Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2023 11:55 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans hafa skilað árangri. Hægt hafi á fasteignamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Eignamyndun hafi einnig verið mikil undanfarin ár. Stöð 2/Ívar Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabankans kynnti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í morgun sem stæði traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hefði aukist. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar segir aðgerðir bankans með hækkun vaxta og hertari reglum um greiðslubyrði og eignfjárstöðu hafa skilað árangri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisegir hvetur lánastofnanir til að sýna lántakendum sveigjanleika innan núverandi lánareglna. Til að mynda mætti semja um vaxtaþak á óverðtryggð lán þannig að hluti vaxtanna færist aftur fyrir lánstímann og framlengja hann.Stöð 2/Ívar „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir. Við höfum takmarkað möguleika fólks til að taka lán, veðsetja sig. Við settum ákveðið viðmið varðandi skuldsetningu, viðmið varðandi greiðslur. Þannig að fólk geti staðist sveiflur á markaðnum, hvort sem hann fer upp eða niður. Okkur finnst að þetta standist,” segir seðlabankastjóri. Hægt hafi á íbúðamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Á sama tíma hafi fasteignaverð um sextíu prósent frá árinu 2020 og þannig hafi eignarmyndunin verið hröð, sérstaklega hjá þeim sem væru með nafnvaxtalán. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir um nokkurn tíma. Nú þegar þriggja til fimm ára tímabil fastra vaxta margra heimila væri að líða undir lok, væri engin ástæða fyrir fólk með skaplega greiðslubyrði að örvænta. Seðlabankinn hvetji bankana til nýta aukna eignarmyndun heimilanna til að hliðra til í lánaskilmálum þeirra. „Þeir sem kaupa fasteign hljóta að gera það til lengri tíma. Það geta komið ár þar sem fasteignaverð hækkar og önnur þar sem fasteignaverð lækkar. Ef þú tekur breytilega vexti verður fólk að átta sig á því að vextir hækka og svo geta þeir lækkað aftur. Vonandi náum við þeim árangri í baráttunni við verðbólgu að við getum lækkað vexti aftur,“ segir Ásgeir. Þetta væru skammtímasveiflur sem fólk verði að hafa það í huga þegar tekin væru lán til 40 ára. „Það sem við viljum að gerist er að fólk taki samtal við bankann sinn, lífeyrissjóðinn sinn eða einhver annan aðila sem hefur lánað þeim og fari yfir málin með þeim. Við viljum ýta við lánveitendum að taka þetta samtal,“ segir Ásgeir Jónsson. Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabankans kynnti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í morgun sem stæði traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hefði aukist. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar segir aðgerðir bankans með hækkun vaxta og hertari reglum um greiðslubyrði og eignfjárstöðu hafa skilað árangri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisegir hvetur lánastofnanir til að sýna lántakendum sveigjanleika innan núverandi lánareglna. Til að mynda mætti semja um vaxtaþak á óverðtryggð lán þannig að hluti vaxtanna færist aftur fyrir lánstímann og framlengja hann.Stöð 2/Ívar „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir. Við höfum takmarkað möguleika fólks til að taka lán, veðsetja sig. Við settum ákveðið viðmið varðandi skuldsetningu, viðmið varðandi greiðslur. Þannig að fólk geti staðist sveiflur á markaðnum, hvort sem hann fer upp eða niður. Okkur finnst að þetta standist,” segir seðlabankastjóri. Hægt hafi á íbúðamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Á sama tíma hafi fasteignaverð um sextíu prósent frá árinu 2020 og þannig hafi eignarmyndunin verið hröð, sérstaklega hjá þeim sem væru með nafnvaxtalán. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir um nokkurn tíma. Nú þegar þriggja til fimm ára tímabil fastra vaxta margra heimila væri að líða undir lok, væri engin ástæða fyrir fólk með skaplega greiðslubyrði að örvænta. Seðlabankinn hvetji bankana til nýta aukna eignarmyndun heimilanna til að hliðra til í lánaskilmálum þeirra. „Þeir sem kaupa fasteign hljóta að gera það til lengri tíma. Það geta komið ár þar sem fasteignaverð hækkar og önnur þar sem fasteignaverð lækkar. Ef þú tekur breytilega vexti verður fólk að átta sig á því að vextir hækka og svo geta þeir lækkað aftur. Vonandi náum við þeim árangri í baráttunni við verðbólgu að við getum lækkað vexti aftur,“ segir Ásgeir. Þetta væru skammtímasveiflur sem fólk verði að hafa það í huga þegar tekin væru lán til 40 ára. „Það sem við viljum að gerist er að fólk taki samtal við bankann sinn, lífeyrissjóðinn sinn eða einhver annan aðila sem hefur lánað þeim og fari yfir málin með þeim. Við viljum ýta við lánveitendum að taka þetta samtal,“ segir Ásgeir Jónsson.
Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33