síðan ég skoraði seinast. Boltinn dettur eiginlega fyrir mig og ég tek snertingu og svo reyni ég bara að hamra honum á markið og svo endaði hann einhvernveginn inni þannig ég er bara rosa sáttur sko.” „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við vorum fastir fyrir og duglegir sem var einmitt það sem við ætluðum okkur að vera og stuðningsmennirnir náttúrulega frábærir, alvöru stemming, og þá spilar maður bara einfaldlega betur,” bætti Birgir við. KA menn eru komnir yfir fyrir norðan! Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks pic.twitter.com/1UiUF3CVLc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Birgir hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað í upphafi móts. „Ég var að koma mér svolítið inn í þetta fannst mér áður en ég meiddi mig á móti Breiðabliki, fékk eitthvað í hælinn þannig ég var frá í nokkra leiki, en ég er orðinn heill núna og er þá vonandi bara að fara spila en við sjáum til hvað Haddi (Hallgrímur Jónasson) gerir, hann stjórnar þessu náttúrulega bara.” KA hefur gengið illa í síðustu leikjum í deild og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og þar af þremur með markatölunni 4-0. Hvernig ætla norðanmenn að snúa þessu gengi við? „Við ætlum bara fyrst og fremst að reyna ramma fyrir markið og hætta að fá á okkur svona mörg mörk en við ætlum bara að halda áfram, það getur alveg komið fyrir að menn tapi 4-0, við ætlum bara að halda ótrauðir áfram. Það er ekkert annað í stöðunni,” sagði Birgir að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Bara ógeðslega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar og það er draumur hjá mér að vinna þennan bikar. Við erum alltaf að tala um að við ætlum alla leið í þessu þannig tilfinningin er ógeðslega góð.” Birgir skoraði fyrsta mark leikins í blálok fyrri hálfleiks og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum KA. Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Birgis með KA en hann hefur verið á láni hjá Leikni R. undanfarin ár. „Ég var mjög ánægður með þetta, langt síðan ég skoraði seinast. Boltinn dettur eiginlega fyrir mig og ég tek snertingu og svo reyni ég bara að hamra honum á markið og svo endaði hann einhvernveginn inni þannig ég er bara rosa sáttur sko.” „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við vorum fastir fyrir og duglegir sem var einmitt það sem við ætluðum okkur að vera og stuðningsmennirnir náttúrulega frábærir, alvöru stemming, og þá spilar maður bara einfaldlega betur,” bætti Birgir við. KA menn eru komnir yfir fyrir norðan! Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks pic.twitter.com/1UiUF3CVLc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Birgir hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað í upphafi móts. „Ég var að koma mér svolítið inn í þetta fannst mér áður en ég meiddi mig á móti Breiðabliki, fékk eitthvað í hælinn þannig ég var frá í nokkra leiki, en ég er orðinn heill núna og er þá vonandi bara að fara spila en við sjáum til hvað Haddi (Hallgrímur Jónasson) gerir, hann stjórnar þessu náttúrulega bara.” KA hefur gengið illa í síðustu leikjum í deild og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og þar af þremur með markatölunni 4-0. Hvernig ætla norðanmenn að snúa þessu gengi við? „Við ætlum bara fyrst og fremst að reyna ramma fyrir markið og hætta að fá á okkur svona mörg mörk en við ætlum bara að halda áfram, það getur alveg komið fyrir að menn tapi 4-0, við ætlum bara að halda ótrauðir áfram. Það er ekkert annað í stöðunni,” sagði Birgir að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira