Í erindi Hjálmars kom fram að samkvæmt nýlegri greiningu á gögnum Stígamóta hafi 453 karlar leitað sér aðstoðar hjá þeim frá árinu 2013 vegna kynferðisofbeldis. Sú tala sé helmingur allra karlmanna sem leitað hafa til samtakanna síðan þau voru stofnuð, árið 1990.
Þá kom einnig fram að karlkyns brotaþolar sem verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur séu líklegri en annars til sjálfsvígshugsana, hegðunarerfiðleika, erfiðleika í samböndum og félagslegrar einangrunar.
Stígamót segjast stefna að því að gefa út ítarlegri skýrslu byggða á gögnunum í haust.