„Þeir þurfa bara að bakka og segja já“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. júní 2023 12:06 Astrid Jóhanna, Ester María og Erla Þórdís voru ánægðar með mætinguna í dag. Vísir/Vilhelm Kröftug mótmæli voru haldin fyrir framan húsnæði Samtaka íslenskra sveitarfélaga í morgun. Lúðrar voru þeyttir og „Sömu laun fyrir sömu störf“ var hrópað síendurtekið. Skipuleggjendur mótmælanna segja að Sambandið þurfi einfaldlega að mæta kröfum BSRB, sem muni ekki slá af kröfum sínum. Mótmælendur hittust í Borgartúni í Reykjavík til þess að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli og til þess að krefjast þess af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að það höggvi á kjaradeiluhnútinn sem allra fyrst. Mótmælin voru skipulögð af þeim Astrid Jóhönna Kristjánsdóttur, Ester Maríu Ragnarsdóttur og Erlu Þórdísi Traustadóttur. Fréttamaður okkar var á staðnum í morgun og ræddi við skipuleggjendurna. Þær sammælast um að gaman sé að sjá þann mikla stuðning sem fólki í verkfalli var sýndur af mótmælendum í morgun. „Það er frábært að sjá fólk hafa kraft í sér að mæta, það þarf kjark og það þarf að taka tíma úr lífi sínu. Það skiptir svo miklu máli að semja við þetta fólk. Þetta er auðlindin okkar, þetta er svo mikilvægt fólk. Þetta eru lykilstarfsmenn,“ segir Astrid Jóhanna. Mætingin var góð í morgun en Ester María segir að þær stöllur hafi jafnvel óttast að enda bara þrjár. Þær segja mótmælin klárlega hafa skilað árangri. Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgartúnið í morgun.Vísir/Vilhelm „Við bara höldum áfram, þetta greinilega skilar vonandi einhverjum árangri, við eigum eftir að sjá framþróunina í dag. Við urðum að gera eitthvað. Við vorum búnar að spjalla um þetta lengi og ákváðum að láta verða af. Auðvitað með öll þessi börn hérna hlaupandi út um allt. En börnin þurfa bara að komast í sína rútínu aftur,“ segir Erla Þórdís. Mikilvægasta fólkið í hverju sveitafélagi „Það þarf að sýna þessu fólki virðingu, þetta er mikilvægasta fólkið í öllum sveitarfélögum. Það er fáránlegt að þetta skuli ganga svona langt og fáránlegt að þessi vanvirðing sé látin viðgangast,“ segir Ester María. Ester María ræddi við Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann gaf sig á tal við mótmælendur í morgun. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræðir við mótmælendur.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að nú þyrftu allir að vinna að því í sameiningu að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Ester María gefur lítið fyrir það. „Þeir þurfa bara að semja og segja já. Þetta er ekki flókið, BSRB eru ekki að fara að bakka. Þessi laun eru ekki nógu góð þrátt fyrir nýja samninga. Þannig að þeir þurfa bara að bakka og segja já,“ segir hún. Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík Kjaramál Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Mótmælendur hittust í Borgartúni í Reykjavík til þess að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli og til þess að krefjast þess af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að það höggvi á kjaradeiluhnútinn sem allra fyrst. Mótmælin voru skipulögð af þeim Astrid Jóhönna Kristjánsdóttur, Ester Maríu Ragnarsdóttur og Erlu Þórdísi Traustadóttur. Fréttamaður okkar var á staðnum í morgun og ræddi við skipuleggjendurna. Þær sammælast um að gaman sé að sjá þann mikla stuðning sem fólki í verkfalli var sýndur af mótmælendum í morgun. „Það er frábært að sjá fólk hafa kraft í sér að mæta, það þarf kjark og það þarf að taka tíma úr lífi sínu. Það skiptir svo miklu máli að semja við þetta fólk. Þetta er auðlindin okkar, þetta er svo mikilvægt fólk. Þetta eru lykilstarfsmenn,“ segir Astrid Jóhanna. Mætingin var góð í morgun en Ester María segir að þær stöllur hafi jafnvel óttast að enda bara þrjár. Þær segja mótmælin klárlega hafa skilað árangri. Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgartúnið í morgun.Vísir/Vilhelm „Við bara höldum áfram, þetta greinilega skilar vonandi einhverjum árangri, við eigum eftir að sjá framþróunina í dag. Við urðum að gera eitthvað. Við vorum búnar að spjalla um þetta lengi og ákváðum að láta verða af. Auðvitað með öll þessi börn hérna hlaupandi út um allt. En börnin þurfa bara að komast í sína rútínu aftur,“ segir Erla Þórdís. Mikilvægasta fólkið í hverju sveitafélagi „Það þarf að sýna þessu fólki virðingu, þetta er mikilvægasta fólkið í öllum sveitarfélögum. Það er fáránlegt að þetta skuli ganga svona langt og fáránlegt að þessi vanvirðing sé látin viðgangast,“ segir Ester María. Ester María ræddi við Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann gaf sig á tal við mótmælendur í morgun. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræðir við mótmælendur.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að nú þyrftu allir að vinna að því í sameiningu að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Ester María gefur lítið fyrir það. „Þeir þurfa bara að semja og segja já. Þetta er ekki flókið, BSRB eru ekki að fara að bakka. Þessi laun eru ekki nógu góð þrátt fyrir nýja samninga. Þannig að þeir þurfa bara að bakka og segja já,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík Kjaramál Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33
Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent