„Eiginkona mín tók því alls ekki vel“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 10:27 Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leik Breiðabliks og Víkings þar sem allt var á suðupunkti í lok leiks. Vísir/Hulda Margrét Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson segist sjálfur ekki hafa tekið sérstaklega inn á sig reiðina sem beindist að honum eftir lætin í lok leiks Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn. Eiginkona hans var þó ekki hrifin af ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, og þau fóru vissulega í taugarnar á Ívari sjálfum. Þetta segir Ívar Orri í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið. Hann viðurkennir mistök í afdrifaríkri ákvörðun í fyrri hálfleik, þegar hann gaf Víkingnum Danijel Djuric gult spjald fyrir leikaraskap þrátt fyrir brot Damirs Muminovic á honum, en telur það ekki réttlæta reiðina frá Arnari í sjónvarpsviðtali strax eftir leik. Þar sagði Arnar Ívar Orra, einn albesta dómara landsins síðustu ár, hafa verið „ömurlegan“ og að sér virtist sem að Ívar horfði hreinlega aldrei á fótbolta. Þessi ummæli eru eitthvað sem að Ívar og ekki síður eiginkona hans áttu erfitt með að taka undir. „Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi, og stúderað hann út frá dómaralegu hliðinni. Maður horfir kannski meira á fótbolta út frá dómgæslu en annað. Þannig að þegar við erum sakaðir um að hafa ekki horft á fótbolta… eiginkona mín tók því alls ekki vel, því fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum, og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ segir Ívar Orri í Fyrsta sætinu. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni“ Mikil læti brutust út í lok leiksins á Kópavogsvelli á föstudag, og fengu Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings og Logi Tómasson leikmaður liðsins rautt spjald. „Manni líður kannski ekki neitt brjálæðislega vel þegar svona „scenarios“ koma upp í leikjum sem maður er að dæma. Og ég er ekki viss um að neitt brjálæðislega mörgum sem voru þarna á svæðinu og tóku þátt í þessu hafi liðið eitthvað vel með þetta,“ segir Ívar Orri. Hann hafi þó ekki tekið ummæli Arnars sérstaklega nærri sér, þó þau hafi vissulega angrað hann. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni. Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir en gagnrýni er ekki það sama og gagnrýni. Það voru einhverjir sem töluðu um að þetta væri viðtal ársins. Umræðuefnið þar var þá 70% um mig sem persónu. Það er auðvitað ekki eitthvað sem ég vil,“ segir Ívar Orri og bætir við: Leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið „Ég fór daginn eftir á fimleikamót með dóttur minni og stóð við grillið að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Það komu ótrúlega margir til mín á þessum degi og spurðu hvernig ég hefði það. Höfðu rosalegar áhyggjur af því að ég væri langt niðri eftir þetta. Það var alls ekki málið. Ef við tölum bara um reiðina sem sneri að mér persónulega, þá taldi ég mig vera í fullum rétti varðandi það sem gekk þar á. Ég tók það því ekki neitt brjálæðislega inn á mig. En auðvitað er leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið á kaffistofum og í fjölmiðlunum. Það er ekki það sem mann langar í þessu starfi.“ Upp úr sauð í leikslok á Kópavogsvelli. Varadómarinn Erlendur Eiríksson stig á milli Sölva Geirs Ottesen, aðstoðarþjálfara Víkings, og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Spurður út í ákvörðun sína í fyrri hálfleik þegar hann gaf Danijel gult spjald fyrir leikaraskap þegar Damir virtist svo sannarlega hafa brotið á honum, svaraði Ívar Orri: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun. Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Oft á tíðum langar mann bara að loka augunum, og sleppa því að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þetta segir Ívar Orri í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið. Hann viðurkennir mistök í afdrifaríkri ákvörðun í fyrri hálfleik, þegar hann gaf Víkingnum Danijel Djuric gult spjald fyrir leikaraskap þrátt fyrir brot Damirs Muminovic á honum, en telur það ekki réttlæta reiðina frá Arnari í sjónvarpsviðtali strax eftir leik. Þar sagði Arnar Ívar Orra, einn albesta dómara landsins síðustu ár, hafa verið „ömurlegan“ og að sér virtist sem að Ívar horfði hreinlega aldrei á fótbolta. Þessi ummæli eru eitthvað sem að Ívar og ekki síður eiginkona hans áttu erfitt með að taka undir. „Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi, og stúderað hann út frá dómaralegu hliðinni. Maður horfir kannski meira á fótbolta út frá dómgæslu en annað. Þannig að þegar við erum sakaðir um að hafa ekki horft á fótbolta… eiginkona mín tók því alls ekki vel, því fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum, og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ segir Ívar Orri í Fyrsta sætinu. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni“ Mikil læti brutust út í lok leiksins á Kópavogsvelli á föstudag, og fengu Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings og Logi Tómasson leikmaður liðsins rautt spjald. „Manni líður kannski ekki neitt brjálæðislega vel þegar svona „scenarios“ koma upp í leikjum sem maður er að dæma. Og ég er ekki viss um að neitt brjálæðislega mörgum sem voru þarna á svæðinu og tóku þátt í þessu hafi liðið eitthvað vel með þetta,“ segir Ívar Orri. Hann hafi þó ekki tekið ummæli Arnars sérstaklega nærri sér, þó þau hafi vissulega angrað hann. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni. Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir en gagnrýni er ekki það sama og gagnrýni. Það voru einhverjir sem töluðu um að þetta væri viðtal ársins. Umræðuefnið þar var þá 70% um mig sem persónu. Það er auðvitað ekki eitthvað sem ég vil,“ segir Ívar Orri og bætir við: Leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið „Ég fór daginn eftir á fimleikamót með dóttur minni og stóð við grillið að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Það komu ótrúlega margir til mín á þessum degi og spurðu hvernig ég hefði það. Höfðu rosalegar áhyggjur af því að ég væri langt niðri eftir þetta. Það var alls ekki málið. Ef við tölum bara um reiðina sem sneri að mér persónulega, þá taldi ég mig vera í fullum rétti varðandi það sem gekk þar á. Ég tók það því ekki neitt brjálæðislega inn á mig. En auðvitað er leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið á kaffistofum og í fjölmiðlunum. Það er ekki það sem mann langar í þessu starfi.“ Upp úr sauð í leikslok á Kópavogsvelli. Varadómarinn Erlendur Eiríksson stig á milli Sölva Geirs Ottesen, aðstoðarþjálfara Víkings, og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Spurður út í ákvörðun sína í fyrri hálfleik þegar hann gaf Danijel gult spjald fyrir leikaraskap þegar Damir virtist svo sannarlega hafa brotið á honum, svaraði Ívar Orri: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun. Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Oft á tíðum langar mann bara að loka augunum, og sleppa því að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira