Erlent

Eyði­legging stíflunnar hefur al­var­leg á­hrif á líf fjölda fólks til fram­tíðar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Unnið við að flytja íbúa af flóðasvæðunum.
Unnið við að flytja íbúa af flóðasvæðunum. AP Photo/Libkos

Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt.

 Sautján þúsund manns hafa flúið svæðið sem Úkraínumenn ráða yfir vestanmeginn Dnipro árinnar en allt að 25 þúsund á austurbakkanum sem Rússar stjórna. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum ræddi málið á sérstökum fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem hann sagði ljóst að eyðilegging stíflunnar muni hafa alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar. Endanlegt umfang hamfaranna komi þó ekki í ljós fyrr en á næstu dögum.

Ásakanir um hverjir hafi sprengt stífluna ganga nú á víxl milli Úkraínumanna og Rússa og enn er óljóst hvernig atvikið átti sér stað.

Í morgun var staðan þannig að 23 íbúasvæði voru á kafi í vatni á svæðinu að sögn úkraínskra miðla en búist er við að flóðin séu við það að ná hámarki.

Menn hafa einnig miklar áhyggjur af Zaporizhzhia kjarnorkuverinu, því stærsta í Evrópu en stíflan sér verinu fyrir kælivatni. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að grannt sé fylgst með gangi mála en eins og staðan sé nú sé verinu ekki hætta búin. 


Tengdar fréttir

Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax

Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað.

Yfir­­­borð upp­­i­­stöð­­u­l­óns­­ins var í met­h­æð­­um

Raforkuverið við Nova Kakhovka-stíflunnar í Kherson er ónýtt eins og stíflan og er útlit fyrir að sprenging hafi valdið skemmdunum. Íbúar segjast hafa heyrt sprengingar en enn hefur ekki verið staðfest hvað olli því að stíflan brast. Yfirborð uppistöðulónsins hafði hækkað mjög að undanförnu og stóð í methæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×